Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Jesus klár í slaginn með Arsenal

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hóf blaðamannafund sinn í dag, fyrir leik liðsins gegn Fulham á morgun, á því að færa stuðningsmönnum liðsins góð tíðindi. Framherjinn Gabriel Jesus er klár í slaginn með liðinu. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Ritar opið bréf til Vöndu: „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“

Frið­jón Árni Sigur­vins­son, þjálfari fjórða flokks kvenna KF/Dal­víkur í fót­bolta, ritar opið bréf til Vöndu Sigur­geirs­dóttur, formanns KSÍ, og birtir á sam­fé­lags­miðlum. Greinir Frið­jón Árni þar frá raunum liðsins sem fær ekki, sökum reglu­gerðar KSÍ, að taka þátt í úr­slita­keppni Ís­lands­mótsins. Reglu­gerðin sé sem rýtingur í brjóst stelpnanna sem sitji eftir niður­brotnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hef ekki upplifað þessar aðstæður áður“

Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist vera stoltur af Breiðabliksliðinu sem vann 1-0 sigur á Struga á útivelli í dag. Breiðablik er í góðri stöðu til að vera fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta á ekki heima á fót­bolta­vellinum eða neins staðar“

Knattspyrnudeild ÍBV harmar framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Val í Bestu deild kvenna í lok síðasta mánaðar. ÍBV fékk hundrað þúsund króna sekt vegna ókvæðisorða sem nokkrir stuðningsmenn liðsins létu rigna yfir annan aðstoðardómara leiksins. Eyjamenn ætla að endurskoða verkferla hjá sér og vonast til að svona lagað komi ekki fyrir aftur.

Íslenski boltinn