Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. Íslenski boltinn 13. september 2024 12:31
Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Systurnar Sigurborg Katla og Þórdís Embla Sveinbjörnsdætur spiluðu saman í fyrsta sinn í efstu deild í 3-0 sigri Vikinga á FH í Bestu deildinni í gær. Íslenski boltinn 13. september 2024 12:00
Slot getur slegið met um helgina Arne Slot, nýr knattspyrnustjóri Liverpool, gæti verið búinn að endurskrifa sögu ensku úrvalsdeildarinnar eftir leik Liverpool um helgina. Enski boltinn 13. september 2024 11:01
Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með Þeir Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Árni Geirsson, leikmenn KR í Bestu deild karla, eiga á hættu að taka ekki frekari þátt á þessari leiktíð. Það munar um minna fyrir Vesturbæinga. Íslenski boltinn 13. september 2024 10:42
„Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Boltinn fer að rúlla á ný í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Víkings heimsækja KR. Gestirnir verða þó án þjálfara síns, sem er enn í leikbanni. Áfram mun Sölvi Geir Ottesen halda í stjórnartaumana. Íslenski boltinn 13. september 2024 10:01
PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Laganefnd frönsku deildarinnar hefur tekið fyrir mál Paris Saint-Germain og Kylian Mbappé. Niðurstaðan er skýr. Franska félagið þarf að borga sína skuld. Fótbolti 13. september 2024 09:33
Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Glódís Perla Viggósdóttir er að sjálfsögðu í stóru hlutverki í nýjum heimildarmyndaþáttum um kvennalið Bayern München en fyrsti þátturinn var frumsýndur í gær. Fótbolti 13. september 2024 08:31
Tveir markverðir slitu krossband á sömu æfingu Portúgalska félagið Boavista er í markmannsvandræðum. Það er óhætt að fullyrða það. Óheppnin elti liðið á æfingu. Fótbolti 13. september 2024 07:33
Forseti Marseille segist ekki sjá eftir neinu varðandi Greenwood Mason Greenwood hefur farið frábærlega af stað í Frakklandi en Marseille keypti hann af Manchester United í sumar. Framherjinn hafði ekki spilað fyrir Man United síðan í janúar 2022 þegar þáverandi kærasta sakaði hann um líkamlegt ofbeldi sem og kynferðisofbeldi. Birti hún myndir og myndbönd máli sínu til sönnunar. Fótbolti 13. september 2024 07:02
Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Hugo Mallo hefur verið dæmdur sekur fyrir að áreita lukkudýr mótherjanna þegar hann var leikmaður Celta Vigo árið 2019. Fótbolti 13. september 2024 06:30
Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta. Enski boltinn 12. september 2024 22:16
„Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. Íslenski boltinn 12. september 2024 19:50
Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum FH fékk Víking í heimsókn í dag í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Gestirnir enduðu með að vinna nokkuð sannfærandi og þægilegan sigur gegn bitlausu liði FH, lokatölur 0-3. Íslenski boltinn 12. september 2024 19:10
Nýr forstjóri kvennaliðs Chelsea kemur úr óvæntri átt Chelsea hefur ákveðið að ráða forstjóra sérstaklega fyrir kvennalið félagsins en um er að ræða nýja stöðu innan félagsins. Það vekur athygli að manneskjan sem var ráðin hefur enga reynslu þegar kemur að því að reka knattspyrnufélag. Enski boltinn 12. september 2024 17:45
Svarar Ronaldo: „Hann er langt í burtu“ Erik ten Hag hefur svarað gagnrýni Portúgalans Cristiano Ronaldo á hans störf sem þjálfara Manchester United. Enski boltinn 12. september 2024 17:01
„Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ „Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Íslenski boltinn 12. september 2024 16:14
Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson. Fótbolti 12. september 2024 15:46
115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánudag Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi. Enski boltinn 12. september 2024 14:42
Gæti fengið langt bann fyrir rasískt grín í garð liðsfélaga Enska knattspyrnusambandið hefur kært Rodrigo Bentancur, miðjumann Tottenham, vegna rasískra ummæla um liðsfélaga hans, Son Heung-min, í sumar. Hann gæti fengið langt bann. Enski boltinn 12. september 2024 13:31
Pochettino verður sá launahæsti í sögunni Mauricio Pochettino er á engum sultarlaunum sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 12. september 2024 12:02
Var með ferðatöskuna tilbúna af því að Liverpool ætlaði að kaupa hann Mexíkóski kantmaðurinn César „Chino“ Huerta var að eigin sögn mjög nálægt því að ganga til liðs við Liverpool í sumar. Enski boltinn 12. september 2024 11:31
Myndatökumaður segir Emiliano Martínez hafa ráðist á sig Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Emiliano Martínez kom sér í vandræði eftir tapið á móti Kólumbíu í undankeppni HM. Fótbolti 12. september 2024 11:01
Given vorkennir Heimi Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. Fótbolti 12. september 2024 10:33
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta hefst í næstu viku en keppnin fer að þessu sinni fram með nýju og gjörólíku fyrirkomulagi. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans hituðu upp fyrir Meistaradeildartímabilið í sérstökum upphitunarþætti sem má nú sjá inn á Vísi. Fótbolti 12. september 2024 10:03
Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur. Íslenski boltinn 12. september 2024 09:33
Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Cristiano Ronaldo þekkir það vel að spila fyrir Manchester United þegar félagið var meðal þeirra bestu í Evrópu en líka það að spila undir stjórn Hollendingsins Erik ten Hag. Hann gagnrýnir gamla stjórann sinn og gamla félagið sitt í nýjum hlaðvarpsþætti. Enski boltinn 12. september 2024 09:00
Mikil sorg hjá Haaland Erling Braut Haaland glímir við mikla sorg þessa dagana en norski framherjinn minntist góðs vinar síns á samfélagsmiðlum í gær. Enski boltinn 12. september 2024 08:32
Arteta samþykkir nýjan samning Mikel Arteta hefur framlengt samning sinn sem knattspyrnustjóri Arsenal en þetta kemur fram í frétt hjá The Athletic. Enski boltinn 12. september 2024 07:57
Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Sheffield United leikmaðurinn Anel Ahmedhodzic er búinn að fá sig fullsaddan af föður sínum og vill ekkert með hann hafa lengur. Enski boltinn 12. september 2024 07:31
Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United gefið út að félagið hafi verið rekið með tapi sem nemur 20 milljörðum króna síðasta árið. Þrátt fyrir það segjast forráðamenn félagsins að það standist fjárhagsreglugerðir ensku úrvalsdeildarinnar og knattspyrnusambands Evrópu. Enski boltinn 12. september 2024 07:03