Katalónía er hvít og rauð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 22:10 Girona fagnar í hvítum varabúningum sínum. Aðalbúningur liðsins er hvítur og rauður. Alex Caparros/Getty Images Girona gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona á útivelli í toppslag La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, í dag. Lokatölur 4-2 gestunum í vil. Girona hefur vakið eftirtektarverða athygli á leiktíðinni fyrir að standa í stóru strákunum á Spáni og eftir sigur dagsins virðist ekkert lát þar á. Artem Dovbyk kom Girona yfir eftir sendingu frá samlandi sínum Viktor Tsygankov en Robert Lewandowski jafnaði skömmu síðar. Miguel Gutierrez sá svo til þess að Girona var 2-1 yfir í hálfleik með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Xavi gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik en í stað þess að jafna metin þá kom Valery gestunum 3-1 yfir. Gamla brýnið Cristhian Stuani lagði það mark upp og hann skoraði svo fjórða mark Girona þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en í millitíðinni hafði İlkay Gündoğan minnkaði muninn fyrir Barcelona. Han hecho . ¡El @GironaFC consigue vencer al FC Barcelona por primera vez en #LALIGAHistory!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/PDEeosJp8w— LALIGA (@LaLiga) December 10, 2023 Lokatölur 4-2 Girona í vil og litla liðið í Katalóníu nú með tveggja stiga forystu á toppi La Liga. Girona er með 41 stig, Real Madríd er með 39 stig á meðan Atlético Madríd og Barcelona eru með 34 stig. Atlético á þó leik til góða. Spænski boltinn Fótbolti
Girona gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona á útivelli í toppslag La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, í dag. Lokatölur 4-2 gestunum í vil. Girona hefur vakið eftirtektarverða athygli á leiktíðinni fyrir að standa í stóru strákunum á Spáni og eftir sigur dagsins virðist ekkert lát þar á. Artem Dovbyk kom Girona yfir eftir sendingu frá samlandi sínum Viktor Tsygankov en Robert Lewandowski jafnaði skömmu síðar. Miguel Gutierrez sá svo til þess að Girona var 2-1 yfir í hálfleik með marki þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Xavi gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik en í stað þess að jafna metin þá kom Valery gestunum 3-1 yfir. Gamla brýnið Cristhian Stuani lagði það mark upp og hann skoraði svo fjórða mark Girona þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en í millitíðinni hafði İlkay Gündoğan minnkaði muninn fyrir Barcelona. Han hecho . ¡El @GironaFC consigue vencer al FC Barcelona por primera vez en #LALIGAHistory!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/PDEeosJp8w— LALIGA (@LaLiga) December 10, 2023 Lokatölur 4-2 Girona í vil og litla liðið í Katalóníu nú með tveggja stiga forystu á toppi La Liga. Girona er með 41 stig, Real Madríd er með 39 stig á meðan Atlético Madríd og Barcelona eru með 34 stig. Atlético á þó leik til góða.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti