Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Hefja gjaldtöku við Hraunfossa

Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana.

Innlent
Fréttamynd

Hindra ekki fólk í að hægja sér

Erfiðlega gengur að koma í veg fyrir að ferðamenn geri þarfir sínar á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir þó salernisaðstöðuna vera í góðu lagi, ábyrgðin sé hjá ferðamönnunum. Vandinn sé víðar en á Þingvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Segjast finna fyrir því að hægist á komum ferðamanna

Þegar evran fór í 120 krónur fóru ferðamenn að halda veskinu þéttar að sér og afbóka ferðir til Íslands. Forstöðumaður Ferðamálastofu segir að svo virðist sem sársaukamörkin hafi legið við 120 króna markið. Krónan sé að koma

Innlent
Fréttamynd

Ísfirskir krakkar selja ferðamönnum lambaknús

Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið

Samningaviðræður standa yfir á milli Reita og alþjóðlegrar hótelkeðju. Ritað verður undir samninga síðar í sumar ef allar forsendur ganga eftir. Herbergjafjöldi verður um 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ögrandi skilaboð skrifuð í mosa við Nesjavelli

"Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við "send nudes“ og "life“ svo einhver séu nefnd.

Innlent