Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun

Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám.

Innlent
Fréttamynd

WOW á vörum Íslendinga

WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air.

Lífið
Fréttamynd

Formaður BÍ segir enga ástæðu til að aðhafast vegna bréfs ÍFF

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir inntak bréfs Íslenska flugmannafélagsins ÍFF, til marks um fjarstæðukennda óra. Það sé fullkomlega fráleitt að íslenskir blaðamenn hafi þegið mútur frá Iceland air eins og ýjað er að. Hann segir að siðanefnd BÍ hefði ekki borist formleg kvörtun vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla

Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi

Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.

Erlent
Fréttamynd

Yrði eins og hver annar aflabrestur

Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess.

Innlent