Tveir hópar farenda fóru yfir landamæri Póllands í nótt Tveim hópum farenda tókst að komast frá Hvíta-Rússlandi og yfir til Póllands í nótt. Allir eru þeir nú í haldi landamæravarða í Póllandi. Erlent 10. nóvember 2021 11:03
ESB segir Lúkasjenka haga sér eins og glæpamaður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, um að laða flótta- og farandfólk til landsins og nota það í pólitískum tilgangi. Hegðun hans sé ómannúðleg og glæpsamleg. Erlent 9. nóvember 2021 15:45
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. Erlent 9. nóvember 2021 06:52
Pólverjar saka Hvítrússa um að smala fólki að landamærunum Pólverjar sökuðu í morgun stjórnvöld Hvíta-Rússlands um að undirbúa umfangsmikla ögrun með því að smala stórum hópi flótta- og farandfólks að landamærum Póllands. Fjöldi hermanna hafa verið sendir að landamærunum. Erlent 8. nóvember 2021 13:06
Þrír alvarlega særðir eftir stunguárás um borð í hraðlest Þrír eru alvarlega særðir eftir hnífaárás sem átti sér stað um borð í hraðlest í Þýskalandi. Lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 27 ára sýrlenskan mann. Ekki liggur fyrir hvað honum gekk til. Erlent 6. nóvember 2021 18:11
Ráðherra beðinn um að rökstyðja fullyrðingar sínar um flóttamenn Skorað hefur verið á Priti Patel, innanríkisráðherra Breta, að draga til baka eða rökstyðja fullyrðingar sem hún setti fram fyrir þingnefnd um að flestir þeir hælisleitendur sem kæmu til landsins á bátum væru ekki raunverulegir flóttamenn. Erlent 2. nóvember 2021 09:20
Lögregla rak vopnaða öfgamenn frá landamærum Þýskalands og Póllands Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa stöðvað fleiri en 50 öfgahægrimenn sem hugðust taka lögin í eigin hendur við landamærin að Póllandi til að hindra för flóttamanna. Erlent 24. október 2021 19:56
Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. Erlent 15. október 2021 07:05
Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. Erlent 6. október 2021 12:08
Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. Erlent 23. september 2021 14:11
Vísa hundruðum Haítíbúa úr landi þrátt fyrir ófremdarástand Bandaríkjastjórn flaug á fjórða hundrað Haítíbúum úr landi í gær og kom í veg fyrir að fjöldi annarra kæmist yfir landamærin frá Mexíkó. TIl stendur að senda enn fleiri Haítíbúa til síns heima þrátt fyrir hamfarir og pólitískan óstöðugleika þar. Erlent 20. september 2021 15:54
Óttast um öryggi gamals nemanda sem er enn fastur í Afganistan Alls hafa 33 einstaklingar komið til Íslands frá Afganistan með aðstoð stjórnvalda eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögur um móttöku flóttafólks frá landinu. Hefur sú tala haldist óbreytt frá því að herafli Vesturlanda yfirgaf Afganistan um síðustu mánaðamót. Innlent 14. september 2021 07:01
Breska strandgæslan fær heimild til að snúa flóttamönnum við Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur gefið bresku landamæragæslunni leyfi til að skipa bátum sem flytja flóttafólk yfir Ermarsund að snúa til baka til Frakklands. Erlent 9. september 2021 07:04
Átján sýrlenskir flóttamenn komu til landsins í dag Síðdegis í dag komu átján sýrlenskir flóttamenn frá Líbanon til Íslands og er von á 21 til viðbótar á morgun. Um er að ræða hluta þess hóps sem átti upphaflega að koma í fyrra en tafir urðu móttöku þeirra vegna faraldursins. Innlent 8. september 2021 18:20
Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. Innlent 6. september 2021 12:32
Kanada tekur við fimm þúsund afgönskum flóttamönnum Kanada mun taka á móti fimm þúsund afgönskum flóttamönnum og koma þeim fyrir í Kanada, sem komust frá Afganistan með hjálp Bandaríkjanna. Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Afganistan í morgun eftir tuttugu ára hersetu í landinu. Erlent 31. ágúst 2021 15:24
Hálf flugvél er ekki nóg Á síðustu árum hafa meira en hundrað manns flutt hingað frá Afganistan eða úr flóttamannabyggðum umhverfis landið. Það hefur lengi verið erfitt að búa þar, nú er það orðið stórhættulegt. Það er því eðlilegt að íslenskir Afganar vilji fá fjölskyldur sínar hingað, og að Afganar í hælisferli hér óttist að vera sendir þangað. Skoðun 27. ágúst 2021 13:31
Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. Erlent 27. ágúst 2021 12:01
Krefjast þess að stjórnvöld efni samninga og taki á móti fötluðu flóttafólki Landssamtökin Þroskahjálp krefjast þess að stjórnvöld hugi sérstaklega að því að taka á móti fötluðu flóttafólki frá Afganistan. Fáir hópar séu jafn berskjaldaðir við þær aðstæður nú ríki í landinu. Innlent 26. ágúst 2021 07:01
Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. Erlent 25. ágúst 2021 22:57
Hjól og hælisleitendur Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Skoðun 25. ágúst 2021 07:01
Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. Viðskipti erlent 24. ágúst 2021 19:46
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. Innlent 24. ágúst 2021 11:22
Leikmaður Bayern sendi „hugrakkasta íþróttaliði heims“ hvatningu Knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, hefur sent liði flóttamanna hvatningarbréf fyrir keppni þess á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hann segir um að ræða hugrakkasta íþróttalið heims. Sport 23. ágúst 2021 14:30
Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar. Innlent 23. ágúst 2021 13:31
Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. Erlent 23. ágúst 2021 13:08
Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. Erlent 22. ágúst 2021 00:00
Þrettán ríki hafa samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki Þrettán ríki hafa, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, samþykkt að taka við afgönsku flóttafólki. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja enn, en ríkisstjórninni hafa borist tillögur flóttamannanefndar um móttöku flóttafólks frá Afganistan hér á landi. Erlent 21. ágúst 2021 09:52
Flóttamannanefnd skilar tillögum um móttöku Afgana til ráðherra í dag Flóttamannanefnd mun skila tillögum sínum, um hvernig taka skuli á móti afgönsku flóttafólki, til ráðherra í dag. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu. Innlent 20. ágúst 2021 16:34
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. Innlent 18. ágúst 2021 07:35
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent