Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air

Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk máva í hreyflana

Tuttugu og þrír farþegar rússneskrar farþegaþotu eru slasaðir eftir að vélin flaug inn í fuglasverm og þurfti að nauðlenda á engi nærri Moskvu.

Erlent
Fréttamynd

Illt er verkþjófur að vera

Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests.

Skoðun
Fréttamynd

Vél ráðherra bilaði í Keflavík

Airbus-flugvél þýska utanríkisráðherrans, Heiko Maas, bilaði tvisvar sinnum á leiðinni frá Þýskalandi til New York, í seinna skiptið á Keflavíkurflugvelli.

Erlent
Fréttamynd

Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf 

Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins, sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingar sendir eftir hreyflinum sem sprakk

Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn.

Innlent
Fréttamynd

Málmbrotum rigndi yfir Róm

Himininn virtist vera að hrynja yfir íbúa Isola Sacra svæðisins í suðurhluta Róm síðasta laugardag þegar rigndi málmbrotum yfir íbúa.

Erlent