Strákur sem galdrar börn að bókum 21. júlí 2007 09:00 Síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kemur út í dag. Þar með er endahnútur bundinn á sögu þessa óvenjulega drengs sem kynntur var í fyrstu bókinni fyrir tíu árum, drengsins sem með töframætti sínum fékk milljónir barna til að hverfa inn í ævintýraheim bókarinnar sem mörg þeirra hefðu líklega ekki kynnst ella. Joanne K. Rowling kom fram á sjónarsviðið með söguna af Harry einmitt þegar umræðan um að miðlar eins og sjónvarp og tölvur myndu ganga af bókinni dauðri stóð sem hæst. Dregið hafði úr bóklestri barna og unglinga og gerir enn. Ljóst er að bækurnar um Harry Potter hafa í það minnsta tafið þessa þróun. Engum hefur tekist að skilgreina nákvæmlega hvað veldur aðdráttarafli sagnanna um Harry Potter en leiða má að því líkur að galdraformúlan felist í því hvernig venjulegum börnum er plantað inn í heillandi og verulega framandi galdraheim, börnum með venjulegar tilfinningar og langanir barna, börnum sem lesendurnir eiga auðvelt með að samsama sig við. Einhver galdur virðist verða til við þessa skörun raunveruleika og ævintýraheims. Óumdeilt er að áhrif höfundarins eru mikil. Fjöldi barna um allan heim sem aldrei hafði sýnt bóklestri áhuga hefur látið hrífast með í Harry Potter-æðinu og tekið sér bækurnar í hönd. Þegar sá ís er brotinn er að minnsta kosti líklegra en áður að viðkomandi barn láti sér aftur detta í hug að opna bók og lesa. Annar galdur við Harry Potter-bækurnar er að frá upphafi hafa sögurnar höfðað til breiðs aldurshóps. Þannig voru fyrstu bækurnar á mörgum heimilum lesnar fyrir börn sem annars hefðu varla treyst sér sjálf í svo þykka bók. Iðulega mátti þá ekki á milli sjá hvort börn eða foreldrar voru spenntari í sögunni. Þegar fram í sótti fóru svo sömu börn að lesa bækurnar sjálf og áður en yfir lauk átti Harry eftir að leika viðamikið hlutverk í enskunámi barnanna, sem þjófstörtuðu og lásu Harry Potter á ensku. Einnig má nefna þá snilldarhugmynd höfundarins Joanne K. Rowling að láta drenginn eldast í hverri bók þannig að lesendur vaxi ekki upp úr sögunni. Ekki má heldur gera lítið úr markaðssetningu bókaflokksins sem vissulega hefur verið öflug. Tekist hefur að kynda undir spennu fyrir útgáfu hverrar bókar með miðnæturopnunum í bókabúðum á útgáfudegi og ýmsum vangaveltum um örlög sögupersónanna. Aldrei hefði markaðsmönnunum þó tekist að viðhalda þessari spennu ef ekki hefði verið innistæða í sögunum sjálfum. Sögu Harry Potter er lokið en Harry er fráleitt allur, hvort heldur hann lifir eða deyr í sögulok sjöundu bókar. Bækurnar um Harry Potter eru kannski ekki ódauðleg bókmenntaverk en þær munu lifa áfram um hríð meðal barna og halda áfram að lokka þau til lestrar. Framtíðin ein leiðir í ljós hvort rithöfundi tekst að endurtaka leik Rowling og hrinda af stað lestraræði á borð við það sem hefur staðið í tíu ár í kringum Harry Potter-bækurnar. Meðan tekst að koma slíkum ævintýrum af stað lifir bókin góðu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kemur út í dag. Þar með er endahnútur bundinn á sögu þessa óvenjulega drengs sem kynntur var í fyrstu bókinni fyrir tíu árum, drengsins sem með töframætti sínum fékk milljónir barna til að hverfa inn í ævintýraheim bókarinnar sem mörg þeirra hefðu líklega ekki kynnst ella. Joanne K. Rowling kom fram á sjónarsviðið með söguna af Harry einmitt þegar umræðan um að miðlar eins og sjónvarp og tölvur myndu ganga af bókinni dauðri stóð sem hæst. Dregið hafði úr bóklestri barna og unglinga og gerir enn. Ljóst er að bækurnar um Harry Potter hafa í það minnsta tafið þessa þróun. Engum hefur tekist að skilgreina nákvæmlega hvað veldur aðdráttarafli sagnanna um Harry Potter en leiða má að því líkur að galdraformúlan felist í því hvernig venjulegum börnum er plantað inn í heillandi og verulega framandi galdraheim, börnum með venjulegar tilfinningar og langanir barna, börnum sem lesendurnir eiga auðvelt með að samsama sig við. Einhver galdur virðist verða til við þessa skörun raunveruleika og ævintýraheims. Óumdeilt er að áhrif höfundarins eru mikil. Fjöldi barna um allan heim sem aldrei hafði sýnt bóklestri áhuga hefur látið hrífast með í Harry Potter-æðinu og tekið sér bækurnar í hönd. Þegar sá ís er brotinn er að minnsta kosti líklegra en áður að viðkomandi barn láti sér aftur detta í hug að opna bók og lesa. Annar galdur við Harry Potter-bækurnar er að frá upphafi hafa sögurnar höfðað til breiðs aldurshóps. Þannig voru fyrstu bækurnar á mörgum heimilum lesnar fyrir börn sem annars hefðu varla treyst sér sjálf í svo þykka bók. Iðulega mátti þá ekki á milli sjá hvort börn eða foreldrar voru spenntari í sögunni. Þegar fram í sótti fóru svo sömu börn að lesa bækurnar sjálf og áður en yfir lauk átti Harry eftir að leika viðamikið hlutverk í enskunámi barnanna, sem þjófstörtuðu og lásu Harry Potter á ensku. Einnig má nefna þá snilldarhugmynd höfundarins Joanne K. Rowling að láta drenginn eldast í hverri bók þannig að lesendur vaxi ekki upp úr sögunni. Ekki má heldur gera lítið úr markaðssetningu bókaflokksins sem vissulega hefur verið öflug. Tekist hefur að kynda undir spennu fyrir útgáfu hverrar bókar með miðnæturopnunum í bókabúðum á útgáfudegi og ýmsum vangaveltum um örlög sögupersónanna. Aldrei hefði markaðsmönnunum þó tekist að viðhalda þessari spennu ef ekki hefði verið innistæða í sögunum sjálfum. Sögu Harry Potter er lokið en Harry er fráleitt allur, hvort heldur hann lifir eða deyr í sögulok sjöundu bókar. Bækurnar um Harry Potter eru kannski ekki ódauðleg bókmenntaverk en þær munu lifa áfram um hríð meðal barna og halda áfram að lokka þau til lestrar. Framtíðin ein leiðir í ljós hvort rithöfundi tekst að endurtaka leik Rowling og hrinda af stað lestraræði á borð við það sem hefur staðið í tíu ár í kringum Harry Potter-bækurnar. Meðan tekst að koma slíkum ævintýrum af stað lifir bókin góðu lífi.