Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Vanrækt millistéttarfylgi?

Þetta fólk hefur eins og allir orðið fyrir því að lánin snarhækkuðu við hrun krónunnar, sem skerðir líka ráðstöfunartekjurnar. Millitekjufólkið átti margt einhvern sparnað og hefur reynt að brúa bilið með því að taka út af bankareikningum eða nota séreignarsparnaðinn. Hjá flestum eru þeir sjóðir uppurnir; fólk dregur saman neyzluna og þá hægist líka á hjólum hagkerfisins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óður til stúku við Laugardalslaug

Kæra stúka við Laugardalslaug. Til að byrja með vildi ég óska þess að þú bærir betra nafn sem hæfir listaverki eins og þér. Því þú ert jú listaverk, einhvers konar skúlptúr því ekki ertu mikið "notuð“ á hefðbundinn hátt.

Bakþankar
Fréttamynd

Á flótta undan flassblossum

Árvökulir vegfarendur og löghlýðnir birta stundum myndir á Facebook þegar þeim ofbýður yfirgangur annarra. Appelsínugulur jeppi komst til dæmis í fréttir eftir að það náðist mynd af jeppanum í tveimur stæðum.

Bakþankar
Fréttamynd

Illa hönnuð lög?

Þessi lög eru ágæt að mörgu leyti en kunna að ganga of langt. Þau eru ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóða að leiðarljósi.“ Þessi ummæli Þóreyjar Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða

Fastir pennar
Fréttamynd

Þegar safna skal í sarpinn

Þegar hausta tekur tek ég sinnaskiptum. Ég hætti að grilla fisk í kvöldmat og elda frekar kássur og súpur. Ég hætti að klæðast skærlitu flíkinni (þessari einu sem ég á) og dreg fram svartar peysur, skyrtur og buxur.

Bakþankar
Fréttamynd

Flugþrá

Líklega er ég með snert af einhverju heilkenni sem gerir það að verkum að ég fæ brennandi en handahófskenndan áhuga á einhverju ákveðnu. Ég hef safnað frímerkjum af miklum móð, sökkt mér í erótískar glæpamyndir gerðar á Ítalíu á áttunda áratugnum og eytt sólarhringum í að byggja líkön af byggingum úr gifsi.

Bakþankar
Fréttamynd

Eða þannig

„Við Bjarni [Benediktsson] erum algjörlega að tala í takt varðandi þetta mál“, var haft eftir utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, í vikunni í Morgunblaðinu: þeir tala í takt – svona eins og rapparar gera.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðrar vel til loftárása

Fréttir frá Sýrlandi valda okkur öllum áhyggjum. Fréttamiðlar vara við skelfilegum myndum og þó fylgir sögunni að ekki séu verstu myndirnar sýndar. Svo skelfilegar eru þær að ekki telst verjanlegt að senda þær út í sjónvarpi. Munnlegar lýsingar vekja óhug. Það er óþarfi að rekja þær fyrir þeim sem hafa fylgst með fréttum frá Sýrlandi en meðal hinna látnu er mikill fjöldi barna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hinn fyrsti makríll

Í ferð minni til Óslóar í vikunni hitti ég gamlan skólabróður minn sem dvalist hefur þar um nokkurt skeið. Hann þóttist forframaður, vildi kynna mig fyrir siðum þessara stóru frændþjóðar og krafðist þess að ég keypti makríl í dós

Bakþankar
Fréttamynd

Vér einir getum sótt ruslið

Það þarf ekki annað en að horfa á slátt og umhirðu í görðum borgarbúa og á lóðum einkafyrirtækja annars vegar og svo ástand borgarlandsins hins vegar til að sjá að margt geta einkaaðilar gert betur en Reykjavíkurborg. Það er ekki nokkur einasta ástæða til að ætla að Gámaþjónustan standi sig verr í að hirða lífrænan úrgang en borgin sjálf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað á barnið að heita?

Einhver sagði mér einu sinni að maður ætti alltaf að skíra nafni sem hæfir forseta. Það er ágætis ráð og viðmið þegar flett er í gegnum nafnabækur og misjafnar samsetningar skoðaðar. Ætli þau Tíbrá og Brúnó hefðu orðið góðir húsráðendur á Bessastöðum?

Bakþankar
Fréttamynd

Hjartveiki í Vatnsmýri

Það er búið að gera hjartveika akureyska stelpu að "poster-girl“ fyrir því að ef flugvöllurinn fer muni börn deyja. Þetta er ósvífið og ósmekklegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Lending í sátt

Það er ekki góð hugmynd að Reykjavíkurflugvöllur fari til Keflavíkur. Það er heldur ekki góð hugmynd að útiloka Vatnsmýrina sem framtíðarbyggingarland borgarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gerum gagn

Fyrir tæpum tuttugu og fimm árum var ég við nám í London og tók neðanjarðarlestina daglega til og frá skóla. Eitt og annað bar fyrir augu eins og gengur

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýrt misrétti og óútskýrt

Bandalag háskólamanna kynnti í vikunni enn eina launakönnunina sem sýnir fram á að grátlega lítill árangur hefur náðst í að draga úr kynbundnu launamisrétti á vinnumarkaði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viltu verða stuðmóðir?

Æskuvinkona mín eignaðist barn fyrir nokkrum mánuðum. Eins og mér leiðist tal um bleiur og barnastóla þá verð ég nú að viðurkenna að ég gladdist þegar mér bárust fregnir af óléttu hennar. Henni fæddist sonur. Krummi og hann er eiginlega fullkominn.

Bakþankar
Fréttamynd

Heimurinn situr hjá

Stjórnvöld í Sýrlandi hafa nú í meira en tvö ár beitt vel búnum her sínum gegn eigin borgurum. Sameinuðu þjóðirnar telja varlega áætlað að um hundrað þúsund manns hafi fallið í átökunum. Allar fyrri viðvaranir og hótanir "alþjóðasamfélagsins“ um að sturlaðir einræðisherrar verði ekki látnir komast upp með að murka lífið úr eigin þjóð hafa reynzt innantómar. Örlög Gaddafís voru ekki það víti til varnaðar sem margir vonuðust til á sínum tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Náttúru-Perlan

Það væri vitnisburður um vitundarvakningu Íslendinga ef þeir hefðu nú eftir öll þessi ár manndóm í sér að koma upp sómasamlegu náttúrugripasafni. Þar hentar Perlan vel.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betrun barnaníðinga

Á Íslandi eru fimm til tíu barnaníðingar sagðir haldnir mjög alvarlegri barnagirnd. Eftirlit með þeim er ekkert en barnaverndaryfirvöld hafa stungið upp á því að lögreglan fái heimild til að skrá og hafa eftirlit með dæmdum barnaníðingum. Þær tillögur hafa verið ræddar í velferðarnefnd Alþingis en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilbrigðiskerfi á hlaupum

Undanfarna daga er búið að vera einstaklega notalegt að vera á Facebook þar sem hver á fætur öðrum tilkynnir um maraþonhlaup í þágu góðgerða. Það er fallegt hvað margir styrkja eitthvað sem er þeim tengt, í minningu eða til stuðnings einhverjum sem þeim þykir vænt um. Það minnir okkur á það góða við að vera í samfélagi manna.

Bakþankar
Fréttamynd

Upplýst aðhald

Svokölluð lesskimun meðal sjö ára barna í öðrum bekk grunnskóla hefur reynzt prýðilegt tæki til að bæta lestrarkennslu og grípa inn í til að veita þeim sérstakan stuðning sem þess þurfa snemma á skólagöngunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viltu kaffi?

Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn.

Bakþankar
Fréttamynd

Þingmönnunum sjálfum að kenna

Stundum koma niðurstöður vísindalegra rannsókna á óvart. Stundum staðfesta þær hins vegar bara það sem allir vissu. Það þýðir ekki að rannsóknin hafi verið óþörf; það getur verið gott að fá fræðilega staðfestingu á því sem við töldum okkur vita, þannig að fólk geti þá hætt að velta fyrir sér öðrum skýringum á viðkomandi fyrirbæri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Árið er 2033…

Ég vakna við vindinn. Fyrsta haustlægðin er mætt. Horfi út um gluggann. Lítill hvítur plastpoki flýgur í hringi á bílastæðinu. Einhver hefur keypt brauðstangir með pitsunni í gær. Hólmsheiðin er samt allt í lagi hverfi þannig lagað. Þetta er reyndar svolítið frá en húsnæðisverðið er alla vega eftir því.

Bakþankar
Fréttamynd

Dvergurinn með happdrættismiða

Eruð þið búin að heyra söguna af dvergnum sem var að selja happdrættismiða og bankaði upp á á sambýli fyrir þroskahefta með þeim afleiðingum að þroskahefta fólkið handsamaði hann og lokaði inni í skáp því það hélt að hann væri álfur?

Bakþankar
Fréttamynd

Sniðgöngum hatur, ekki íþróttaleika

Nýleg lög í Rússlandi, sem brjóta á réttindum samkynhneigðra, hafa orðið tilefni gagnrýni og mótmæla um allan heim. Þau banna meðal annars að hafa "áróður“ fyrir samböndum samkynhneigðra fyrir börnum. Slíkur "áróður“ getur falizt í því að samkynhneigðir leiðist eða kyssist á almannafæri, að fólk beri tákn mannréttindabaráttu samkynhneigðra, að ekki sé talað um að einhver haldi því fram opinberlega að samkynhneigð sé náttúruleg og eðlileg.

Fastir pennar