Viðskipti innlent

Farþegum fækkaði um fjórðung eftir fall WOW

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fyrsti mánuður eftir WOW sýnir farþegafækkun.
Fyrsti mánuður eftir WOW sýnir farþegafækkun. Fréttablaðið/Anton Brink
Far­þegum á Kefla­víkur­flug­velli fækkaði um rúm­lega fjórðung í apríl miðað við apríl í fyrra en um er að ræða fyrsta heila mánuðinn eftir fall flug­fé­lagsins WOW air. Sem kunnugt er varð félagið gjaldþrota í lok mars. Þá fækkaði jafn­framt skiptifar­þegum um helming að því er fram kemur í skýrslu Isavia um mánaðar­lega um­ferð far­þega um völlinn.

Þannig fóru 474.519 far­þegar um völlinn í apríl en þeir voru 659.973 í apríl í fyrra. Er fækkunin rakin til færri skiptifar­þega, sem voru 119 þúsund í apríl en þeir voru 253 þúsund á sama tíma í fyrra og er fækkunin 52 prósent. Þá fækkaði komu- og brott­far­ar­far­þegum um 10,4 prósent.

Far­þegum sem fóru um völlinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins fækkaði sömu­leiðis um 300 þúsund frá sama tíma­bili í fyrra. Eru helstu á­stæður fækkunar far­þega meðal annars raktar til þess að meiri­hluti far­þega með WOW air hafi verið skiptifar­þegar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×