Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. Viðskipti innlent 9. maí 2019 16:05
Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Erlent 9. maí 2019 14:22
Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. Innlent 9. maí 2019 11:55
Gætu átt von á ógreiddum launum í júlí Starfsmenn WOW Air sem misstu vinnuna við gjaldþrot flugfélagsins gæti átt von á því að fá greitt úr ábyrgðasjóði launa í júlí. Innlent 9. maí 2019 10:45
Segir að bregðast verði við mjög slæmri afkomu innanlandsflugs Forstjóri Icelandair segir afkomu Flugfélags Íslands mjög slæma og verið sé að skoða alvarlega hvernig geri megi reksturinn sjálfbæran. Viðskipti innlent 8. maí 2019 23:00
Verulegur samdráttur hagnaðar hjá Arion vegna WOW air og Wikileaksdóms Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Viðskipti innlent 8. maí 2019 20:42
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. Erlent 8. maí 2019 13:39
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn búinn að eignast stóran hlut í Icelandair Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Viðskipti innlent 8. maí 2019 10:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Viðskipti innlent 8. maí 2019 07:59
Næsta rimma ALC og Isavia í dómsal á fimmtudaginn Boðað hefur verið til fyrirtöku í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Viðskipti innlent 7. maí 2019 15:53
„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarkerfi flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. Innlent 7. maí 2019 14:45
Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. Viðskipti innlent 7. maí 2019 10:03
Telja skorta framtíðarsýn um millilandaflug utan Keflavíkur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir heildræna sýn á íslenska flugvelli skorta. Stjórnvöld þurfi að setja markmið um millilandaflugvelli og hrinda í framkvæmd. Innlent 7. maí 2019 08:30
Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. Erlent 6. maí 2019 21:10
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. Innlent 6. maí 2019 20:00
Þjónustubeiðni barst ekki Isavia vegna hjólastóls Upplýsingafulltrúi Isavia segir unnið að því að fatlaðir og hreyfihamlaðir fái eins góða þjónustu á Keflavíkurflugvelli og kostur er. Innlent 6. maí 2019 19:15
Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. Erlent 6. maí 2019 16:12
Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. Viðskipti innlent 6. maí 2019 13:45
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. Erlent 6. maí 2019 12:13
Dapurlegt að hjólastólar skemmist og fólki þurfti að bíða lengi eftir þeim á Keflavíkurflugvelli Formaður Öryrkjabandalagsins segir það dapurlegt að hjólastólar skemmist í flugi og að fólk þurfi að bíða lengi eftir afhendingu þeirra eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekkert nýtt að fólk kvarti yfir þessari þjónustu sem sé óboðleg. Innlent 6. maí 2019 12:00
Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Isavia heldur afstöðu sinni um 2 milljarða skuld vegna flugvélar WOW air til streitu. Viðskipti innlent 6. maí 2019 12:00
Vill skipta ábata hagræðingar milli starfsmanna og félagsins Forstjóri Icelandair segir afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi ekki ásættanlega. Launakostnaður sé hár og leita verði tækifæra til hagræðingar, þar sem ábata yrði skipt milli starfsmanna og félagsins. Viðskipti innlent 6. maí 2019 12:00
Eldurinn kviknaði við lendingu 41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak. Erlent 5. maí 2019 21:09
Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli eftir sérútbúnum hjólastól sínum Fatlaður maður beið í tæpar tvær klukkustundir á Keflavíkurflugvelli í vikunni eftir að sérútbúinn hjólastóll hans var sóttur úr farangursgeymslu flugvélar sem hann var farþegi í. Maðurinn var með lungnabólgu og segir að sér hafi liðið hræðilega á meðan hann beið. Innlent 5. maí 2019 18:45
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. Erlent 5. maí 2019 17:08
Hluti erlendu starfsmanna WOW air farinn aftur heim Stór hluti þeirra sem hafa misst vinnuna eftir gjaldþrot WOW air eru erlendir ríkisborgarar, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Sumir erlendu starfsmenn WOW air hafi snúið aftur til heimalandsins. Innlent 4. maí 2019 18:45
Segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg Forstjóri Icelandair segir að rekstrarafkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé óásættanleg en félagið tapaði 6,7 milljörðum. Breytingar á samkeppnisumhverfi og kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla hafi áhrif á stöðuna. Unnið sé að því fullum fetum að bæta reksturinn. Viðskipti innlent 4. maí 2019 14:25
Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið. Innlent 4. maí 2019 14:05
Hafnaði ofan í á við lendingu Enginn slasaðist alvarlega þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 hafnaði utan flugbrautar eftir lendingu og lenti ofan í St. John's ánni í Flórída í gærkvöldi. Alls voru 143 um borð og af þeim hlutu 20 minniháttar meiðsli. Erlent 4. maí 2019 09:18
Icelandair tapaði 6,7 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppfjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í dag. Viðskipti innlent 3. maí 2019 23:03