Upplitað rósótt sófasett Berglind Pétursdóttir skrifar 7. apríl 2014 10:00 Hvað er betra en að fara í sumarbústað? Ábyggilega ýmislegt, en það er samt alltaf eitthvað notalegt að fara í bústað. Keyra allt of lengi til þess eins að slappa af í einhverjum kofa. Sumarbústaðir eru ekki merkilegir út af fyrir sig, nokkuð svipaðir allir að stærð og gerð og einhvern veginn alltaf sama lyngið í kring, jafnvel smá möl í innkeyrslunni. Það er nú samt einu sinni þannig með sumarbústaði, svipað og með mannfólkið, að það merkilegasta við þessi fyrirbæri er innvolsið. Sumarbústaðahúsgögn eru ótrúlegur menningararfur. Upplitaður viður með hræðilegum bólstruðum sessum og samtíningur af styttum og vösum sem enginn vildi úr síðustu dánarbúum. Sófinner alltaf ákveðinn hornsteinn í ósamstæðunni, hornsófi með huggulegu blómamynstri hvurs litapalletta má muna sinn fífil fegurri. Gardínur á stærðarinnar gardínuhringjum, ekki alveg með sama blómamynstri og sófinn, og ljótir pífukoddar með abstrakt grábleiku munstri. Svo er náttúrulega mjög extravagant blúndugardína inni á baðherbergi, sem er vissulega þakklát uppbót fyrir ískalda klósettsetuna. En samt, súkkulaðirúsínur í hillu, fermingarfranskar á borði, snjáður lúdókassi, kilja úr Ódýra pakkanum, spilastokkur – svo kámugur að það stafar sjúkdómahætta af því að taka Ólsen – hálfslítra bjórdós á heitapottsbríkinni, grilluð kótiletta í annarri og Æðibitakassi í hinni. Húsflugufjöldagrafir hér og þar. Mmm. Þaðer nefnilega þannig að þegar það er búið að rölta um á gólfinu í ullarsokkum í svona hálftíma er allt orðið svo skrambi kósí og það er eins og maður hafi aldrei verið í öðruvísi umhverfi. Þegar maður breiðir svo yfir sig þynnildið úr Rúmfatalagernum að kvöldlagi er notalegt að hlusta á suð flugna og lóupíp úti í móa, og hlakka til kraftleysisins sem sturtan mun bjóða upp á daginn eftir. Hiðherrans ár 2007 gerðist ég svo fræg að komast eina helgi í lúdókassalausan sumarbústað í eigu ónefnds hverfisbanka þar sem veggirnir voru úr gleri, sófarnir úr leðri, sturtur og fataskápar á stærð við íbúðina mína, bakarofninn rúmaði þrjá kalkúna og ísskápurinn var með tölvuskjá. Og vitiði hvað? Það var bara ekkert eins og að vera í sumarbústað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Hvað er betra en að fara í sumarbústað? Ábyggilega ýmislegt, en það er samt alltaf eitthvað notalegt að fara í bústað. Keyra allt of lengi til þess eins að slappa af í einhverjum kofa. Sumarbústaðir eru ekki merkilegir út af fyrir sig, nokkuð svipaðir allir að stærð og gerð og einhvern veginn alltaf sama lyngið í kring, jafnvel smá möl í innkeyrslunni. Það er nú samt einu sinni þannig með sumarbústaði, svipað og með mannfólkið, að það merkilegasta við þessi fyrirbæri er innvolsið. Sumarbústaðahúsgögn eru ótrúlegur menningararfur. Upplitaður viður með hræðilegum bólstruðum sessum og samtíningur af styttum og vösum sem enginn vildi úr síðustu dánarbúum. Sófinner alltaf ákveðinn hornsteinn í ósamstæðunni, hornsófi með huggulegu blómamynstri hvurs litapalletta má muna sinn fífil fegurri. Gardínur á stærðarinnar gardínuhringjum, ekki alveg með sama blómamynstri og sófinn, og ljótir pífukoddar með abstrakt grábleiku munstri. Svo er náttúrulega mjög extravagant blúndugardína inni á baðherbergi, sem er vissulega þakklát uppbót fyrir ískalda klósettsetuna. En samt, súkkulaðirúsínur í hillu, fermingarfranskar á borði, snjáður lúdókassi, kilja úr Ódýra pakkanum, spilastokkur – svo kámugur að það stafar sjúkdómahætta af því að taka Ólsen – hálfslítra bjórdós á heitapottsbríkinni, grilluð kótiletta í annarri og Æðibitakassi í hinni. Húsflugufjöldagrafir hér og þar. Mmm. Þaðer nefnilega þannig að þegar það er búið að rölta um á gólfinu í ullarsokkum í svona hálftíma er allt orðið svo skrambi kósí og það er eins og maður hafi aldrei verið í öðruvísi umhverfi. Þegar maður breiðir svo yfir sig þynnildið úr Rúmfatalagernum að kvöldlagi er notalegt að hlusta á suð flugna og lóupíp úti í móa, og hlakka til kraftleysisins sem sturtan mun bjóða upp á daginn eftir. Hiðherrans ár 2007 gerðist ég svo fræg að komast eina helgi í lúdókassalausan sumarbústað í eigu ónefnds hverfisbanka þar sem veggirnir voru úr gleri, sófarnir úr leðri, sturtur og fataskápar á stærð við íbúðina mína, bakarofninn rúmaði þrjá kalkúna og ísskápurinn var með tölvuskjá. Og vitiði hvað? Það var bara ekkert eins og að vera í sumarbústað.