Önnur nálgun Ratsjárstofnun hefur í tvo áratugi annast einn þátt loftvarnareftirlits með mjög öflugu ratsjárkerfi. Starfsemin hefur verið snar þáttur í vörnum landsins. Bandaríkjamenn hafa greitt rekstrarkostnaðinn. Um miðjan næsta mánuð heyrir kostun þeirra á verkefninu hins vegar sögunni til. Fastir pennar 27. júlí 2007 08:00
Húslestur Ein af kostulegri reglum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eftir að bjórbanninu sleppti var að lengi mátti ekki kaupa bjór í stykkjatali, heldur varð að kaupa að minnsta kosti kippu. Það var sem háttsettir embættismenn hafi óttast að almúgafólk myndi valsa inn í Ríkið, kaupa einn bjór og drekka hann. Bakþankar 27. júlí 2007 07:00
Fortíðin er geymd Suður-Afríka ein stendur á bak við meira en þriðjung allrar framleiðslu Afríkulanda sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Hlutfallið hefur haldizt stöðugt síðan 1960, en það hefur þó farið heldur lækkandi síðan 1985. Fastir pennar 26. júlí 2007 08:00
Þrífast börnin best á misjöfnu? Á misjöfnu þrífast börnin best,“ segir í gömlu íslensku máltæki sem enn á 21. öldinni virðist lifa góðu lífi. Þetta gamla máltæki lýsir enda nokkuð vel viðhorfi íslensku þjóðarsálarinnar til barna, eða í það minnsta viðhorfi sem hefur verið í fullu gildi til skamms tíma. Fastir pennar 26. júlí 2007 07:00
Landsbyggðin og strætó Á Íslandi búa tvær þjóðir. Ef ekki fleiri. Önnur þjóðin græðir á tá og fingri á alls konar rugli sem maður skilur ekkert í og lifir svo hátt að annað eins hefur ekki sést í Íslandssögunni. Bakþankar 26. júlí 2007 05:45
Megavika kirkjunnar Mér fannst gaman að ganga til prestsins. Frásagnirnar voru mér ekki framandi, enda hafði ég sótt sunnudagaskóla í marga vetur. Eftir fermingu hélt ég áfram að velta Guði fyrir mér en aldrei tókst mér samt að finna eirð í mínum beinum í messu. Bakþankar 25. júlí 2007 00:01
Aðstæður geta breyst Íslenskt hagkerfi er örugglega betur í stakk búið nú til að takast á við neikvæða umræðu á borð við þá sem fór af stað á fyrri hluta síðasta árs. Fastir pennar 25. júlí 2007 00:01
Ljóminn í ellinni Fátt hefur vakið með mér óttalegri hugrenningar en frásögn konu af því hvernig barnatrú linaði ótta ömmu hennar eftir að hrörnunarsjúkdómur hafði hrifsað burtu nær allar minningar hennar af lífinu. Konan taldi þetta til marks um það hve sálmar og bænir sem börn lærðu fyrr á tímum gætu komið að gagni síðar meir. Bakþankar 24. júlí 2007 00:01
Áfengi og vextir Pólitísk umræðuhefð á Íslandi kallar ekki á að orðum fylgi ábyrgð. Meira er um vert að þau veki athygli. Hún er oftar en ekki sett skör hærra en ábyrgðin sem að baki býr. Tvö nýleg dæmi segja sína sögu um þetta. Fastir pennar 23. júlí 2007 08:00
Að muna ártöl Ef tímatal okkar væri miðað við Miklahvell væri býsna erfitt að setja á sig ártöl úr mannkynssögunni. Til dæmis að muna að Kristur fæddist árið 13699999993 og Múhameð flýði frá Mekka til Medína árið 13699998615 og Ísland varð lýðveldi árið 13999998056. Bakþankar 23. júlí 2007 07:00
Trúarfíkn Í einni af skáldsögum Terrys Pratchetts kemst Dauðinn að þeirri niðurstöðu að lífið sé vanabindandi. Enginn getur hætt eftir fyrsta andardráttinn, sá fyrsti kallar á þann næsta og þannig koll af kolli uns fólk leggur sig í kjánalega framkróka og veður eld og brennistein til þess eins að halda lífi. Bakþankar 22. júlí 2007 07:00
Ómetanleg saga af litlum hundi Hlín Agnarsdóttir leikskáld og Haraldur Ólafsson veðurfræðingur voru í bráðskemmtilegu spjalli í Fréttablaðinu í gær. Meðal þess sem bar á góma var fréttaflutningur af kjölturakkanum Lúkasi, sem er orðinn þjóðþekktur fyrir meintan skelfilegan dauðdaga, upprisu og almennar píslir sem mál hans hefur leitt yfir alla sem koma við sögu. Fastir pennar 22. júlí 2007 07:00
Strákur sem galdrar börn að bókum Síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kemur út í dag. Þar með er endahnútur bundinn á sögu þessa óvenjulega drengs sem kynntur var í fyrstu bókinni fyrir tíu árum, drengsins sem með töframætti sínum fékk milljónir barna til að hverfa inn í ævintýraheim bókarinnar sem mörg þeirra hefðu líklega ekki kynnst ella. Fastir pennar 21. júlí 2007 09:00
Þegar Einar Oddur er allur Við heilsuðumst kurteislega og kankvíslega í vor, þegar sumarþingið tók til starfa. Það var alltaf blik í augunum á honum Einari Oddi, prakkaraskapur, glettni. Bros. Fastir pennar 21. júlí 2007 07:30
Vínverð Nokkur umræða hefur verið undanfarið um álagningu á léttvín og bjór. Þeir sem kaupa sér slíka vökva úr búð hér á landi eru tilnneyddir til þess að greiða til ríkisins óheyrilega hátt hlutfall af söluverði vörunnar, allt upp í 90%, og eru röksemdirnar fyrir þessu einkum sagðar þær að með því að hafa verðið nógu hátt verði komið í veg fyrir að fólk fari illa út úr viðureigninni við Bakkus. Bakþankar 21. júlí 2007 06:30
Eiturefnaslysið Ég er á gangi í dimmum undirgöngum í Laugardalnum. Það hefur orðið eiturefnaslys í sundlauginni og mengunin hefur breiðst út um dalinn. Í sýrupolli í undirgöngunum liggja þrjú börn á grúfu. Ég tek tvö þeirra upp og legg við öxl mér, rauðir blettir á höfði þeirra. Hið þriðja sýnist mér þegar látið og ég læt það því liggja, en arka af stað með hin tvö í leit að einhverjum sem getur keyrt þau á sjúkrahús og mig heim. Bakþankar 20. júlí 2007 00:01
Um veðrið og verðið Í miðri hitabylgjunni bárust þær fréttir enn einu sinni að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Þýðir það ekki nokkurn veginn að Ísland sé dýrasta land í heimi? Auðvitað nennti ég ekki að spá í þetta frekar en aðrir og bar bara meiri sólarvörn á skallann á mér. Bakþankar 19. júlí 2007 00:01
Strengir Einmitt þegar hver réttlát sál hugsar vart um annað en þorskkvóta og kolefnisjöfnun get ég varla vikið Glitni úr huga mér. Daglega og oft á dag verður mér hugsað til þeirrar ágætu stofnunar. Bakþankar 18. júlí 2007 08:00
Slæm samheldni Umræður um nýja eigendur Hitaveitu Suðurnesja hafa kallað fram ólíkt pólitískt tungutak. Hugtakið einkavæðing er helsta bitbeinið. Í ljósi þess að hér er að stærstum hluta til um einokunarrekstur að ræða er eðlilegt að spurningarmerki séu sett um einkavæðingu. Fastir pennar 18. júlí 2007 05:00
Sparisjóðirnir þurfa að breytast SPRON hefur upplýst um fyrstu skref stjórnar sjóðsins í þá átt að breyta honum í hlutafélag. Stórfelldar breytingar hafa átt sér stað á bankamarkaði hér á örfáum árum þar sem smábankar hafa breyst í alþjóðlegar fjármálastofnanir. Fastir pennar 18. júlí 2007 00:45
Lúkas og sagnahefðin lifa enn Sældarlíf í framandi löndum getur reynt á taugar einfaldra sála. Ég hef ánægju af því að dreypa á góðum vínum en á erfitt með að taka þátt í stásslegum umræðum um blæbrigði þeirra. Bakþankar 17. júlí 2007 08:30
Sjúkraflutningar í ólestri úti á landi Líf og heilsa getur beinlínis oltið á því hvar á landinu maður er staddur þegar hann veikist eða verður fyrir slysi. Ljóst er að mikill misbrestur er á sjúkraflutningaþjónustu sums staðar á landinu. Fastir pennar 17. júlí 2007 05:00
Sauðkindurnútímans Ef manneskja stendur úti á miðri götu og hefur gleymt bílaumferðinni við að taka mynd af Leifi heppna með Hallgrímskirkju í baksýn eru yfirgnæfandi líkur á því að þetta sé svonefndur túristi. Þeirra vegna verða ökumenn að gæta sérstakrar varúðar. Bakþankar 16. júlí 2007 05:30
Biljónsdagbók 15.7.2007 OMXI15 var 8.701,60, þegar heilinn bilaði í sjálfvirku garðsláttuvélinni, og Dow Jones var 13.577,30 þegar vélin var búin að tæta 70 sentímetra skarð í gegnum dalíubeðið og mér tókst loks að stöðva hana mitt inni í rósareitnum sem Mallí var verðlaunuð fyrir á ársþingi Garðyrkjufélagsins í september. Bakþankar 15. júlí 2007 00:01
Þorskur fer Ég heyrði um daginn af stálverksmiðju í Þýskalandi sem um nokkurra áratuga skeið hafði séð nærsveitarmönnum fyrir atvinnu. Einn daginn gerðist það að verksmiðjan var keypt af Kínverjum. Flestir bjuggust við að lítið myndi breytast við þetta, en það var nú aldeilis ekki. Bakþankar 14. júlí 2007 00:01
Eftir hverju er verið að bíða? Nú í júlí eru rétt tvö ár liðin frá því að skattheimta af dísilolíu var einfölduð. Þungaskattur var felldur niður og í hans stað var olíugjaldið hækkað. Eitt af yfirlýstum markmiðum breytinganna var að fjölga dísilbílum í fólksbílaflota þjóðarinnar. Fyrir vikið átti bílaflotinn að gefa frá sér minna magn gróðurhúsalofttegunda og þar með verða umhverfisvænni. Fastir pennar 13. júlí 2007 06:15
Bréf til Einars Más Kæri Einar Már Jónsson! Þar sem þú situr úti í París, hefur þú skrifað bók gegn frjálshyggju, Bréf til Maríu. Þú hefur augljóslega hugsað þér að skrifa nýtt Bréf til Láru. En þú ert enginn Þórbergur. Fastir pennar 13. júlí 2007 06:00
Leitt hún skyldivera skækja Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á. Bakþankar 13. júlí 2007 06:00
Fjölmenning og fjölmenni Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt án þess að ljúga nokkru að ég man tímana tvenna. Þegar ég fyrst kveikti á perunni var sirka 1980. Í minningunni var Reykjavík dimm og grá. Flest var einsleitt og sljótt. Smám saman fór að rofa til. Margt fyrir tilstilli útlendinga sem settust hér að, eða fólks sem kom heim með ferskar hugmyndir frá hinum risastóra heimi. Bakþankar 12. júlí 2007 06:00
Þrefaldur skaði Fólk er ólíkt að upplagi, það blasir við. Um hitt geta menn deilt, hvort þjóðir eru einnig ólíkar að eðlisfari. Sumir hallast að þeirri skoðun, að skyldar þjóðir hljóti allar að vera eins inn við beinið samkvæmt einfaldri meðaltalsreglu. Fastir pennar 12. júlí 2007 06:00