Atalanta á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2024 21:41 Ademola Lookman fagnar sigurmarki sínu gegn AC Milan. getty/Giuseppe Cottini Ademola Lookman skoraði sigurmark Atalanta gegn AC Milan, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Atalanta á topp deildarinnar. Þetta var níundi sigur Atalanta í deildinni í röð. Liðið er nú með 34 stig, tveimur stigum á undan Napoli sem getur endurheimt toppsætið með því að vinna Lazio á morgun. Charles De Ketelaere kom Atalanta yfir með skallamarki á 12. mínútu en Álvaro Morata jafnaði tíu mínútum síðar eftir sendingu frá Rafael Leao. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Lookman svo sigurmark heimamanna. Lokatölur í Bergamo 2-1, Atalanta í vil. Í fyrri leik dagsins sigraði Inter Parma, 3-1, á heimavelli. Inter er í 3. sæti deildarinnar með 31 stig, þremur stigum á eftir Atalanta. Liðið hefur aðeins tapað einum af fjórtán deildarleikjum sínum á tímabilinu. Federico Dimarco kom Inter yfir fimm mínútum fyrir hálfleik og á 53. mínútu jók Nicolo Barella muninn í 2-0. Marcus Thuram skoraði svo þriðja mark Inter á 66. mínútu. Þetta var tíunda deildarmark hans í vetur. Matteo Darmian skoraði síðan sjálfsmark níu mínútum fyrir leikslok og minnkaði muninn í 3-1 fyrir Parma. Fleiri urðu mörkin ekki og Inter vann góðan sigur. Ítalski boltinn
Ademola Lookman skoraði sigurmark Atalanta gegn AC Milan, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Atalanta á topp deildarinnar. Þetta var níundi sigur Atalanta í deildinni í röð. Liðið er nú með 34 stig, tveimur stigum á undan Napoli sem getur endurheimt toppsætið með því að vinna Lazio á morgun. Charles De Ketelaere kom Atalanta yfir með skallamarki á 12. mínútu en Álvaro Morata jafnaði tíu mínútum síðar eftir sendingu frá Rafael Leao. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Lookman svo sigurmark heimamanna. Lokatölur í Bergamo 2-1, Atalanta í vil. Í fyrri leik dagsins sigraði Inter Parma, 3-1, á heimavelli. Inter er í 3. sæti deildarinnar með 31 stig, þremur stigum á eftir Atalanta. Liðið hefur aðeins tapað einum af fjórtán deildarleikjum sínum á tímabilinu. Federico Dimarco kom Inter yfir fimm mínútum fyrir hálfleik og á 53. mínútu jók Nicolo Barella muninn í 2-0. Marcus Thuram skoraði svo þriðja mark Inter á 66. mínútu. Þetta var tíunda deildarmark hans í vetur. Matteo Darmian skoraði síðan sjálfsmark níu mínútum fyrir leikslok og minnkaði muninn í 3-1 fyrir Parma. Fleiri urðu mörkin ekki og Inter vann góðan sigur.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“