Óttinn við tækifærin Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra blés fyrirhugaða sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskóla Íslands af, eftir að hagsmunaöfl á borð við sveitarstjórn Borgarbyggðar og Bændasamtökin höfðu lagzt eindregið gegn henni, ásamt þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Fastir pennar 17. apríl 2014 07:00
Játningar nútímamanns Ég elska KFC. Fyrir 20 árum spúlaði ég plan hjá rútufyrirtæki fyrir klink til að kaupa vængi á KFC. Ég hef brunað Sæbrautina klukkan fimm mínútur í tíu á sunnudagskvöldi til að ná Tower Zinger út um lúguna fyrir lokun. Bakþankar 17. apríl 2014 07:00
Píslarganga B-manneskju Vekjaraklukkan hringir. Klukkan er fimm. Máttvana teygi ég mig í símann. Klemmi saman augun. Græt. Bölva sjálfri mér. Finn engar afsakanir. Dröslast á fætur. Ég er ekki á leið til útlanda, þótt ég hafi ítrekað reynt að ljúga því að sjálfri mér. Bakþankar 16. apríl 2014 08:52
Sagan verður ekki umflúin Ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 um helgina hafa valdið deilum í flokknum. Árni Páll sagðist í þættinum vera mikill stuðningsmaður þjóðkirkjunnar: Fastir pennar 16. apríl 2014 07:00
Einhver borgar Bílastæðagjald kann að vera farsælli leið og síður umdeild en að kraftgallaklæddir rukkarar stöðvi fólk við náttúruundur landsins. Fastir pennar 16. apríl 2014 07:00
Toppurinn að vera fullorðinn Þegar ég var barn hlakkaði ég til þess að verða fullorðin. Mér fannst svalt að sjá fólk halda á innkaupapoka, heimilispóstinum og bisa við að opna útidyrnar heima hjá sér. Mér fannst töff að ganga með seðlaveski og horfa á fréttatíma RÚV. Bakþankar 15. apríl 2014 08:58
Svindl og svínarí? Það er dálítið merkilegt að lesa nýleg gögn og fréttaflutning varðandi lyfið Tamiflu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Margra ára barátta var háð um aðgang að rannsóknargögnum til að óháðir aðilar fengju tækifæri til að átta sig á staðhæfingum um virkni þess. Fastir pennar 15. apríl 2014 07:00
Takk fyrir mig! Fyrir rúmu ári hóf ég verkefni sem loksins sér fyrir endann á; að horfa á hvern einasta Simpsons-þátt sem gerður hefur verið og reyna að koma auga á það nákvæmlega hvenær þættirnir „hoppuðu yfir hákarlinn“. Bakþankar 14. apríl 2014 08:57
Hvað um Andrarímur? Kiljan birti á dögunum lista um þær bækur sem áhorfendur þáttarins telja "öndvegisrit íslenskra bókmennta“. Skemmtilegt framtak. En það er samt svolítið einkennileg tilfinning sem fylgir því hafa skrifað bók sem sett er einu sæti neðar en ástarljóð Páls Ólafssonar en ofar en til dæmis Hrafnkels saga Freysgoða eða Íslenzk menning Sigurðar Nordal. Fastir pennar 14. apríl 2014 00:00
Er þetta þess virði? Ef það er eitthvað sem við ættum að læra af hruninu þá er það að þeir sem sýsla með annarra manna fjármuni ættu koma fram við þá af meiri virðingu. Bakþankar 12. apríl 2014 11:00
Eiga sparisjóðirnir sér framtíð? Rannsóknarnefnd Alþingis, sem skilað hefur skýrslu um fall sparisjóðanna, er varkárari í ályktunum sínum og yfirlýsingum en fyrri rannsóknarnefndir. Af skýrslu hennar má þó ráða að víða var pottur brotinn í starfsemi sparisjóðanna fyrir hrun. Fastir pennar 12. apríl 2014 07:00
Andstætt íslenskum hagsmunum að slíta Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið, sem kom út í vikunni, og skýrsla hagfræðistofnunar mynda saman mikilvægan þekkingargrunn fyrir upplýsta umræðu. Spurningin er: Hvaða ályktanir má svo draga af þessum skýrslum? Fastir pennar 12. apríl 2014 07:00
Hugum að undirstöðunum Oft hefur verið bruðlað í ríkisrekstrinum og skattpeningunum okkar sóað. Eftir hrunið hefur mikil vinna stjórnmálamanna farið í að skera niður útgjöld ríkisins og laga þau að tekjunum. Fastir pennar 11. apríl 2014 07:00
Leiðréttingin kemur í heimsókn Í leikritinu "Sú gamla kemur í heimsókn“ eftir Friedrich Dürrenmatt er sagt frá eldri konu sem snýr aftur í heimabæinn eftir margra ára fjarveru. Konan, sem hefur nú efnast mjög, gerir bæjarbúunum tilboð. Hún ætlar að gefa bæjarsjóðnum og öllum "heimilum“ Fastir pennar 11. apríl 2014 07:00
Gengur ekkert í leiklistinni? Ég lærði leiklist úti í Danmörku. Fjögur ár af ævi minni fóru í nám sem ég hefði aldrei getað ímyndað að myndi reynast mér svona vel í lífinu. Bakþankar 11. apríl 2014 06:00
Ábyrgur taprekstur Ákvörðun útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. um að loka fiskvinnslu sinni á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri og flytja störfin til Grindavíkur hefur valdið fjaðrafoki. Fastir pennar 10. apríl 2014 07:00
Það tekur bara mínútu að lesa þennan pistil Hafið þið heyrt um Y-kynslóðina, aldamótakrakkana sem slitu barnsskónum í kringum 2000? Ég tilheyri henni víst sjálfur því samkvæmt ýtrustu skilgreiningum er nóg að vera fæddur eftir 1980. Bakþankar 10. apríl 2014 07:00
Næst er það grunnskólinn Það er ekki ofmælt að kjarasamningurinn sem samninganefnd ríkisins og framhaldsskólakennarar gerðu í síðustu viku marki tímamót. Kennarar munu fá umtalsverðar launahækkanir umfram það sem gerist á almennum vinnumarkaði, en samþykkja í staðinn breytingar á vinnufyrirkomulagi. Fastir pennar 9. apríl 2014 07:00
Eitt núll fyrir okkkur! Ég opna sjaldan myndbönd sem fólk er að deila á Facebook. Nenni því ekki. Geri það þó stundum, ef ég held að þau séu sniðug, eða áhugaverð. Opnaði eitt um daginn. Bakþankar 9. apríl 2014 07:00
Ekkert vit í að slíta Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands fyrir samtök á vinnumarkaði er mikilvægt innlegg í umræðuna um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Nálgunin í skýrslunni er ólík þeirri sem var notuð í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ríkisstjórnina, enda verkefninu stillt upp með öðrum hætti. Almennt er tónninn í þessari skýrslu jákvæðari hvað varðar möguleika Íslands á að ná hagfelldum samningi við ESB. Fastir pennar 8. apríl 2014 07:00
Á að lögleiða fíkniefnaneyslu? Talsverð umræða hefur verið að undanförnu um fíkniefni, refsirammann og svo það hvort við eigum hreinlega að lögleiða ákveðnar tegundir fíkniefna. Þegar maður skoðar hvað er að gerast í kringum okkur verður ljóst að það er afar mismunandi Fastir pennar 8. apríl 2014 07:00
Veitendur og þiggjendur Við samgleðjumst öll yfir því þegar menn verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða. Við höfum hins vegar meiri efasemdir yfir hinum sem verða ríkir af fiskinum sem þeir veiða ekki – en eiga, þótt eigi að heita sameign þjóðarinnar. Skoðun 7. apríl 2014 12:00
Upplitað rósótt sófasett Hvað er betra en að fara í sumarbústað? Ábyggilega ýmislegt, en það er samt alltaf eitthvað notalegt að fara í bústað. Keyra allt of lengi til þess eins að slappa af í einhverjum kofa. Sumarbústaðir eru ekki merkilegir út af fyrir sig, nokkuð svipaðir allir að stærð og gerð og einhvern veginn alltaf sama lyngið í kring, jafnvel smá möl í innkeyrslunni. Bakþankar 7. apríl 2014 10:00
Hlýr faðmur Framsóknar Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að undanskildum ráðherrunum og forseta Alþingis, eru flutningsmenn þingsályktunartillögu um að móta viðskiptastefnu Íslands, sem feli í sér lægra vöruverð til hagsbóta fyrir neytendur. Með öðrum orðum eigi að lækka tolla, vörugjöld og skatta. Fastir pennar 5. apríl 2014 07:00
Lagabót Í vikunni lagði fjármálaráðherra fyrir Alþingi frumvarp að einni mestu lagabót síðari ára. Heiti hennar er yfirlætislaust: Frumvarp til laga um opinber fjármál. Það fær að sönnu ekki nokkurn lifandi mann til að hrökkva í kút. Fastir pennar 5. apríl 2014 07:00
Krónuspil Ég hef ekki stundað spilavíti en ég ímynda mér að ef ég væri í Las Vegas væri það þannig að ég gengi að afgreiðslunni og skipti á dollurunum mínum fyrir spilapeninga. Bakþankar 5. apríl 2014 06:00
G-orðið Ímyndum okkur einkenni. Til að gefa því ekki of gildishlaðna merkingu skulum við kalla það "G“. Segjum nú að við höfum umtalsverðar sannanir fyrir því að þeir sem hafi hátt G séu líklegir til að lifa lengur, verða hraustari og hafa meiri tekjur Fastir pennar 4. apríl 2014 07:00
Ómur kalds stríðs Fyrir fáeinum vikum eða mánuðum hefðu menn afgreitt það sem hræðsluáróður og kaldastríðstal ef einhver hefði spáð því að á 21. öldinni yrði landamærum Evrópuríkja enn og aftur breytt með hervaldi; að eitt Evrópuríki myndi ráðast inn í annað og taka af því landsvæði. Það er liðin tíð, hefðu margir sagt. Fastir pennar 4. apríl 2014 07:00
Á Bolungarvík Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga. Bakþankar 4. apríl 2014 07:00
Tækifærin í mansali Mikið var rætt um hrægamma í aðdraganda síðustu kosninga. Miklu meira en aðra fugla. Skógarþrestir og hafernir voru til dæmis víðsfjarri og ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á lóuna, þrátt fyrir að ég hafi verið í kjöraðstöðu til að hlusta á tístið í frambjóðendum Bakþankar 3. apríl 2014 07:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun