Lýsa upp völlinn og birta skilaboð til heiðurs Beckenbauer Þýska stórveldið Bayern München mun lýsa upp heimavöll sinn, Allianz Arena, næstu daga og senda skilaboð til heiðurs Franz Beckenbauer, sem lést síðastliðinn sunnudag. Fótbolti 9. janúar 2024 23:01
Chelsea með bakið upp við vegg eftir tap gegn Middlesbrough Middlesbrough, sem er í 12. sæti ensku B-deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og vann afar óvæntan 1-0 sigur gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. Enski boltinn 9. janúar 2024 21:57
Tottenham staðfestir komu Werner Þýski framherjinn Timo Werner er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur á láni frá RB Leipzig. Fótbolti 9. janúar 2024 20:46
Spjaldið dregið til baka og Calvert-Lewin sleppur við bann Framherjinn Dominic Calvert-Lewin, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, er ekki á leið í þriggja leikja bann þrátt fyrir að hafa fengið beint rautt spjald í leik liðsins gegn Crystal Palace í FA-bikarnum í síðustu viku. Fótbolti 9. janúar 2024 17:45
Katla María sú þriðja íslenska hjá Örebro Knattspyrnukonan Katla María Þórðardóttir, sem borið hefur fyrirliðabandið í leikjum U23-landsliðsins á þessu ári, er farin frá Selfossi út í atvinnumennsku og hefur samið við sænska félagið Örebro. Fótbolti 9. janúar 2024 17:01
Elfsborg staðfestir kaupin á Eggerti Aroni Sænska úrvalsdeildarliðið Elfsborg hefur keypt Eggert Aron Guðmundsson, besta unga leikmann Bestu deildarinnar 2023, frá Stjörnunni. Íslenski boltinn 9. janúar 2024 16:08
Sveindís skoraði eftir aðeins þrettán mínútur Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki lengi að komast á blað í sínum fyrsta leik eftir margra mánaða fjarveru vegna meiðsla. Fótbolti 9. janúar 2024 16:02
Segist sjá eftir högginu en gæti endaði í þrettán ára fangelsi Fyrrum forseti tyrkneska félagsins Ankaragücü segist sjá eftir því að hafa slegið niður dómara eftir leik liðsins í desember síðastliðnum en hann hafnar því aftur á móti að hafa hótað dómaranum lífláti. Fótbolti 9. janúar 2024 16:01
„Ætlarðu bara að dandalast endalaust í ræktinni?“ Paul Scholes gat ekki stillt sig um að skjóta á annan fyrrverandi leikmann Manchester United, Jesse Lingard, í nýlegri færslu þess síðarnefnda á Instagram. Enski boltinn 9. janúar 2024 15:30
Loka dyrunum fyrir umboðsmönnum Norska knattspyrnusambandið hefur miklar áhyggjur af ásókn umboðsmanna í efnilegustu fótboltamenn þjóðarinnar og nú hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til aðgerða til að vega á móti þróun síðustu ára. Fótbolti 9. janúar 2024 15:01
Liverpool án Trent næstu vikurnar Enski landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold er meiddur og verður ekki með Liverpool liðinu á næstunni. Enski boltinn 9. janúar 2024 14:40
Tottenham nálægt því að kaupa liðsfélaga Alberts Tottenham og Genoa eru á lokasprettinum í viðræðum sínum um kaup enska úrvalsdeildarliðsins á varnarmanninum Radu Dragusin. Enski boltinn 9. janúar 2024 14:01
Henry greinir frá glímu við þunglyndi: „Ég grét nánast á hverjum degi“ Thierry Henry, markahæsti leikmaður í sögu Arsenal, greindi frá glímu sinni við þunglyndi í hlaðvarpinu Diary of a CEO. Á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð yfir grét hann nánast á hverjum einasta degi. Fótbolti 9. janúar 2024 12:30
Keane fannst Ian Wright vera of góður við Höjlund Manchester United komst áfram í enska bikarnum í gærkvöldi eftir 2-0 sigur á Wigan en danski framherjanum Ramus Höjlund tókst ekki að skora mark þrátt fyrir góð færi. Enski boltinn 9. janúar 2024 11:30
Martröð City í bikarnum Englandsmeistarar Manchester City hafa oft haft heppnina með sér þegar dregið er í bikarkeppnunum á Englandi en það er ekki hægt að halda slíku fram eftir dráttinn í fjórðu umferð enska bikarsins. Enski boltinn 9. janúar 2024 10:30
Þorvaldur býður sig fram til formanns KSÍ Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í næsta mánuði. Íslenski boltinn 9. janúar 2024 10:19
Foreldrarnir vilja rannsókn vegna andláts Cusack Enska knattspyrnusambandið hefur verið að safna upplýsingum til að kanna hvort að reglur sambandsins hafi verið brotnar, í tengslum við lát knattspyrnukonunnar Maddy Cusack sem framdi sjálfsvíg á síðasta ári. Foreldrar hennar krefjast rannsóknar. Fótbolti 9. janúar 2024 08:05
Vængbrotið Man Utd flaug áfram í bikarnum Manchester United lagði Wigan Athletic í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Lokatölur 2-0 gestunum í vil sem mæta Newport County eða Eastleigh í 4. umferð. Enski boltinn 8. janúar 2024 22:05
Henderson ekki á leið til Liverpool á nýjan leik ef marka má Klopp Miðjumaðurinn Jordan Henderson hefur fengið nóg af Sádi-Arabíu aðeins örfáum mánuðum eftir að flytja þangað. Hann er þó ekki á leið í sitt fyrrum félag Liverpool ef marka má orð Jürgen Klopp. Enski boltinn 8. janúar 2024 21:02
C-deildarlið sló Villareal úr leik sólahring eftir að leikurinn hófst Unionistas de Salamanca, sem spilar í C-deild spænsku knattspyrnunnar, gerði sér lítið fyrir og sló efstu deildarlið Villareal úr leik í spænska Konungsbikarnum í kvöld. Um var að ræða leik í 32-liða úrslitum sem hófst ótrúlegt en satt í gær. Fótbolti 8. janúar 2024 20:30
Segja Eggert Aron búinn í læknisskoðun hjá Elfsborg Það stefnir allt í að Stjarnan missi einn sinn besta leikmann til Svíþjóðar en Eggert Aron Guðmundsson ku vera á leið frá félaginu. Íslenski boltinn 8. janúar 2024 19:30
Mellberg verður ekki næsti landsliðsþjálfari Svíþjóðar Sænska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Olof Mellberg verði ekki næsti þjálfara karlalandsliðsins en það virtist nær staðfest fyrir ekki svo löngu síðan. Fótbolti 8. janúar 2024 17:30
Franz Beckenbauer látinn Franz Beckenbauer, einn besti fótboltamaður allra tíma, er látinn. Hann var 78 ára. Fótbolti 8. janúar 2024 16:36
Liverpool lánar Carvalho strax aftur Fábio Carvalho var ekki lengi hjá Liverpool eftir að þýska félagið RB Leipzig sagði upp lánssamningi sínum. Enski boltinn 8. janúar 2024 15:47
De Bruyne: Meiðslin mín kannski lán í óláni Kevin De Bruyne lék aftur með Manchester City um helgina þegar liðið vann stórsigur á Huddersfield Town í enska bikarnum. Enski boltinn 8. janúar 2024 15:31
Brassar búnir að finna nýjan landsliðsþjálfara Dorival Júnior hefur verið ráðinn nýr þjálfari brasilíska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Fernando Diniz sem var rekinn á föstudaginn. Fótbolti 8. janúar 2024 14:31
Bellingham hlýjaði boltastrák Jude Bellingham sýndi á sér mjúku hliðina þegar hann hjálpaði boltastrák í bikarsigri Real Madrid á Arandina um helgina. Fótbolti 8. janúar 2024 13:31
Líkir Alexander-Arnold við Gerrard Martin Keown var afar hrifinn af frammistöðu Trents Alexander-Arnold á miðjunni þegar Liverpool vann Arsenal í ensku bikarkeppninni í gær og líkti honum við sjálfan Steven Gerrard. Enski boltinn 8. janúar 2024 13:00
Sex systur á skýrslu hjá Víkingi Hvorki fleiri né færri en sex systur komu við sögu hjá Víkingi í Reykjavíkurmótinu í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 8. janúar 2024 11:31
Skoraði í bikarúrslitaleik en lá seinna meðvitundarlaus í grasinu Andy Delort átti eftirminnilegan dag um helgina þegar hann varð katarskur bikarmeistari með félagi sínu Umm-Salal. Fótbolti 8. janúar 2024 11:02