Eiga von á samdrætti í sölu á ferðum til Íslands Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2017 09:59 Ferðamenn í Reykjadal. Vísir/Eyþór Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Íslandsstofu sem gerði könnun í júní meðal erlendra aðila sem selja ferðir til Íslands. Spurt var um viðhorf þeirra til þróunar íslenskrar ferðaþjónustu, væntingar til sölu á ferðum í ár annars vegar og á næsta vetrartímabili hins vegar. Sambærileg könnun var gerð í desember síðastliðinn. Niðurstöður gefi til kynna að erlendir söluaðilar geri minni væntingar til næsta sölutímabils miðað við fyrri könnun en meirihluti söluaðila segist þó enn upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands.Mikilvægt að fylgjast með aðstæðum á mörkuðum Haft er eftir Ingu Hlín Pálsdóttur, forstöðumanni ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, að mikilvægt sé að fylgjast vel með aðstæðum á mörkuðum til að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. „Við eigum í góðu samstarfi við hagaðila í ferðaþjónustu á Íslandi og það er mikilvægt að allir séu vel upplýstir um stöðu mála. Við sjáum aðvörunarljós á ákveðnum mörkuðum en um leið er jákvætt að meirihluti söluaðila er enn að upplifa svipaða eða aukna sölu. Við leggjum áherslu á að vera í góðum tengslum við erlenda söluaðila og fylgjast með væntingum og vísbendingum svo hægt sé að bregðast við breytingum,“ segir Inga Hlín. Í tilkynningunni segir að í júní hafi 73 prósent allra svarenda sagst upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um sjö prósent frá fyrri könnun. „Um 66% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu á ferðum til Íslands veturinn 2017/2018, en þar er lækkun um 17% frá síðustu könnun. Væntingar söluaðila í Bretlandi fyrir árið 2017 og næsta vetrartímabil lækka um ríflega fjórðung milli kannana. Í júní segjast 54% upplifa svipaða eða aukna sölu á ferðum til Íslands árið 2017 sem er lækkun um 27,5% frá fyrri könnun sex mánuðum fyrr. Hlutfallið fer niður í 46% þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn sem er lækkun um 29% frá fyrri könnun. Lækkun væntinga milli kannana er enn meiri hjá söluaðilum í Mið- og Suður-Evrópu. Í júní búast 61,5% við svipaðri eða aukinni sölu árið 2017 sem er lækkun um tæpan þriðjung eða 32,5% frá fyrri könnun. Þegar spurt er um væntingar fyrir veturinn er hlutfallið 63% sem er lækkun um 25,8%.Stöðugra í N-Ameríku og á Norðurlöndunum 93% svarenda í N-Ameríku upplifa svipaða eða aukna sölu árið 2017 sem er nánast það sama og í fyrri könnun. 87% svarenda eiga von á svipaðri eða aukinni sölu um veturinn sem er lækkun um 7,5% frá fyrri könnun. Hlutfallið meðal svarenda á Norðurlöndunum er 75% fyrir árið 2017 sem er lækkun um 6,3% frá fyrri könnun en þegar spurt er um veturinn fer hlutfallið í 71% sem er 5% hækkun frá fyrri könnun,“ segir í tilkynningunni. Könnunin var send í tölvupósti á erlendar ferðaskrifstofur sem selja ferðir til Íslands og svarendur voru 165.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira