Liv nýr stjórnarformaður Keahótela Liv Bergþórsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku í stjórn Keahótela. Viðskipti innlent 2. desember 2019 11:06
Búa sig undir fjölgun kínverskra ferðamanna með fræðslufundi Að mörgu þarf að huga við móttöku kínverskra ferðamanna því að menningarmunurinn getur verið mikill. Af því tilefni mun Íslandsstofa standa fyrir fræðslufundi þann 22. janúar í samvinnu við Ferðamálastofu, kínverska sendiráðið, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustu og Íslenska-kínverska verslunarráðið. Viðskipti innlent 29. nóvember 2019 08:30
Frozen II innblásin af íslenskri náttúru Disney-teiknimyndin Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim er innblásin af íslenskri náttúru. Glöggir áhorfendur geta vel séð íslenskt landslag í bakgrunni. Íslandsstofa segir þetta vera verðmæta landkynningu, sérstaklega fyrir fjölskyldufólk. Innlent 29. nóvember 2019 07:45
Færð á vegum og veður komin á sama Íslandskort Í fyrsta sinn á Íslandi geta innlendir og erlendir ferðalangar séð allar upplýsingar sem tengjast færð og veðri á einu íslandskorti á vef Safetravel. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála tók kortið formlega í notkun í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík í gær. Innlent 28. nóvember 2019 10:07
Bændurnir sem búa við besta útsýnið í dyrnar á Dyrhólaey Bændurnir á Vatnsskarðshólum eru þeir sem besta útsýnið hafa í dyrnar á Dyrhólaey. Þeir eru samt með þeim fáu í Mýrdal sem hafa ekki haslað sér völl í ferðaþjónustu, Lífið 28. nóvember 2019 10:04
Torfajökulssvæðið er engu öðru líkt Jarðfræðingur telur að ef Torfajökulssvæðið, sem Landmannalaugar tilheyra, kæmist á Heimsminjaskrá UNESCO hefði það mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustuna, vernd og rannsóknir. Er á yfirlitsskrá en var sett fyrir aftan Vatnajökulsþjóðgarð í forgangsröðinni. Innlent 28. nóvember 2019 06:59
Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. Innlent 27. nóvember 2019 13:00
Eva kallar á kindurnar sínar í Dyrhólahverfi Húsfreyjan Eva Dögg Þorsteinsdóttir í Mýrdal notar óvenjulega aðferð til að hóa í kindurnar sínar. Það mátti sjá og heyra í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Lífið 26. nóvember 2019 17:30
Banaslys rakið til þess að ökumaður hafi sofnað eða misst athyglina Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Innlent 26. nóvember 2019 11:51
Lægri tekjur af ferðaþjónustu Tekjur af samgöngum og flutningum á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 18,3 milljarða króna eða 21,7 prósent. Mestur samdráttur var í tekjum af flugi með farþega. Viðskipti innlent 26. nóvember 2019 06:45
Hættu með kýrnar og byggðu upp stærsta hótel hreppsins Nánast allir sveitabæir í Mýrdal eru komnir í ferðaþjónustu og er hefðbundinn búskapur mjög á undanhaldi. Erlendum starfsmönnum hefur fjölgað svo að rótgrónir Mýrdælingar segjast varla þekkja helming íbúanna. Innlent 25. nóvember 2019 21:45
Yfirlögregluþjónn vill auka löggæslu til að sporna gegn hraðakstri Töluverðar fjárhæðir tapast ár hvert vegna óborgaðra hraðasekta. Ítrekað kemur upp sú staða að erlendir ferðamenn fái háar fjársektir fyrir of háan akstur, sem kemst upp um í gegn um hraðamyndavélar, en þær eru aldrei borgaðar. Innlent 25. nóvember 2019 18:17
Náði myndskeiði af utanvegaakstri sem leiddi til 150 þúsund króna sektar Ökumaður jepplings á Suðurlandi var sektaður um 150 þúsund krónur í síðustu viku fyrir að hafa ekið í hringi utan vegar á Skeiðarársandi. Þetta kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á Suðurlandi um verkefni síðustu viku. Innlent 25. nóvember 2019 13:22
Ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við áður en ég úreldist "Ég ætla rétt að vona að sveitaböllin lifni við aftur og ég geti tekið nokkur áður en ég úreldist,“ segir húsfreyjan í Þórisholti í Mýrdal, Halla Ólafsdóttir, og skellihlær. Lífið 24. nóvember 2019 08:15
Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Innlent 23. nóvember 2019 15:00
Erlend stórfyrirtæki eru ráðandi í sölu íslenskrar ferðaþjónustu og njóta sérstakrar skattaívilnana Erlendir ferðamenn skipuleggja og kaupa dvöl sína hér á landi (og annars staðar) að stórum hluta í gegnum umsvifamiklar sölusíður á netinu. Skoðun 21. nóvember 2019 09:15
Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Innlent 21. nóvember 2019 06:51
Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. Lífið 20. nóvember 2019 14:15
Langþráð markmið næst með lagningu rafmagns í Langadal og Bása Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við lagningu rafmagns í Langadal og Bása í Þórsmörk. Fyrir vikið verða ekki lengur brenndir þúsundir lítra af olíu á þessum vinsæla ferðamannastað. Innlent 20. nóvember 2019 12:01
Nota frárennsli til að hita upp stíg Útivistarstígurinn Stangarbakkavegur á Húsavík hefur að mestu leyti tekið á sig mynd en hann er upphitaður með frárennsli. A Innlent 20. nóvember 2019 06:00
Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. Innlent 19. nóvember 2019 18:04
Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. Innlent 19. nóvember 2019 17:15
Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu. Innlent 18. nóvember 2019 21:34
Vilja geta lokað áður en fólk lendir í sjónum Fjögur ráðuneyti hafa ákveðið að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Innlent 18. nóvember 2019 12:02
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. Innlent 16. nóvember 2019 10:00
Úr fimm bílum í tvö þúsund Magnús Sverrir Þorsteinsson stofnaði Blue Car Rental árið 2010 ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Sædal Björgvinsdóttur. Þau fóru af stað með aðeins fimm bílaleigubíla en í dag telur bílaflotinn yfir tvö þúsund bíla. Viðskipti innlent 15. nóvember 2019 08:00
Björgólfur Jóhannsson í leyfi hjá Íslandsstofu Björgólfur Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. Viðskipti innlent 14. nóvember 2019 16:15
Veitir samþykki fyrir stóru hóteli í Þjórsárdal Forsætisráðherra hefur veitt samþykki sitt fyrir því að Skeiða- og Gnúpverjahreppur gangi til samninga við Rauðakamb ehf. um uppbyggingu hótels í hlíðum Rauðakambs í Þjórsárdal innan þjóðlendu sem nefnist Búrfells- og Skeljafellssvæði. Viðskipti innlent 14. nóvember 2019 13:45
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. Lífið 13. nóvember 2019 09:27
Sala Arion á TravelCo er á lokametrunum Einkaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á ferðaskrifstofusamstæðunni af Arion banka. Kaupin gætu klárast í þessum mánuði en óvíst er hvort íslensku eignirnar, Heimsferðir og Terra Nova, verða með í kaupunum. Viðskipti innlent 13. nóvember 2019 06:30