Heimsins stórasta handboltalið! Þráinn Bertelsson skrifar 25. ágúst 2008 08:00 Ef góður hjarta- eða heilaspesíalisti hefði tekið línurit af þjóðinni nokkur síðustu ár - og sömuleiðis undanfarna daga - væru til vísindalegar mælingar á því hvernig heil þjóð hefur sveiflast milli þeirrar bjartsýni, spennu, gleði og vonbrigða sem í öðru tilvikinu skildu eftir sig svartsýni - en bjartsýni í hið seinna skipti. Langa línuritið sýnir „góðærið", peninga, lausamuni og fasteignir sem strákar á jakkafötum nýskriðnir út úr skóla töfruðu fram og létu rigna yfir höfuð sér meðan þjóðin stóð höggdofa og fylgdist með drengjunum og upplifði A) BJARTSÝNI - kannski verð ég líka svona heppinn/duglegur. B) SPENNU - skyldi þetta vera varanlegt eða hrynja eins og spilaborg? C) GLEÐI - höfum gaman af þessu svo lengi sem þetta varir; eitthvað af þessari velgengni hlýtur að leka niður til mín einhvern tímann. D) VONBRIGÐI - þegar spilaborgin hrundi eins og menn höfðu alltaf innst inni óttast. Þetta var of gott til að geta verið satt. E) SVARTSÝNI - það er alltaf verið að hafa mann að fífli af ábyrgðarlausum eiginhagsmunaseggjum. Skammtímalínuritið yfir undanfarna daga sýnir stórkostlegan framgang annarra stráka, að þessu sinni ekki á jakkafötum heldur stuttbuxum, við keppni á Ólympíuleikjum í Kína í handknattleik. Línuritið sýnir sama ferli, stórkostlegar sveiflur upp og niður og titrandi og andvaka spennu og væntingar. Skammtímamælingin greinir sig þó frá langtímarannsókninni á hugarástandi þjóðarinnar, því að hún skilur eftir sig BJARTSÝNI en ekki SVARTSÝNI. Það er hugsanlega vegna þess að öllum fannst að þeir hefðu fengið að taka þátt í handboltaævintýrinu stuttbuxnastrákanna í Beijing og finna strax eftir vonbrigðin að þeir eru ekki verr settir á eftir en undan - heldur þvert á móti. Í staðinn fyrir að sitja uppi með botnlausa skuldahít sitja menn uppi með gljáandi silfur. Svona gætu vísindin sýnt að velgengni til lengri eða skemmri tíma byggist fyrst og fremst á hugarfari, samstöðu og sigurvilja en ekki á því hvernig menn ganga klæddir til verka. Stuttbuxur eða jakkaföt skipta ekki máli. Húrra fyrir heimsins stórasta handboltaliði! Takk fyrir ánægjuna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Ef góður hjarta- eða heilaspesíalisti hefði tekið línurit af þjóðinni nokkur síðustu ár - og sömuleiðis undanfarna daga - væru til vísindalegar mælingar á því hvernig heil þjóð hefur sveiflast milli þeirrar bjartsýni, spennu, gleði og vonbrigða sem í öðru tilvikinu skildu eftir sig svartsýni - en bjartsýni í hið seinna skipti. Langa línuritið sýnir „góðærið", peninga, lausamuni og fasteignir sem strákar á jakkafötum nýskriðnir út úr skóla töfruðu fram og létu rigna yfir höfuð sér meðan þjóðin stóð höggdofa og fylgdist með drengjunum og upplifði A) BJARTSÝNI - kannski verð ég líka svona heppinn/duglegur. B) SPENNU - skyldi þetta vera varanlegt eða hrynja eins og spilaborg? C) GLEÐI - höfum gaman af þessu svo lengi sem þetta varir; eitthvað af þessari velgengni hlýtur að leka niður til mín einhvern tímann. D) VONBRIGÐI - þegar spilaborgin hrundi eins og menn höfðu alltaf innst inni óttast. Þetta var of gott til að geta verið satt. E) SVARTSÝNI - það er alltaf verið að hafa mann að fífli af ábyrgðarlausum eiginhagsmunaseggjum. Skammtímalínuritið yfir undanfarna daga sýnir stórkostlegan framgang annarra stráka, að þessu sinni ekki á jakkafötum heldur stuttbuxum, við keppni á Ólympíuleikjum í Kína í handknattleik. Línuritið sýnir sama ferli, stórkostlegar sveiflur upp og niður og titrandi og andvaka spennu og væntingar. Skammtímamælingin greinir sig þó frá langtímarannsókninni á hugarástandi þjóðarinnar, því að hún skilur eftir sig BJARTSÝNI en ekki SVARTSÝNI. Það er hugsanlega vegna þess að öllum fannst að þeir hefðu fengið að taka þátt í handboltaævintýrinu stuttbuxnastrákanna í Beijing og finna strax eftir vonbrigðin að þeir eru ekki verr settir á eftir en undan - heldur þvert á móti. Í staðinn fyrir að sitja uppi með botnlausa skuldahít sitja menn uppi með gljáandi silfur. Svona gætu vísindin sýnt að velgengni til lengri eða skemmri tíma byggist fyrst og fremst á hugarfari, samstöðu og sigurvilja en ekki á því hvernig menn ganga klæddir til verka. Stuttbuxur eða jakkaföt skipta ekki máli. Húrra fyrir heimsins stórasta handboltaliði! Takk fyrir ánægjuna!