Betrun barnaníðinga Mikael Torfason skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Á Íslandi eru fimm til tíu barnaníðingar sagðir haldnir mjög alvarlegri barnagirnd. Eftirlit með þeim er ekkert en barnaverndaryfirvöld hafa stungið upp á því að lögreglan fái heimild til að skrá og hafa eftirlit með dæmdum barnaníðingum. Þær tillögur hafa verið ræddar í velferðarnefnd Alþingis en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Mikil umræða varð í samfélaginu síðasta vetur um barnaníðinga og eftir mikla vakningu vitum við varla í hvern fótinn við eigum að stíga. Við heyrum fréttir af mönnum sem eru reknir úr vinnu þegar upp kemst að þeir eigi sakaferil sem kynferðisglæpamenn. Í fréttum okkar í síðustu viku varaði Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur við því að þessir menn einangrist og eigi ekki afturkvæmt í samfélagið. Helgi segir að samfélagið hafi komið sér saman um að þungar refsingar séu rétt viðbrögð við brotunum en hann spyr: „Hvernig ætlum við að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum?“ Um tíu menn sitja nú inni á Litla-Hrauni fyrir barnaníð. Þeir sitja allir inni á sér gangi og mynda í fangelsinu lítið samfélag barnaníðinga. Allir þessir menn munu fá reynslulausn fyrr en síðar og það er rétt hjá Helga að við verðum að horfast í augu við þessa staðreynd. Fyrir rúmum áratug sat aðeins einn maður á Litla-Hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni. Í dag eru að auki sautján karlmenn á reynslulausn eftir að hafa afplánað dóm vegna barnaníðs. Þessi staða er ný og við höfum ekki áður sem samfélag þurft að horfast í augu við nokkuð þessu líkt. Í Bandaríkjunum hafa Adam Walsh-lögin verið í gildi síðan 2006 en þau heimila yfirvöldum að halda mönnum áfram í fangelsi eftir þeir hafa afplánað dóm sinn ef allt bendir til þess að þeir séu óforbetranlegir. Lögin eru skýrð í höfuðið á Adam Walsh heitnum, en hann var sjö ára þegar honum var rænt fyrir utan verslunarmiðstöð og hann myrtur. Samkvæmt DSM-IV, greiningarkerfi bandarísku geðlæknasambandanna, er barnagirnd geðsjúkdómur. Í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum eru fangar sem lokið hafa afplánun vegna kynferðisbrots gegn barni fluttir á réttargeðdeildir ef sýnt er að þeir gætu hugsanlega brotið af sér aftur. Umræddir menn fara fyrir sérfræðinefndir sem meta „betrun“ viðkomandi. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, vildi stíga varlega til jarðar hvað varðar tillögur barnaverndaryfirvalda um skráningu og eftirlit með dæmdum barnaníðingum. Vissulega er rétt að fara varlega í þessum efnum en þetta er verkefni sem nýr innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, verður að taka alvarlega. Við erum lítið samfélag og þessi sprengja í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot gegn börnum á eftir að hafa mikil áhrif á samfélag okkar á næstunni. Ef yfirvöld standa sig ekki mun tortryggni og óöryggi aukast. Við eigum að sjálfsögðu að skoða fljótt tillögur barnaverndaryfirvalda og koma í gagnið en um leið verðum við að skoða alvarlega þessa nýju leið Bandaríkjamanna. Réttargeðdeild er betri kostur en heill gangur á Litla-Hrauni fyrir barnaníðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á Íslandi eru fimm til tíu barnaníðingar sagðir haldnir mjög alvarlegri barnagirnd. Eftirlit með þeim er ekkert en barnaverndaryfirvöld hafa stungið upp á því að lögreglan fái heimild til að skrá og hafa eftirlit með dæmdum barnaníðingum. Þær tillögur hafa verið ræddar í velferðarnefnd Alþingis en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Mikil umræða varð í samfélaginu síðasta vetur um barnaníðinga og eftir mikla vakningu vitum við varla í hvern fótinn við eigum að stíga. Við heyrum fréttir af mönnum sem eru reknir úr vinnu þegar upp kemst að þeir eigi sakaferil sem kynferðisglæpamenn. Í fréttum okkar í síðustu viku varaði Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur við því að þessir menn einangrist og eigi ekki afturkvæmt í samfélagið. Helgi segir að samfélagið hafi komið sér saman um að þungar refsingar séu rétt viðbrögð við brotunum en hann spyr: „Hvernig ætlum við að taka á móti mönnum sem hafa afplánað fyrir kynferðisbrot gegn börnum?“ Um tíu menn sitja nú inni á Litla-Hrauni fyrir barnaníð. Þeir sitja allir inni á sér gangi og mynda í fangelsinu lítið samfélag barnaníðinga. Allir þessir menn munu fá reynslulausn fyrr en síðar og það er rétt hjá Helga að við verðum að horfast í augu við þessa staðreynd. Fyrir rúmum áratug sat aðeins einn maður á Litla-Hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni. Í dag eru að auki sautján karlmenn á reynslulausn eftir að hafa afplánað dóm vegna barnaníðs. Þessi staða er ný og við höfum ekki áður sem samfélag þurft að horfast í augu við nokkuð þessu líkt. Í Bandaríkjunum hafa Adam Walsh-lögin verið í gildi síðan 2006 en þau heimila yfirvöldum að halda mönnum áfram í fangelsi eftir þeir hafa afplánað dóm sinn ef allt bendir til þess að þeir séu óforbetranlegir. Lögin eru skýrð í höfuðið á Adam Walsh heitnum, en hann var sjö ára þegar honum var rænt fyrir utan verslunarmiðstöð og hann myrtur. Samkvæmt DSM-IV, greiningarkerfi bandarísku geðlæknasambandanna, er barnagirnd geðsjúkdómur. Í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum eru fangar sem lokið hafa afplánun vegna kynferðisbrots gegn barni fluttir á réttargeðdeildir ef sýnt er að þeir gætu hugsanlega brotið af sér aftur. Umræddir menn fara fyrir sérfræðinefndir sem meta „betrun“ viðkomandi. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, vildi stíga varlega til jarðar hvað varðar tillögur barnaverndaryfirvalda um skráningu og eftirlit með dæmdum barnaníðingum. Vissulega er rétt að fara varlega í þessum efnum en þetta er verkefni sem nýr innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, verður að taka alvarlega. Við erum lítið samfélag og þessi sprengja í fjölda þeirra sem sitja inni fyrir kynferðisbrot gegn börnum á eftir að hafa mikil áhrif á samfélag okkar á næstunni. Ef yfirvöld standa sig ekki mun tortryggni og óöryggi aukast. Við eigum að sjálfsögðu að skoða fljótt tillögur barnaverndaryfirvalda og koma í gagnið en um leið verðum við að skoða alvarlega þessa nýju leið Bandaríkjamanna. Réttargeðdeild er betri kostur en heill gangur á Litla-Hrauni fyrir barnaníðinga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun