Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2013 06:00 Það er ekki góð hugmynd að Reykjavíkurflugvöllur fari til Keflavíkur. Það er heldur ekki góð hugmynd að útiloka Vatnsmýrina sem framtíðarbyggingarland borgarinnar. Verst er þó sú staða að ekki megi ræða lausnir fyrir staðsetningu flugvallarins án þess að gefa sér að Vatnsmýrin og Keflavík séu einu staðirnir sem komi til greina. Það er hluti af skyldum höfuðborgar að gera öllum landsmönnum auðvelt að sækja þá þjónustu sem eingöngu er boðið upp á í höfuðborginni. Borgin er ekki eyland heldur hluti af íslensku samfélagi, netinu sem tengir okkur öll. Það má vera að samgöngubætur framtíðar eða önnur ófyrirséð þróun bjóði upp á að innanlandsflug geti blómstrað annars staðar en í Vatnsmýri. En sá kostur er ekki til staðar í dag og enn síður á meðan ríkissjóður stendur eins illa og raun ber vitni. Það eru því mjög litlar líkur á því að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari til Keflavíkur í bráð.Hvar byggja barnabörnin? Eitt mikilvægasta hlutverk borgarfulltrúa í Reykjavík er að hugsa um framtíðina. Hlutverk okkar sem kjörinna fulltrúa er að rýna vel hvað er best fyrir núverandi íbúa en ekki síður að taka ákvarðanir sem varða framtíðina, fyrir börn sem enn eru ófædd. Aðalskipulag Reykjavíkur er eitt stærsta verkfæri okkar. Skipulagið varpar fram sýn um umhverfismál, samgöngumál og hagkvæmari borg, bæði fyrir fjölskyldur og skattgreiðendur í heild. Drögin byggja á nokkrum meginþáttum sem munu bæta borgarumhverfið og auka lífsgæði borgarbúa. Þéttari byggð er þar lykilþáttur. Rekstur borgarinnar verður mun hagkvæmari með þéttari byggð. Hægt verður að nýta betur land og fjárfestingar í gatna- og veitukerfum auk þjónustu eins og skóla og félagsþjónustu. Samgöngukostnaður borgarbúa lækkar verulega þar sem vegalengdir milli vinnu, þjónustu og heimila styttast. Fyrir íbúa borgarinnar eru þetta allt mjög mikilvægir þættir til framtíðar, alveg eins og fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Án aukinnar þéttingar yrðu daglegar ferðir umtalsvert lengri, mengun meiri og tími með fjölskyldu og í tómstundum minni. Aukin byggð fyrir austan borgina myndi rýra lífsgæði íbúa úthverfa Reykjavíkur vegna aukinnar umferðar við og í gegnum þau hverfi. Eitt af þremur lykiluppbyggingarsvæðunum er Vatnsmýrin ásamt Elliðaárvogi og miðborginni. Vatnsmýrin er í tillögunni að nýju aðalskipulagi blönduð byggð íbúða, háskóla- og atvinnustarfsemi. Úttektir hlutlausra aðila hafa sýnt fram á að hagræn áhrif af því að nýta Vatnsmýrina undir blandaða byggð og finna flugvellinum nýjan stað eru einfaldlega of mikil til að forsvaranlegt sé að skoða flutning flugvallar ekki til þrautar. Svæðið er jafnframt gríðarstórt. Það jafngildir því að Reykvíkingar fengju svæði til afnota sem samsvarar öllum vesturbænum, eða gætu byggt nýjan miðbæ, í miðbænum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá kosti þess að geta byggt upp svæði á stærð við Þingholtin og miðbæinn í hjarta borgarinnar.Brautin fer ekki 2016 Það er mikilvægt að ríki og borg skoði saman hvar innanlandsflugvöllurinn gæti verið til frambúðar. Fjölmargir kostir eru óræddir og ekki skoðaðir í kjölinn. Borgin á að ganga samningsfús og lausnamiðuð til viðræðna og þar hlýtur að koma til álita að breyta dagsetningum á fyrirhuguðum brottflutningi flugvallarins. Flestir sjá að það er útilokað með öllu að önnur aðalbrautin hverfi árið 2016. Á dagskrá er að fullkanna Hólmsheiðina en gera þarf ítarlegri athuganir á flugskilyrðum og veðurfari. Skoða þarf betur aðra kosti og nú í vetur gefst einmitt einstakt tækifæri til þess þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður endurskoðað. Áhyggjur af sjúkraflutningum eru réttmætar en leysanlegar. Auðvitað vill enginn, ekki heldur fylgjendur þess að byggt sé í Vatnsmýrinni, tefla í tvísýnu neinu sem viðkemur öryggi og sjúkraþjónustu.Hjarta Reykjavíkur Þann 20. september lýkur umsagnarferli um drög að aðalskipulagi Reykjavíkur. Borgarbúar, hagsmunaaðilar og allir þeir sem bera hag borgarinnar fyrir brjósti eru hvattir til að senda sitt álit. Undirskriftasöfnun á lending.is sýnir, eins og borgarfulltrúar eru vel meðvitaðir um, að flugvallarsvæðið snertir landsmenn alla og það er mikilvægt að taka til greina þessi öflugu mótmæli. Í umsagnarferlinu og áframhaldandi umfjöllun borgarstjórnar munu eflaust margar athugasemdir koma fram sem gætu leitt til breytinga þegar lokatillaga verður lögð fram. Það vill svo til að hjarta flugvallarins er jafnframt hjarta Reykjavíkurborgar, höfuðborgar allra landsmanna. Íbúar eiga rétt á því að við leitum lausna, með virðingu fyrir sjónarmiðum allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Það er ekki góð hugmynd að Reykjavíkurflugvöllur fari til Keflavíkur. Það er heldur ekki góð hugmynd að útiloka Vatnsmýrina sem framtíðarbyggingarland borgarinnar. Verst er þó sú staða að ekki megi ræða lausnir fyrir staðsetningu flugvallarins án þess að gefa sér að Vatnsmýrin og Keflavík séu einu staðirnir sem komi til greina. Það er hluti af skyldum höfuðborgar að gera öllum landsmönnum auðvelt að sækja þá þjónustu sem eingöngu er boðið upp á í höfuðborginni. Borgin er ekki eyland heldur hluti af íslensku samfélagi, netinu sem tengir okkur öll. Það má vera að samgöngubætur framtíðar eða önnur ófyrirséð þróun bjóði upp á að innanlandsflug geti blómstrað annars staðar en í Vatnsmýri. En sá kostur er ekki til staðar í dag og enn síður á meðan ríkissjóður stendur eins illa og raun ber vitni. Það eru því mjög litlar líkur á því að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari til Keflavíkur í bráð.Hvar byggja barnabörnin? Eitt mikilvægasta hlutverk borgarfulltrúa í Reykjavík er að hugsa um framtíðina. Hlutverk okkar sem kjörinna fulltrúa er að rýna vel hvað er best fyrir núverandi íbúa en ekki síður að taka ákvarðanir sem varða framtíðina, fyrir börn sem enn eru ófædd. Aðalskipulag Reykjavíkur er eitt stærsta verkfæri okkar. Skipulagið varpar fram sýn um umhverfismál, samgöngumál og hagkvæmari borg, bæði fyrir fjölskyldur og skattgreiðendur í heild. Drögin byggja á nokkrum meginþáttum sem munu bæta borgarumhverfið og auka lífsgæði borgarbúa. Þéttari byggð er þar lykilþáttur. Rekstur borgarinnar verður mun hagkvæmari með þéttari byggð. Hægt verður að nýta betur land og fjárfestingar í gatna- og veitukerfum auk þjónustu eins og skóla og félagsþjónustu. Samgöngukostnaður borgarbúa lækkar verulega þar sem vegalengdir milli vinnu, þjónustu og heimila styttast. Fyrir íbúa borgarinnar eru þetta allt mjög mikilvægir þættir til framtíðar, alveg eins og fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Án aukinnar þéttingar yrðu daglegar ferðir umtalsvert lengri, mengun meiri og tími með fjölskyldu og í tómstundum minni. Aukin byggð fyrir austan borgina myndi rýra lífsgæði íbúa úthverfa Reykjavíkur vegna aukinnar umferðar við og í gegnum þau hverfi. Eitt af þremur lykiluppbyggingarsvæðunum er Vatnsmýrin ásamt Elliðaárvogi og miðborginni. Vatnsmýrin er í tillögunni að nýju aðalskipulagi blönduð byggð íbúða, háskóla- og atvinnustarfsemi. Úttektir hlutlausra aðila hafa sýnt fram á að hagræn áhrif af því að nýta Vatnsmýrina undir blandaða byggð og finna flugvellinum nýjan stað eru einfaldlega of mikil til að forsvaranlegt sé að skoða flutning flugvallar ekki til þrautar. Svæðið er jafnframt gríðarstórt. Það jafngildir því að Reykvíkingar fengju svæði til afnota sem samsvarar öllum vesturbænum, eða gætu byggt nýjan miðbæ, í miðbænum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá kosti þess að geta byggt upp svæði á stærð við Þingholtin og miðbæinn í hjarta borgarinnar.Brautin fer ekki 2016 Það er mikilvægt að ríki og borg skoði saman hvar innanlandsflugvöllurinn gæti verið til frambúðar. Fjölmargir kostir eru óræddir og ekki skoðaðir í kjölinn. Borgin á að ganga samningsfús og lausnamiðuð til viðræðna og þar hlýtur að koma til álita að breyta dagsetningum á fyrirhuguðum brottflutningi flugvallarins. Flestir sjá að það er útilokað með öllu að önnur aðalbrautin hverfi árið 2016. Á dagskrá er að fullkanna Hólmsheiðina en gera þarf ítarlegri athuganir á flugskilyrðum og veðurfari. Skoða þarf betur aðra kosti og nú í vetur gefst einmitt einstakt tækifæri til þess þegar svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður endurskoðað. Áhyggjur af sjúkraflutningum eru réttmætar en leysanlegar. Auðvitað vill enginn, ekki heldur fylgjendur þess að byggt sé í Vatnsmýrinni, tefla í tvísýnu neinu sem viðkemur öryggi og sjúkraþjónustu.Hjarta Reykjavíkur Þann 20. september lýkur umsagnarferli um drög að aðalskipulagi Reykjavíkur. Borgarbúar, hagsmunaaðilar og allir þeir sem bera hag borgarinnar fyrir brjósti eru hvattir til að senda sitt álit. Undirskriftasöfnun á lending.is sýnir, eins og borgarfulltrúar eru vel meðvitaðir um, að flugvallarsvæðið snertir landsmenn alla og það er mikilvægt að taka til greina þessi öflugu mótmæli. Í umsagnarferlinu og áframhaldandi umfjöllun borgarstjórnar munu eflaust margar athugasemdir koma fram sem gætu leitt til breytinga þegar lokatillaga verður lögð fram. Það vill svo til að hjarta flugvallarins er jafnframt hjarta Reykjavíkurborgar, höfuðborgar allra landsmanna. Íbúar eiga rétt á því að við leitum lausna, með virðingu fyrir sjónarmiðum allra.