Gott skrið Það er nýr háttur á Alþingi að koma saman í septemberbyrjun til að ljúka afgreiðslu óútræddra mála frá liðnu vori. Áður þurfti að byrja slíkar umræður að nýju við upphaf næsta þings. Nú er unnt að taka til við þær þar sem frá var horfið. Þetta losar lítið eitt um þá tímaspennitreyju sem þingumræður festast í á hverju vori. Fastir pennar 3. september 2008 06:15
Skothríðin Vera má að einhverjum finnist undarlegt hve Nikulás Sarkozy forseti skipar mikið rúm á þessum blöðum mínum, en þá er því til að svara að það er nánast ógerningur að skrifa um einhver frönsk málefni þessa stundina, hver sem þau eru, án þess að hann skjóti upp kollinum einhvers staðar í einhverjum línum eða þá á milli þeirra. Fastir pennar 3. september 2008 06:00
Nóg er nóg er nóg Á dögunum þáði ég boð um að mæta á samkomu hjá Samhjálp. Bjóðandinn er dæmalaust vel gerður piltur sem nýlega sneri við blaðinu og kvaddi förunaut sinn fíkniefnadjöfulinn sem hafði verið honum fylgispakur um hríð. Bakþankar 3. september 2008 05:45
Beðið eftir Godot Á Alþingi í dag mun Geir Haarde forsætisráðherra flytja skýrslu um stöðu efnahagsmála. Það eru örugglega engar ýkjur að segja að fárra framsagna Geirs hafi verið beðið með jafn mikilli eftirvæntingu. Fastir pennar 2. september 2008 04:00
Ég og ímynd Íslands Eitt helsta tískuorðið nú á dögum er orðið „ímynd". Fyrirtæki, sveitarfélög og þjóðir eyða geysilegum tíma og fjármunum í þetta fyrirbæri. Ég hef reyndar alltaf haft óbeit á þessu hugtaki þar til í gær þegar ég fékk mér kaffi í spænska þorpinu Guadix. Bakþankar 2. september 2008 04:00
Njótið þess að vera til Sigurhátíðin í miðborg Reykjavíkur 27. ágúst verður lengi í minnum höfð. Gleðin og stoltið yfir afreki íslenska handboltaliðsins í Kína kveikti í hverju hjarta og eldurinn læstist um sál og sinni. Fastir pennar 2. september 2008 04:00
Tímaskekkju-tuddaskapur Kalt stríð. Þessi uppvaknings-frasi frá síðustu öld tröllreið heimsfréttunum og allri umræðu um alþjóðamál alla síðastliðna viku. Fastir pennar 1. september 2008 12:45
Bestu stjórnmálamenn í heimi Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður skrifaði pistil á heimasíðu sína í síðustu viku þar sem hann velti vöngum yfir því hvort setja ætti stjórnmálamönnum siðareglur en kemst ekki að afdráttarlausri niðurstöðu - er svo sem tilbúinn að skoða það en er ekki alveg viss og sér ýmis vanhöld á því að slíkt sé framkvæmanlegt. Fastir pennar 1. september 2008 12:30
Frumvarp til laga um hæfilega spillingu 1. grein: „Láttu ekki standa þig að verki.“ 2. grein. „Ef þú ert gripinn áttu að biðjast fyrirgefningar án þess að slá til blaðamanna.“ Þér verður fyrirgefið. Það krefst þess enginn að þingmaður hafi óbrenglaða dómgreind. Bakþankar 1. september 2008 12:15
Aðgerða enn beðið Með skömmu millibili hafa nú forstöðumenn greiningardeilda stóru viðskiptabankanna þriggja birt greinar þar sem fjallað er um stöðu bankanna í íslensku hagkerfi og um leið stefnu stjórnvalda í hagstjórninni. Þungi er í skrifunum. Fastir pennar 30. ágúst 2008 00:01
Klám og kvenfrelsi Hvenær, hvar og af hverju fólk vill vera nakið er enn einu sinni orðið deiluefni í höfuðborginni. Fastir pennar 29. ágúst 2008 06:15
Heimkoman Það var klippt á borða þegar mamma og pabbi komu með mig heim af fæðingardeildinni. Ég man náttúrulega ekkert eftir þessu en systur mínar strengdu borða milli tveggja staura og stóðu heiðursvörð við afleggjarann heima með eldhússkærin til reiðu. Bakþankar 29. ágúst 2008 06:00
Afreksfólk kostar silfur og gull Mikill fjöldi manns lét ekki súld aftra sér frá því að mæta í miðborgina í gær og hylla ólympíufarana. Afrek landsliðsins í handbolta var það sem trekkti helst að, svo og silfurverðlaunin. Þó má ekki gleyma öðrum afrekum. Það er til dæmis mjög góður árangur að setja Íslandsmet, þrátt fyrir að Íslandsmetin hafi ekki dugað til verðlaunasætis. Fastir pennar 28. ágúst 2008 06:15
Olía, skattar og skyldur Sumir skjóta upp kryppu í hvert skipti sem skatta ber á góma. Þar á meðal eru bandarískir repúblikanar með Bush forseta fremstan í flokki (og bráðum John McCain, forsetaframbjóðanda, sem býðst til að halda áfram á sömu braut og Bush): þeir hafa beitt sér mjög fyrir skattalækkun, einkum handa auðmönnum. Fastir pennar 28. ágúst 2008 06:00
Ungfrú klaustur 2008 Raunveruleikinn er oft áhugaverðari en skáldskapur. Þannig var einmitt með fegurðarsamkeppnina sem faðir Antonio Rungi ætlaði að skipuleggja og halda með hjálp netsins. Þar átti að keppa í fegurð nunna. Ekki bara líkamlegri fegurð heldur heildarfegurð, með áherslu á góðverk, guðsgjafir og geislandi viðmót. Bakþankar 28. ágúst 2008 05:45
Leyndardómur árinnar Fyrir nokkru birtust í gluggum hljómplötuverslana geisladiskar þar sem kínverskur píanóleikari, kona að nafni Zhu Xiao-Mei (framborið: Dzjú Hsjá-Mei) lék seinni bókina af Fastir pennar 27. ágúst 2008 06:00
Silfur Síðustu vikuna hefur hópsálin í okkur fengið ærið tækifæri til að fagna. Hversu sérlunduð sem við erum annars og önug kannski sum, finnst varla sá Íslendingur tveggja ára og eldri sem ekki gladdist innilega yfir handboltaúrslitum Ólympíuleikanna. Bakþankar 27. ágúst 2008 06:00
Varnarleikurinn Þeir sem komið hafa nálægt hópíþróttum þekkja mikilvægi þess að bæði sé spiluð sókn og vörn. Leikurinn vinnst ekki á varnarleiknum einum saman, en að sama skapi er hætt við að illa fari ef lítið hald er í vörninni. Fastir pennar 27. ágúst 2008 00:01
Lýst eftir stefnu í flugvallarmálinu Enn er tekinn við nýr meirihluti í Reykjavík, sá fjórði á kjörtímabilinu. Í hvert sinn sem nýr meirihluti hefur tekið við í borginni það sem af er kjörtímabilinu hefur verið beðið með eftirvæntingu eftir stefnu í nokkrum umdeildum málum. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýri er eitt þeirra. Fastir pennar 26. ágúst 2008 10:07
Endalok hernáms Útlit er fyrir að hernám Bandaríkjanna í Írak sé bráðum á enda. Ríkisstjórn George W. Bush hefur lagt kapp á að semja við ríkisstjórn Íraks um áframhaldandi herstöðvar en þegar tillögur Bandaríkjastjórnar láku til fjölmiðla í júní vöktu þær mikla reiði, enda fólst í þeim að Írak yrði í raun bandarískt leppríki. Fastir pennar 26. ágúst 2008 06:00
Frá Bíldó til borgríkis Þegar ég var ungur drengur átti ég oft erfitt með að skilja fullorðna fólkið sem virtist gefa hinum skemmtilegu hlutum lífsins lítið vægi. Bakþankar 26. ágúst 2008 06:00
Heimsins stórasta handboltalið! Ef góður hjarta- eða heilaspesíalisti hefði tekið línurit af þjóðinni nokkur síðustu ár – og sömuleiðis undanfarna daga – væru til vísindalegar mælingar á því hvernig heil þjóð hefur sveiflast milli þeirrar bjartsýni, spennu, gleði og vonbrigða sem í öðru tilvikinu skildu eftir sig svartsýni – en bjartsýni í hið seinna skipti. Bakþankar 25. ágúst 2008 08:00
Ótrúlegt afrek Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik hafa ritað nöfn sín stórum stöfum í íslenska samtímasögu með frækilegri framgöngu á Ólympíuleikunum sem lauk í Peking í gær. Fastir pennar 25. ágúst 2008 07:00
Morfeus og bræður Skrafskjóðurnar á internetinu voru að skrifa sumar hverjar um það í gær og fyrradag að handbolti væri ekkert frægur í útlöndum og var það einkum haft til marks að þetta þætti skrýtin íþrótt hjá einhverjum bandarískum bloggurum. Fastir pennar 25. ágúst 2008 06:00
Pólitískarhliðarverkanir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Hu Jintao Kínaforseti „hittust á hliðarlínunni" á Ólympíuleikunum í Peking á föstudagsmorgun, eins og kínverska ríkisfréttastofan Xinhua orðar það í frétt af fundi þeirra. Fastir pennar 24. ágúst 2008 06:00
Strákarnir okkar Það var sérstök stund að sitja í taugatrekktum hópi Íslendinga á írskum pöbb á Strikinu á föstudag og fylgjast með leiknum. Það virtist gefa hópnum ákveðna hugarfró að hér í Köben fengjum við að fylgjast með landsliðinu ná þessum æðislega árangri. Bakþankar 24. ágúst 2008 06:00
Borgarstjóri mánaðarins Borgarstjóri ágústmánaðar er Hanna Birna Kristjánsdóttir. Við óskum henni velfarnaðar í starfi sem hún er vel að komin, jafn glæsileg, skelegg og hraðvirk sem hún birtist okkur. Fastir pennar 23. ágúst 2008 08:00
Óskastundin Öll þráum við óskastundina, stundum oft á dag. ég vildi, ég óska … Þráin, viljinn að heimta það torsótta, óvænta, er efld með öllum ráðum í vitund okkar: hinn óvænti vinningur, hamingjustundin, sæla augnabliks er lofuð og upphafin allt í kringum okkur en er torfengin: til forna stigu óskasteinar upp úr djúpum brunnum utan alfaraleiða og flutu þar skamma næturstund. Fastir pennar 23. ágúst 2008 07:00
Strákarnir Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar. Bakþankar 23. ágúst 2008 06:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun