Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Búa sig undir fjölgun kínverskra ferðamanna með fræðslufundi

Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frozen II innblásin af íslenskri náttúru

Disney-teiknimyndin Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim er innblásin af íslenskri náttúru. Glöggir áhorfendur geta vel séð íslenskt landslag í bakgrunni. Íslandsstofa segir þetta vera verðmæta landkynningu, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk.

Innlent
Fréttamynd

Færð á vegum og veður komin á sama Íslandskort

Í fyrsta sinn á Íslandi geta innlendir og erlendir ferðalangar séð allar upplýsingar sem tengjast færð og veðri á einu íslandskorti á vef Safetravel. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála tók kortið formlega í notkun í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Torfa­jökuls­svæðið er engu öðru líkt

Jarð­fræðingur telur að ef Torfa­jökuls­svæðið, sem Land­manna­laugar til­heyra, kæmist á Heims­minja­skrá UNESCO hefði það mikla þýðingu fyrir ferða­þjónustuna, vernd og rann­sóknir. Er á yfir­lits­skrá en var sett fyrir aftan Vatna­jökuls­þjóð­garð í for­gangs­röðinni.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys rakið til þess að ökumaður hafi sofnað eða misst athyglina

Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Innlent
Fréttamynd

Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin

Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð.

Innlent
Fréttamynd

Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða

Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Úr fimm bílum í tvö þúsund

Magnús Sverrir Þorsteinsson stofnaði Blue Car Rental árið 2010 ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Sædal Björgvinsdóttur. Þau fóru af stað með aðeins fimm bílaleigubíla en í dag telur bílaflotinn yfir tvö þúsund bíla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims

Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001.

Lífið
Fréttamynd

Sala Arion á TravelCo er á lokametrunum 

Einkaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á ferðaskrifstofusamstæðunni af Arion banka. Kaupin gætu klárast í þessum mánuði en óvíst er hvort íslensku eignirnar, Heimsferðir og Terra Nova, verða með í kaupunum.

Viðskipti innlent