Eiga von á samdrætti í sölu á ferðum til Íslands Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2017 09:59 Ferðamenn í Reykjadal. Vísir/Eyþór Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira