Stórsöngvari skammar Hörpu fyrir kauðsleg klósettskilti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2017 18:00 Hægt er að greiða með kreditkorti fyrir aðgang að klósettunum í kjallara Hörpu. 300 krónur og málið er dautt. Vísir Óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, sá Íslendingur sem að margra mati hefur náð lengst á sviði sönglistarinnar, lenti í orðaskaki við starfsmann Hörpu í morgun. Ástæðan var sú að Kristni, sem verður á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld ásamt rjóma íslenskra söngvara, var brugðið eftir að hafa séð skilti vegna gjaldskyldu fyrir salernin í kjallara Hörpu. Eins og fram hefur komið hófst gjaldskylda í tónleika- og ráðstefnuhúsinu í sumar og kostar 300 krónur að gera þarfir sínar. „Ég var þarna áðan og lenti í smá orðasennu við þennan unga mann,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Hann lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook.Kristinn Sigmundsson er að flestra mati númer eitt í íslenska óperuheiminum.Vísir/GVAHello is it WC you're looking for„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi: “Hello is it WC you're looking for?” Eða “Dream a little dream of WC...” “Gotta go?”Hvaða giljagaurum datt þetta eiginlega í hug?Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim: “We don't take pictures here”. Ég sagði honum “it's a free country” . -“Not here” sagði hann og benti aftur fyrir sig“.„Ég nenni ekki að tíunda frekar orðaskiptin en ég skora á náðhúsadeild Hörpu að endurskoða þetta. Svo mætti gjarnan ráða í þetta trúnaðarstarf fólk sem talar Íslensku og kann almenna mannasiði. Það gildir reyndar líka um starfsmenn í bílakjallaranum. Þetta er menningarhús.“Textinn á skiltunum er augljós tilvísun í texta úr tveimur popplögum. Annars vegar Hello með Lionel Ritchie og Dream a little dream sem fjölmargir popparar hafa sungið í gegnum tíðina.Að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við Hello.Ósmekklegt og plebbalegt Kristinn segir í samtali við Vísi að auðvitað sé ekki um neitt stórmál að ræða. Honum hafi þó fundist eðlilegt að vekja athygli á þessu enda skiltin hrikalega ósmekkleg. „Þetta er bara aulalegt og særir augað og máltilfinninguna. Þetta er Menningahrús Íslendinga. Af hverju að vera með einhverja klósettfrasa á ensku?“ Söngvarinn á ekki von á öðru en að skiltin verði endurskoðuð. „Það tekur engu tali hvað þetta er ósmekklegt og plebbalega að þessu staðið.“Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar sagði Diljá Ámundardóttir þegar gjaldtakan var kynnt í júní.VísirVarðandi gjaldskylduna sjálfa segir hann eflaust mega færa fyrir því rök. „Áður en var gjaldskylda var þetta stærsta almenningsklósett á Íslandi. Rúturnar komu með túristina. Sorgarsaga salerna á Íslandi. Frekar en að skíta í garð á Túngötunni fer fólk í Hörpu. Þetta voru aðallega túristar sem notuðu þetta.“ 2,6 milljarða króna taprekstur var á Hörpu á árunum 2011 til 2016. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sagði við Vísi á dögunum að klósettgjaldið og sömuleiðis gjald fyrir að skoða húsið, 1500 krónur, sé meðal annars liður í að auka tekjur hússins. Kristinn verður sem fyrr segir í eldlínunni í Hörpu í kvöld með stórskotaliði óperunnar og klassískrar tónlistar á Íslandi. Þá verða uppáhalds óperuaríur Íslendinga verða fluttar af Sinfóníuhljómsveit Íslands og íslenskum óperusöngvurum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, sá Íslendingur sem að margra mati hefur náð lengst á sviði sönglistarinnar, lenti í orðaskaki við starfsmann Hörpu í morgun. Ástæðan var sú að Kristni, sem verður á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld ásamt rjóma íslenskra söngvara, var brugðið eftir að hafa séð skilti vegna gjaldskyldu fyrir salernin í kjallara Hörpu. Eins og fram hefur komið hófst gjaldskylda í tónleika- og ráðstefnuhúsinu í sumar og kostar 300 krónur að gera þarfir sínar. „Ég var þarna áðan og lenti í smá orðasennu við þennan unga mann,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Hann lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook.Kristinn Sigmundsson er að flestra mati númer eitt í íslenska óperuheiminum.Vísir/GVAHello is it WC you're looking for„Ég er ekki alveg viss um hvað mér á að finnast um gjaldskylduna en þessi skilti eru fyrir neðan allt. Hallærisleg að öllu leyti, og þar að auki bara á ensku. Og það í einu af helstu menningarhúsum á Íslandi: “Hello is it WC you're looking for?” Eða “Dream a little dream of WC...” “Gotta go?”Hvaða giljagaurum datt þetta eiginlega í hug?Þegar ég tók myndirnar æpti hlandkerinn á mig á vondri ensku með slavneskum hreim: “We don't take pictures here”. Ég sagði honum “it's a free country” . -“Not here” sagði hann og benti aftur fyrir sig“.„Ég nenni ekki að tíunda frekar orðaskiptin en ég skora á náðhúsadeild Hörpu að endurskoða þetta. Svo mætti gjarnan ráða í þetta trúnaðarstarf fólk sem talar Íslensku og kann almenna mannasiði. Það gildir reyndar líka um starfsmenn í bílakjallaranum. Þetta er menningarhús.“Textinn á skiltunum er augljós tilvísun í texta úr tveimur popplögum. Annars vegar Hello með Lionel Ritchie og Dream a little dream sem fjölmargir popparar hafa sungið í gegnum tíðina.Að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við Hello.Ósmekklegt og plebbalegt Kristinn segir í samtali við Vísi að auðvitað sé ekki um neitt stórmál að ræða. Honum hafi þó fundist eðlilegt að vekja athygli á þessu enda skiltin hrikalega ósmekkleg. „Þetta er bara aulalegt og særir augað og máltilfinninguna. Þetta er Menningahrús Íslendinga. Af hverju að vera með einhverja klósettfrasa á ensku?“ Söngvarinn á ekki von á öðru en að skiltin verði endurskoðuð. „Það tekur engu tali hvað þetta er ósmekklegt og plebbalega að þessu staðið.“Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar sagði Diljá Ámundardóttir þegar gjaldtakan var kynnt í júní.VísirVarðandi gjaldskylduna sjálfa segir hann eflaust mega færa fyrir því rök. „Áður en var gjaldskylda var þetta stærsta almenningsklósett á Íslandi. Rúturnar komu með túristina. Sorgarsaga salerna á Íslandi. Frekar en að skíta í garð á Túngötunni fer fólk í Hörpu. Þetta voru aðallega túristar sem notuðu þetta.“ 2,6 milljarða króna taprekstur var á Hörpu á árunum 2011 til 2016. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, sagði við Vísi á dögunum að klósettgjaldið og sömuleiðis gjald fyrir að skoða húsið, 1500 krónur, sé meðal annars liður í að auka tekjur hússins. Kristinn verður sem fyrr segir í eldlínunni í Hörpu í kvöld með stórskotaliði óperunnar og klassískrar tónlistar á Íslandi. Þá verða uppáhalds óperuaríur Íslendinga verða fluttar af Sinfóníuhljómsveit Íslands og íslenskum óperusöngvurum undir stjórn Daníels Bjarnasonar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira