Forstjóri Isavia segir horft til viðskiptahagsmuna í samskiptum við flugfélög Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 20:00 Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Forstjóri Isavia segir mikilvægt að fyrirtækið miði allar aðgerðir sínar við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi séu þegar flugfélög greiði ekki reikninga á réttum tíma. Stjórnendur WOW Air halda áfram tilraunum til að auka hlutafé félagsins en þótt tvær flugvélar þess hafi verið kyrrsettar af eigendum er flogið samkvæmt áætlun. Upplýsingafulltrúi WOW staðfesti við Vísi í dag að tvær flugvélar félagsins hafi verið kyrrsettar af eigendum þeirra í vikunni. Önnur á Montréal þar sem hún var í áætlanaflugi og hin á Miami þar sem hún var í leiguverkefnum. Hins vegar séu leigusamningar enn í gildi og eigandi flugvélanna sýni skilning á þeirri endurskipulagningu sem nú fari fram á rekstri WOW. Ááætlunarflug til Montréal sé nú sinnt með öðrum flugvélum í flotanum en áhöfn í leiguflugi milli Miami og Kúbu hafi verið kölluð heim. Isavia hefur hvorki staðfest né neitað því að þess sé krafist að ein af flugvélum WOW sé ætíð staðsett á Keflavíkurflugvelli vegna skulda félagsins og hefur Isavia ekki veitt neinar upplýsingar um skuldastöðu flugfélagsins við Isavia. Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia ræddi samskipti flugfélaga við fyrirtækið hins vegar almennt á ársfundi Isavia á fimmtudag í síðustu viku. „Þegar flugfélög greiða ekki reikninga á réttum tíma þá er mikilvægt að miða aðgerðir við þá viðskiptahagsmuni sem í húfi eru. Þá er einnig afar mikilvægt fyrir hlutafélag í opinberri eigu, eins og Isavia, að taka ákvarðanir eins og upplýstur einkafjárfestir,” sagði Björn Óli í ræðu á aðalfundinum hinn 21. mars. Í gegnum tíðina hafi Isavia og forverar þess staðið með ýmsum hætti við bakið á sínum viðskiptavinum. „Við sem þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu munum halda áfram að byggja upp og viðhalda traustu viðskiptasambandi við okkar viðskiptavini, og aftur með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi,” sagði Björn Óli. Þegar Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin árið 2017 vegna vangoldinna gjalda var flugfélagið formlega komið í greiðsluþrot. Það á ekki við um WOW sem samdi við hluta kröfuhafa sinna í gær um að breyta skuldum í hlutafé og vinnur nú að öflun aukins hlutjár upp á um fimm milljarða króna.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira