„Held ég muni aldrei gleyma þessum leik“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 10:00 Glódís Perla í leik með Íslandi Vísir/Getty Einn leikur gegn Þýskalandi, frá árinu 2017, lifir fersku minni í huga íslenska landsliðsfyrirliðans í fótbolta Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sögulegur leikur í stóra samhenginu. Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira