Átján sýrlenskir flóttamenn komu til landsins í dag Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 18:20 Sýrlensk börn í flóttamannabúðum í Líbanon. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Síðdegis í dag komu átján sýrlenskir flóttamenn frá Líbanon til Íslands og er von á 21 til viðbótar á morgun. Um er að ræða hluta þess hóps sem átti upphaflega að koma í fyrra en tafir urðu móttöku þeirra vegna faraldursins. „Þetta er annað hvort fólk sem hefur verið í flóttamannabúðum í Líbanon eða verið á eigin vegum. Flestir hafa búið við slæmar aðstæður og haft litla möguleika á því að vinna eða afla sér menntunar og krakkarnir hafa verið mislengi í skóla miðað við aldur,“ segir Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins. Fjölmenningarsetur og Rauði krossinn á Íslandi taka á móti fjölskyldunum á Keflavíkurflugvelli og fara með þær á farsóttahótel. Þar munu þær dvelja næstu fimm daga áður en þær fara til Reykjavíkur, Hafnafjarðar, Árborgar og Akureyrar. Sveitarfélögin sjá meðal annars um að veita fólkinu húsnæði en Rauði krossinn útvegar stuðningsaðila og býður upp á ýmsan sálfélagslegan stuðning. Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.Rauði krossinn Koma inn í nýtt móttökukerfi „Þau taka sér fyrstu vikurnar í að koma sér inn í samfélagið, sem tekur alltaf svolítinn tíma. Svo fara krakkar í grunnskóla í sínum hverfum og aðrir í nýtt samfélagsfræðsluprógram á vegum Vinnumálastofnunar og íslenskunám,“ segir Nína. Um er að ræða fyrstu kvótaflóttamennina sem koma inn í nýtt samræmt móttökukerfi stjórnvalda. Með breytingunni er öllu flóttafólki boðið upp á sambærilega þjónustu hvort sem það kemur hingað í boði stjórnvalda eða á eigin vegum og fá vernd hér á landi. Nína segir það von allra sem komi að móttöku flóttafólks að nýja kerfið komi til með að bæta og auðvelda ferlið. „Að þetta verði ekki bara einhver risastór átaksverkefni á einu sinni á ári þegar 50 til 70 manns koma heldur verði þetta eðlilegur hluti af því að sveitarfélögin og Rauði krossinn taki á móti og styðji við flóttafólk sem sest að á Íslandi.“ Von á fleirum á næstu mánuðum Til viðbótar við hópinn sem kemur í dag og á morgun er von á tveimur sýrlenskum fjölskyldum á næstu vikum sem koma á grundvelli fjölskyldusameiningar. Um er að ræða átta einstaklinga en mál þeirra fóru í bið þegar fjölskyldusamsetning þeirra breyttist eftir að farið var yfir mál þeirra á sínum tíma. Þá koma 20 Afganar til landsins þann 12. október sem hafa dvalið í Íran og hópur frá Kenía síðar á þessu ári. Átti allur þessi hópur upphaflega að koma í fyrra og við bætist það flóttafólk stjórnvöld hafa boðið til Íslands á yfirstandandi ári. Nína hvetur Íslendinga til að taka nýbúunum vel og jafnvel bjóða fram aðstoð sína. „Þetta eru tímabundnar erfiðar aðstæður sem við getum svo vel aðstoðað fólk við að komast í gegnum og ég hvet fólk til að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Það er mjög gefandi verkefni að kynnast fólki annars staðar frá og aðstoða þau við fyrstu skrefin. Okkur vantar líka sjálfboða.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Sýrland Tengdar fréttir Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. 7. september 2021 12:38 Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
„Þetta er annað hvort fólk sem hefur verið í flóttamannabúðum í Líbanon eða verið á eigin vegum. Flestir hafa búið við slæmar aðstæður og haft litla möguleika á því að vinna eða afla sér menntunar og krakkarnir hafa verið mislengi í skóla miðað við aldur,“ segir Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins. Fjölmenningarsetur og Rauði krossinn á Íslandi taka á móti fjölskyldunum á Keflavíkurflugvelli og fara með þær á farsóttahótel. Þar munu þær dvelja næstu fimm daga áður en þær fara til Reykjavíkur, Hafnafjarðar, Árborgar og Akureyrar. Sveitarfélögin sjá meðal annars um að veita fólkinu húsnæði en Rauði krossinn útvegar stuðningsaðila og býður upp á ýmsan sálfélagslegan stuðning. Nína Helgadóttir, teymisstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.Rauði krossinn Koma inn í nýtt móttökukerfi „Þau taka sér fyrstu vikurnar í að koma sér inn í samfélagið, sem tekur alltaf svolítinn tíma. Svo fara krakkar í grunnskóla í sínum hverfum og aðrir í nýtt samfélagsfræðsluprógram á vegum Vinnumálastofnunar og íslenskunám,“ segir Nína. Um er að ræða fyrstu kvótaflóttamennina sem koma inn í nýtt samræmt móttökukerfi stjórnvalda. Með breytingunni er öllu flóttafólki boðið upp á sambærilega þjónustu hvort sem það kemur hingað í boði stjórnvalda eða á eigin vegum og fá vernd hér á landi. Nína segir það von allra sem komi að móttöku flóttafólks að nýja kerfið komi til með að bæta og auðvelda ferlið. „Að þetta verði ekki bara einhver risastór átaksverkefni á einu sinni á ári þegar 50 til 70 manns koma heldur verði þetta eðlilegur hluti af því að sveitarfélögin og Rauði krossinn taki á móti og styðji við flóttafólk sem sest að á Íslandi.“ Von á fleirum á næstu mánuðum Til viðbótar við hópinn sem kemur í dag og á morgun er von á tveimur sýrlenskum fjölskyldum á næstu vikum sem koma á grundvelli fjölskyldusameiningar. Um er að ræða átta einstaklinga en mál þeirra fóru í bið þegar fjölskyldusamsetning þeirra breyttist eftir að farið var yfir mál þeirra á sínum tíma. Þá koma 20 Afganar til landsins þann 12. október sem hafa dvalið í Íran og hópur frá Kenía síðar á þessu ári. Átti allur þessi hópur upphaflega að koma í fyrra og við bætist það flóttafólk stjórnvöld hafa boðið til Íslands á yfirstandandi ári. Nína hvetur Íslendinga til að taka nýbúunum vel og jafnvel bjóða fram aðstoð sína. „Þetta eru tímabundnar erfiðar aðstæður sem við getum svo vel aðstoðað fólk við að komast í gegnum og ég hvet fólk til að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum. Það er mjög gefandi verkefni að kynnast fólki annars staðar frá og aðstoða þau við fyrstu skrefin. Okkur vantar líka sjálfboða.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Sýrland Tengdar fréttir Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. 7. september 2021 12:38 Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01 Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Sjá meira
Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. 7. september 2021 12:38
Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. 25. ágúst 2021 19:01
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22