Varnarleikurinn Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. ágúst 2008 00:01 Þeir sem komið hafa nálægt hópíþróttum þekkja mikilvægi þess að bæði sé spiluð sókn og vörn. Leikurinn vinnst ekki á varnarleiknum einum saman, en að sama skapi er hætt við að illa fari ef lítið hald er í vörninni. Nærtækt dæmi er leikur íslenska handboltaliðsins um gull á Ólympíuleikunum, en þar hafði franska liðið betur eftir að hafa spilað afbragðsvel á báðum vígstöðvum, sókninni og vörninni. Fjármálafyrirtæki á Norðurlöndum hafa sum hver haft áhyggjur fyrir hönd íslensku bankanna af stöðu þeirra og getu til að fjármagna sig. Áhyggjurnar hafa þá gjarnan snúið að því að of geyst hafi verið farið og ekki hugað að vörninni í allri útrásinni. Í ljós hefur hins vegar komið að í gagnrýni sinni hefðu menn gjarnan mátt líta sér nær. Þannig hefur norska verðbréfafyrirtækið Car, sem í sumar spáði Kaupþingi miklum hrakförum, nú lagt upp laupana vegna bágrar eiginfjárstöðu. Þá hefur danski Seðlabankinn nú farið fyrir öðrum fjármálafyrirtækjum í kaupum á Hróarskeldubanka, eftir að annar kaupandi fannst ekki. Bankinn var við það að hætta starfsemi í kjölfar niðursveiflu á mörkuðum og mikilla afskrifta, auk þess sem viðskiptavinir yfirgáfu hann. Bankar hér hafa reyndar sýnt að þeir hafa alla burði til að standa af sér niðursveifluna þótt aukið umfang þeirra kalli á meira bakland í fjármálakerfinu til þess að þeir glati ekki trausti á alþjóðavísu. Frekar er að áhyggjur beinist að smærri fjármálafyrirtækjum og þá sér í lagi sparisjóðum sem lifað hafa á góðu gengi á hlutabréfamörkuðum en látið hjá líða að hafa grunnrekstur í lagi. Um leið er ljóst að færi illa á einhverjum þeim vígstöðvum myndi það hafa neikvæð áhrif á fjármálalíf hér í heild. Dæmi Hróarskeldubanka í Danmörku sýnir hins vegar fram á mikilvægi þess að hafa lánveitanda til þrautavara, seðlabanka sem hefur burði til að verja fjármálastöðugleika landsins. Bent hefur verið á að styrkur Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara er minni en annarra vestrænna seðlabanka. Seðlabankinn getur jú bara prentað íslenskar krónur og þær duga skammt vegna þess hve stór hluti af efnahag bankanna er í erlendri mynt. Af þessum sökum hefur verið mælst til þess, bæði af sérfræðingum hér heima og erlendis, að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði efldur svo um muni. Vonandi þarf ekki til þess að koma að reyna þurfi á styrk Seðlabanka Íslands til að vera fjármálakerfinu hér nauðsynlegt bakland því hætt er við að það verkefni vindi upp á sig, jafnvel þótt fyrsta kastið snúi það kannski að smærra fjármálafyrirtæki. Heldur er dimmt yfir haustinu í efnahagslífi þjóðarinnar. Eigi þjóðin að komast stóráfallalaust í gegnum þrengingarnar sem plaga heimsbyggðina alla má vörnin ekki bregðast. Seðlabanki Íslands verður að geta staðið vörnina rétt eins og sá danski. Sjái menn ekki fram á að geta komið honum í þá stöðu verður að finna aðrar leiðir. Um þessa hluti þarf að tala upphátt og bæði sýna umheiminum fram á að við ætlum að taka á brotalömum hér og hvernig við ætlum að gera það. Ef vel tekst til eygjum við möguleika á að komast út úr lausafjárkreppunni með silfur, ef ekki gull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Þeir sem komið hafa nálægt hópíþróttum þekkja mikilvægi þess að bæði sé spiluð sókn og vörn. Leikurinn vinnst ekki á varnarleiknum einum saman, en að sama skapi er hætt við að illa fari ef lítið hald er í vörninni. Nærtækt dæmi er leikur íslenska handboltaliðsins um gull á Ólympíuleikunum, en þar hafði franska liðið betur eftir að hafa spilað afbragðsvel á báðum vígstöðvum, sókninni og vörninni. Fjármálafyrirtæki á Norðurlöndum hafa sum hver haft áhyggjur fyrir hönd íslensku bankanna af stöðu þeirra og getu til að fjármagna sig. Áhyggjurnar hafa þá gjarnan snúið að því að of geyst hafi verið farið og ekki hugað að vörninni í allri útrásinni. Í ljós hefur hins vegar komið að í gagnrýni sinni hefðu menn gjarnan mátt líta sér nær. Þannig hefur norska verðbréfafyrirtækið Car, sem í sumar spáði Kaupþingi miklum hrakförum, nú lagt upp laupana vegna bágrar eiginfjárstöðu. Þá hefur danski Seðlabankinn nú farið fyrir öðrum fjármálafyrirtækjum í kaupum á Hróarskeldubanka, eftir að annar kaupandi fannst ekki. Bankinn var við það að hætta starfsemi í kjölfar niðursveiflu á mörkuðum og mikilla afskrifta, auk þess sem viðskiptavinir yfirgáfu hann. Bankar hér hafa reyndar sýnt að þeir hafa alla burði til að standa af sér niðursveifluna þótt aukið umfang þeirra kalli á meira bakland í fjármálakerfinu til þess að þeir glati ekki trausti á alþjóðavísu. Frekar er að áhyggjur beinist að smærri fjármálafyrirtækjum og þá sér í lagi sparisjóðum sem lifað hafa á góðu gengi á hlutabréfamörkuðum en látið hjá líða að hafa grunnrekstur í lagi. Um leið er ljóst að færi illa á einhverjum þeim vígstöðvum myndi það hafa neikvæð áhrif á fjármálalíf hér í heild. Dæmi Hróarskeldubanka í Danmörku sýnir hins vegar fram á mikilvægi þess að hafa lánveitanda til þrautavara, seðlabanka sem hefur burði til að verja fjármálastöðugleika landsins. Bent hefur verið á að styrkur Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara er minni en annarra vestrænna seðlabanka. Seðlabankinn getur jú bara prentað íslenskar krónur og þær duga skammt vegna þess hve stór hluti af efnahag bankanna er í erlendri mynt. Af þessum sökum hefur verið mælst til þess, bæði af sérfræðingum hér heima og erlendis, að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði efldur svo um muni. Vonandi þarf ekki til þess að koma að reyna þurfi á styrk Seðlabanka Íslands til að vera fjármálakerfinu hér nauðsynlegt bakland því hætt er við að það verkefni vindi upp á sig, jafnvel þótt fyrsta kastið snúi það kannski að smærra fjármálafyrirtæki. Heldur er dimmt yfir haustinu í efnahagslífi þjóðarinnar. Eigi þjóðin að komast stóráfallalaust í gegnum þrengingarnar sem plaga heimsbyggðina alla má vörnin ekki bregðast. Seðlabanki Íslands verður að geta staðið vörnina rétt eins og sá danski. Sjái menn ekki fram á að geta komið honum í þá stöðu verður að finna aðrar leiðir. Um þessa hluti þarf að tala upphátt og bæði sýna umheiminum fram á að við ætlum að taka á brotalömum hér og hvernig við ætlum að gera það. Ef vel tekst til eygjum við möguleika á að komast út úr lausafjárkreppunni með silfur, ef ekki gull.