Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra. Vísir/Vilhelm Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson. Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson.
Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira