Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 01:25 Frá aðgerðum við Langjökul í kvöld en afar lítið skyggni er á svæðinu og mjög slæmt veður. vísir/landsbjörg Uppfært klukkan 02:07: Allir ferðamennirnir eru nú komnir af vettvangi við Langjökul og er verið að ferja þá niður til byggða samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi. Fyrsti viðkomustaður þeirra verður Gullfosskaffi þar sem hlúð verður að þeim og ástand þeirra metið en Sveinn Kristján segir ferðamennina heila á húfi fljótt á litið. Þeir séu vissulega kaldir og blautir en enginn sé slasaður eða veikur. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Afar erfiðar aðstæður hafa verið í og við Langjökul.andsbjörg Ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum Fyrstu björgunarsveitarmenn sem komu á vettvang voru á snjósleðum. Fyrsti snjóbíllinn kom á vettvang skömmu síðar og fór af vettvangi um klukkan eitt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en ekki var ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum. Búið var að forgangsraða þeim sem áttu að fara fyrst niður, þeirra á meðal voru börnin sem voru í hópi ferðamannanna en það yngsta er sex ára gamalt. Næstu snjóbílar komu svo til að ferja restina af hópnum niður á næsta klukkutímanum. Davíð segir ferðamennina kalda og nokkuð skelkaða enda búnir vera úti við í um það bil tólf tíma. Útkall um að fólkið væri í vandræðum barst um klukkan 20 í gærkvöldi. Séð innan úr einum bíl Landsbjargar í kvöld.landsbjörg Vont veður, þung færð og lítið sem ekkert skyggni Langan tíma tók fyrir viðbragðsaðila að komast á staðinn vegna þess hversu slæmt veðrið er og færðin þung. Þá er lítið sem ekkert skyggni á svæðinu. „Þeir sem eru þarna uppi segja að veðrið sé mjög vont og að það sé að versna þannig að höfuðáherslan er á það að flytja fólkið niður á veg þaðan sem það verður flutt áfram á Gullfosskaffi. Þar verður farið yfir hópinn og ef það þarf að flytja einhverja áfram til einhverrar aðhlynningar þá verður það gert með sjúkrabílum,“ segir Davíð. Davíð segir forgangsatriði að hlúa að fólkinu þegar það kemur niður í byggð og hlýja því en þegar fólk er úti í kulda og svo slæmu veðri jafnlengi og ferðamennirnir hafa verið er hætta á ofkælingu. „Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð á Selfossi og að öllum líkindum fer stór hluti hópsins þangað því það þarf að hlúa að þeim þar sem þau eru flest nokkuð skelkuð eftir veruna þarna upp frá. Það er ekkkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður,“ segir Davíð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:07. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Uppfært klukkan 02:07: Allir ferðamennirnir eru nú komnir af vettvangi við Langjökul og er verið að ferja þá niður til byggða samkvæmt upplýsingum frá Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi. Fyrsti viðkomustaður þeirra verður Gullfosskaffi þar sem hlúð verður að þeim og ástand þeirra metið en Sveinn Kristján segir ferðamennina heila á húfi fljótt á litið. Þeir séu vissulega kaldir og blautir en enginn sé slasaður eða veikur. Það var upp úr klukkan hálfeitt í nótt sem fyrstu björgunarsveitarmenn komu að ferðamönnunum sem voru fastir uppi við Langjökul. Ferðamennirnir, alls 39 talsins, höfðu verið í vélsleðaferð á Langjökli með ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Icleand sem hófst um klukkan 13 í gærdag. Þegar ferðamennirnir komust ekki leiðar sinnar niður af hálendinu vegna ófærðar og veðurs brugðu þeir á það ráð að grafa sig í fönn. Þeir komust síðar í skjól í tvo litla bíla á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins. Afar erfiðar aðstæður hafa verið í og við Langjökul.andsbjörg Ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum Fyrstu björgunarsveitarmenn sem komu á vettvang voru á snjósleðum. Fyrsti snjóbíllinn kom á vettvang skömmu síðar og fór af vettvangi um klukkan eitt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en ekki var ekki hægt að ferja fólkið niður öðruvísi en á snjóbílum. Búið var að forgangsraða þeim sem áttu að fara fyrst niður, þeirra á meðal voru börnin sem voru í hópi ferðamannanna en það yngsta er sex ára gamalt. Næstu snjóbílar komu svo til að ferja restina af hópnum niður á næsta klukkutímanum. Davíð segir ferðamennina kalda og nokkuð skelkaða enda búnir vera úti við í um það bil tólf tíma. Útkall um að fólkið væri í vandræðum barst um klukkan 20 í gærkvöldi. Séð innan úr einum bíl Landsbjargar í kvöld.landsbjörg Vont veður, þung færð og lítið sem ekkert skyggni Langan tíma tók fyrir viðbragðsaðila að komast á staðinn vegna þess hversu slæmt veðrið er og færðin þung. Þá er lítið sem ekkert skyggni á svæðinu. „Þeir sem eru þarna uppi segja að veðrið sé mjög vont og að það sé að versna þannig að höfuðáherslan er á það að flytja fólkið niður á veg þaðan sem það verður flutt áfram á Gullfosskaffi. Þar verður farið yfir hópinn og ef það þarf að flytja einhverja áfram til einhverrar aðhlynningar þá verður það gert með sjúkrabílum,“ segir Davíð. Davíð segir forgangsatriði að hlúa að fólkinu þegar það kemur niður í byggð og hlýja því en þegar fólk er úti í kulda og svo slæmu veðri jafnlengi og ferðamennirnir hafa verið er hætta á ofkælingu. „Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð á Selfossi og að öllum líkindum fer stór hluti hópsins þangað því það þarf að hlúa að þeim þar sem þau eru flest nokkuð skelkuð eftir veruna þarna upp frá. Það er ekkkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður,“ segir Davíð.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:07.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08