Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 09:31 Jóhann Ingi Jónsson dómari með gula spjaldið á lofti í leik Fylkis og KR. Hann lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum í leiknum og rauða spjaldið fór tvisvar á loft. Vísir/Anton Brink Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni Besta deild karla Stúkan Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Stúkan tók fyrir spjaldagleði dómaranna í þætti sínum í gær. „Heimir kom líka inn á það að það mætti ekki anda lengur í leiknum því þá væri verið að rífa upp spjöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson og hóf umræðu um gulu spjöldin í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Hann byrjaði síðan á því að sýna spjöldin úr leik Breiðabliks og FH. 67 prósent hækkun „Það voru fjölmörg spjöld í leikjum gærdagsins og á laugardaginn,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi tölfræðina svart á hvítu. Það var 31 gult spjald gefið í fyrstu umferð í fyrra en gulu spjöldin voru 52 í fyrstu umferðinni í gær. Þetta er 67 prósent hækkun. Guðmundur sýndi líka yfirlit yfir áherslur dómaranna fyrir tímabilið. Þar eru tekin sérstaklega fyrir mótmæli gagnvart dómurum, hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann og ef leikmenn sýna óíþróttamannslega hegðun með sem dæmi að tefja leikinn. Það er líka aukið eftirlit með því að þjálfarnir haldi sig innan boðvangsins. Guðmundur tók nokkur dæmi um þegar leikmenn mótmæla dómi með einum sterkum viðbrögðum en fá strax spjald að launum frá dómara leiksins. Hvar endar svona vitleysa? „Hvar endar svona vitleysa,“ spurði Ólafur Jóhannesson, sérfræðingur Stúkunnar, hneykslaður á öllum þessum gulu spjöldum. „Hún á líklega að enda með því að leikmenn hætti þessu,“ sagði Guðmundur. „Það gerist aldrei,“ svaraði Ólafur. „Sjáið spjaldið sem Aron [Jóhannsson] fær. Hvers konar bull er þetta eiginlega?,“ sagði Ólafur. „Það er þessi áherslubreyting og hann sýnir of miklar tilfinningar. Getum við sagt það,“ spurði Guðmundur. „Spjaldið á Finn Orra [Margeirsson]. Auðvitað verða þeir brjálaðir yfir því að fá ekki vítaspyrnu. Það er bara eðlilegur hlutur. Setja hendurnar út í loftið eða segja einhvern djöfulinn. FH-ingar missa víti en þeir fá áminningu samt,“ sagði Ólafur. Erum við eina landið? „Erum við eina landið sem er að gera þetta,“ spurði Ólafur. „Ef þetta eru reglur sem á að setja áherslu á. Þessar reglur hafa alltaf verið til en það á greinilega að setja aukaáherslur á þetta. Venjulega erum við alltaf fyrsta landið sem byrjar af því að okkar deild byrjar þannig,“ sagði Guðmundur. „Við erum alltaf tilraunadýr,“ sagði Ólafur. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um gul spjöld í fyrstu umferðinni
Besta deild karla Stúkan Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira