Scumacher er ekki að kaupa Toro Rosso Gerhard Berger, annar tveggja eiganda Toro Rosso liðsins í formúlu 1, segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann sé um það bil að selja sinn hlut til Michael Scumacher, fyrrum heimsmeistara í formúlunni. Formúla 1 11. mars 2007 14:25
Ecclestone: Massa verður meistari Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segir að Brasilíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari sé að sínu mati líklegasti ökuþórinn til að verða heimsmeistari á komandi keppnistímabili í Formúlu 1. Formúla 1 6. mars 2007 18:37
Alonso: Ferrari skrefinu á undan Heimsmeistarinn Fernando Alonso sem nú ekur fyrir McLaren í Formúlu 1, segir að Ferrari sé skrefinu á undan sínum mönnum á síðustu vikunum fyrir fyrstu keppni ársins sem fram fer í Ástralíu þann 18. mars. Formúla 1 5. mars 2007 16:58
Button er ekki bjartsýnn Ökuþórinn Jenson Button segir að Honda bíllinn í ár standi öðrum bílum töluvert langt að baki og hann sé því ekki bjartsýnn á góðan árangur á komandi leiktíð í formúlu 1 kappakstrinum. Forráðamenn Honda liðsins höfðu áður gert sér vonir um að berjast um sjálfan heimsmeistaratitilinn á þessu tímabili. Formúla 1 23. febrúar 2007 17:00
Raikkönen er ofmetinn ökumaður Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, segir að finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari sé ofmetinn ökumaður. Hann segir þann finnska ekki hafa það til að bera sem þurfi til að fylla skó Michael Schumacher hjá þeim rauðu. Formúla 1 19. febrúar 2007 17:01
Alonso segir bílinn ekki tilbúinn Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. Formúla 1 9. febrúar 2007 15:32
Formúlan fer til Abu Dhabi Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um að þar verði keppt í Formúlu 1 frá árinu 2009. Ekkert verður að venju til sparað við hönnun brautarinnar sem Ecclestone fullyrðir að verði sú besta í heiminum og verður hún byggð á manngerðri eyju. Sport 3. febrúar 2007 15:39
Barichello ánægður með nýja bílinn Rubens Barichello kveðst mjög ánægður með nýja RA107-keppnisbíl Hondu liðsins í formúlu 1 en hann prufukeyrði hann í fyrsta sinn í vikunni. Barichello skipar lið Honda á komandi tímabili í formúlunni ásamt Jenson Button og segist sá brasilíski hlakka mikið til samstarfsins. Formúla 1 27. janúar 2007 20:15
Frumraun Raikkönen á morgun Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen mun á morgun þreyta frumraun sína í Ferrari-bílnum þegar liðið heldur bílprófanir á Vellelungabrautinni í grennd við Róm á Ítalíu. Raikkönen hefur enn ekki ekið Ferraribílnum formlega síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar, en hann mun aka gamla bílnum á morgun á meðan félagi hans Felipe Massa fær að prófa nýja bílinn. Sport 22. janúar 2007 16:49
Alonso mjög sáttur við nýja bílinn Heimsmeistarinn Fernando Alonso lét ekki smá olíuleka skemma fyrir sér frumraun sína á nýja McLaren bílnum í Valencia í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem Alonso ók MP4-22 bílnum og sagði Spánverjann bílinn virka mjög vel. Þá hafa fyrrum félagar Alonso í Renault einnig tekið nýjan bíl í notkun og hefur sá verið kallaður R27. Formúla 1 18. janúar 2007 13:42
Schumacher fengi hjartaáfall í Nascar Fyrrum Formúluökuþórinn Juan Pablo Montoya tók ekki vel í ummæli Michael Schumacher þegar sá þýski lýsti yfir furðu sinni á ákvörðun Kólumbíumannsins að hætta í Formúlu og fara í Nascar í Bandaríkjunum. Formúla 1 17. janúar 2007 17:12
BMW Sauber stefnir á verðlaunapall Forráðamenn BMW Sauber-liðsins í Formúlu 1 ætla liðinu að komast oftar á verðlaunapall á komandi keppnistímabili og setja stefnuna á að keppa um titilinn árið 2009. BMW tók við liði Sauber í lok árisins 2005 og komust ökumenn liðsins tvisvar á verðlaunapall á síðasta tímabili. Formúla 1 16. janúar 2007 14:21
Alonso stefnir á sigur með McLaren Heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1, Spánverjinn Fernando Alonso, er sigurviss fyrir komandi tímabil í kappakstrinum. Alonso skipti úr herbúðum Renault í McLaren eftir síðasta tímabil og telur hann að keppnisbíll McLaren eigi mikið inni þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið eina einustu keppni í fyrra. Formúla 1 15. janúar 2007 20:55
Massa hlakkar til að keyra nýja bílinn Felipe Massa, annar ökumaður Ferrari-liðsins í formúlu 1 kappakstrinum á komandi tímabili, er mjög ánægður með hinn nýja bíl Ferrari sem frumsýndur var í gær. Formúla 1 15. janúar 2007 14:15
Jordan: Schumacher verður goðsögn Eddie Jordan, stofnandi og æðsti yfirmaður Jordan-liðsins í formúlu 1, segir að orðspor Michael Schumcaher í íþróttinni muni aukast til muna á næstum misserum nú þegar hann er hættur að aka. Jordan, sem gaf Schumacher fyrst tækifæri í formúlu 1 árið 1991, telur að Schumacher verði orðinn goðsögn innan fárra ára. Formúla 1 15. janúar 2007 12:45
Ralf er ekki að hætta Ökuþórinn Ralf Schumacher segir að ekkert sé til í þeim fregnum að hann hyggist hætta í formúlu eftir að núverandi samningur hans við Toyota rennur út eftir næsta tímabil. Schumacher hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Toyota og við það fóru sögusagnirnar af stað. Formúla 1 14. janúar 2007 19:30
Toyota frumsýnir nýja bílinn Lið Toyota frumsýndi í dag nýja keppnisbíl liðsins í Formúlu 1 sem fær heitið TF 107. Forráðamenn liðsins notuðu tækifærið og báðust afsökunar á því að liðið næði ekki í sinn fyrsta sigur á síðasta tímabili og lofuðu að úr því yrði bætt á komandi tímabili. Toyota er eina liðið sem verður með sömu ökumenn og í fyrra á næsta ári, þá Ralf Schumacher og Jarno Trulli, og þá er liðið með sömu hjólbarða og sömu vél. Formúla 1 12. janúar 2007 16:51
Raikkönen ætlar ekki að breyta um stíl Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen segist ekki ætla að breyta um stíl eftir að hann gekk í raðir Ferrari frá McLaren í Formúlu 1, hvorki utan vallar né innan. Raikkönen hefur verið gagnrýndur af Formúlusérfræðingum fyrir að taka ekki nógu vel leiðsögn og fyrir að taka íþróttina ekki nógu alvarlega. Formúla 1 10. janúar 2007 16:08
Schumacher aðstoðar Raikkönen Vonir forráðamanna Ferrari-liðsins í Formúlu 1 standa til þess að fyrrum heimsmeistrainn margfaldi Michael Schumacher komi finnska ökuþórnum Kimi Raikkönen til aðstoðar á fyrstu mánuðum sínum í Ferrari-bílnum. Raikkönen gekk í raðir Ferrari frá McLaren í sumar. Formúla 1 9. janúar 2007 15:47
Kovalainen hræðist ekki Alonso Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen sem leysir Fernando Alonso af hólmi hjá liði Renault í Formúlu 1, segist tilbúinn í að veita heimsmeistaranum góða keppni á næsta tímabili. Alonso keppir fyrir McLaren á næsta tímabili eftir að hafa unnið titil ökuþóra tvö ár í röð hjá Renault. Formúla 1 4. janúar 2007 18:54
Massa segir Ferrari ekki hafa forskot Felipe Massa, annar ökumanna Ferrari í formúlu 1 kappakstrinum, segir að lið hans muni ekki hafa eins mikið forskot á næsta tímabili eins og margir vilja halda þar sem það hafi reynslu síðustu ára af dekkjum frá Bridgestone. Flest önnur lið formúlunnar hafa notað Michelin en þurfa að snúa sér að Bridgestone eftir að fyrrnefnda fyrirtækið hætti að framleiða dekk fyrir formúluna. Formúla 1 29. desember 2006 21:15
Alonso á sér nafna í Bretlandi Breskur íþróttaáhugamaður borgaði í síðustu viku 200 dollara til að breyta nafni sínu í Fernando Alonso, samkvæmt enska dagblaðinu Mirror. Maðurinn, sem áður hét David Fuller, heitir nú Fernando Alonso Rodney Trotter Ronaldinho. Formúla 1 29. desember 2006 16:15
Button: Ég er sami ökumaður og áður Ökuþórinn Jenson Button hjá Honda í formúlu 1 segir að fyrsti sigur hans á ferlinum, sem hann náði í Ungverjalandi á síðasta tímabili, hafi ekki breytt stíl hans sem ökumanni. Á þeim sjö mótum sem eftir voru af tímabilinu hafnaði Button ávallt í efstu fimm sætunum. Formúla 1 28. desember 2006 19:53
Fisichella óánægður með nýju dekkin Lið í formúlu 1 þurfa að gera breytingar á bremsubúnaði bíla sinna ef ökumenn þeirra eiga að geta ráðið við nýju Bridgestone-dekkinn, sem gerð eru úr nýrri tegund af gúmmí en áður hefur verið notast við. Þetta segir Giancarlo Fisichella hjá Renault. Formúla 1 26. desember 2006 09:15
Schumacher í fullri vinnu hjá Ferrari Michael Scumacher er vissulega hættur að aka fyrir Ferrari-liðið í formúlunni en honum er engu að síður ætlað stórt hlutverk hjá liðinu á næsta ári. Nú hefur verið tilkynnt að Schumacher mun verða helsti ráðgjafi liðsins í þróun keppnisbílsins og einnig þróun hina “hefðbundnu” Ferrari-bíla. Formúla 1 25. desember 2006 19:30
Alonso mjög fljótur á fyrstu æfingu Ónefndur bifvélaverki úr herbúðum McLaren segir að Spánverjinn Fernando Alonso hafi litið mjög vel út á sinni fyrstu æfingu á nýjum bíl. Hinn tvöfaldi heimsmeistari yfirgaf herbúðir Renault í sumar og mun keppa fyrir McLaren á næsta tímabili. Formúla 1 22. desember 2006 19:15
Button er einn af þremur bestu ökumönnunum Nick Fry, liðsstjóri Honda í Formúlu 1, segir að breski ökuþórinn Jenson Button sé einn af þremur bestu ökumönnunum heimsins í dag ásamt þeim Kimi Raikkönen og heimsmeistaranum Fernando Alonso. Formúla 1 14. desember 2006 19:30
Vilja að Raikkönen skáli fyrir luktum dyrum Jean Todt, yfirmaður Ferrari liðsins í Formúlu 1, segist ekki hafa neinar áhyggjur af drykkjuvenjum finnska ökuþórsins Kimi Raikkönen sem gengur í raðir liðsins - svo fremi sem hann skáli fyrir luktum dyrum. Formúla 1 12. desember 2006 21:40
Renault ætlar ekki að sleppa Alonso Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segir ekki koma til greina að liðið leyfi heimsmeistaranum Fernando Alonso að losna undan samningi sínum við liðið fyrr en um leið og hann rennur út um áramótin. Litlir kærleikar eru milli forráðamanna Renault og McLaren, en Alonso gengur til liðs við McLaren um áramót. Formúla 1 12. desember 2006 21:30
McLaren vill fá Alonso strax Forráðamenn McLaren í Formúlu 1 ætla að fara þess á leit við kollega sína hjá Renault að þeir leysi heimsmeistarann Fernando Alonso undan samningi nokkrum vikum fyrr en áætlað var svo hann geti hafið prófanir strax með nýja liðinu sínu. Formúla 1 6. desember 2006 20:51