Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Beraði sig í Leifsstöð

Nokkur erill hefur verið hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Innlent
Fréttamynd

Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs

Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Tegund drónans gæti komið upp um sökudólginn

Bresku lögreglunni hefur orðið eitthvað ágengt í leit sinni að þeim sem flaug dróna um flugvallarsvæði Gatwick í Bretlandi í kvöld og truflaði flugsamgöngur og hefur listi yfir hina grunuðu verið þrengdur að því er breska dagblaðið Telegraph greinir frá.

Erlent
Fréttamynd

Gatwick opnaður á ný

Búið er að opna Gatwick-flugvöllinn á ný eftir að flugvallaryfirvöld neyddust til að loka honum og stöðva alla flugumferð vegna dróna sem var á sveimi yfir vellinum.

Erlent
Fréttamynd

Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda

Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugi aflýst á ný vegna dróna á sveimi

Ekki er vitað hver stendur fyrir drónafluginu en það er með öllu óheimilt að fljúga dróna í minna en eins kílómeters fjarlægð frá flugvöllum og aðflutningsleiðum flugvalla.

Erlent
Fréttamynd

Gatwick opnaður á ný

Gatwick flugvöllur á Englandi opnaði loks í morgun eftir að hafa verið meira og minna lokaður í einn og hálfan sólarhring eftir að drónar tóku að sveima yfir vellinum.

Erlent
Fréttamynd

Fór ránshendi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu um helgina hendur í hári erlends karlmanns sem hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnlandi, Írlandi og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Innlent