Hugum að undirstöðunum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. apríl 2014 07:00 Oft hefur verið bruðlað í ríkisrekstrinum og skattpeningunum okkar sóað. Eftir hrunið hefur mikil vinna stjórnmálamanna farið í að skera niður útgjöld ríkisins og laga þau að tekjunum. Í einhverjum tilvikum er þó svo komið að sparnaðurinn hefur gengið svo langt að það leiðir af sér annaðhvort tekjutap fyrir ríkið eða þá kostnað til lengri tíma litið. Þetta hlýtur að þurfa að hafa í huga við ríkisreksturinn. Fréttablaðið hefur fjallað um tvö dæmi af þessum toga undanfarið. Annars vegar er það fjársvelti Hafrannsóknastofnunar. Rekstur þeirrar mikilvægu stofnunar hefur verið skorinn meira niður en hjá flestum öðrum ríkisstofnunum. Nú er svo komið að Hafró getur ekki sinnt grunnrannsóknum á öllum stofnum. Afleiðing þess getur verið að af því að stofnunina skortir þekkingu á fiskstofninum vill hún gæta varúðar og leggur til minni veiði úr honum en í raun mætti leyfa. Þannig verður sparnaður upp á einhverja tugi milljóna hjá Hafró auðveldlega að hundraða milljóna tekjutapi fyrir sjávarútveginn, þjóðarbúið og ríkissjóð. Þetta gerist þrátt fyrir að veiðigjöldin, sem lögum samkvæmt eiga að standa undir þjónustu við sjávarútveginn, þar með töldum rekstri Hafrannsóknastofnunar, séu nú orðin margfalt framlag ríkisins til stofnunarinnar. Peningarnir hafa verið teknir í annað – kannski skiljanlega á þessum mögru árum í ríkisrekstrinum, en það mætti þó að minnsta kosti nota hluta veiðigjaldsins til að sinna hafrannsóknum sómasamlega. Hitt dæmið er af viðhaldi vegakerfisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Vegagerðin hefði aðeins um 60 til 70 prósent þess fjár sem nauðsynlegt er til að viðhalda þeim samgöngumannvirkjum sem þegar hafa verið byggð upp. Ef viðhaldið skortir molnar burðarlag veganna niður og getur þá síðar þurft að ráðast í viðamiklar viðgerðir sem kosta miklu meira en reglubundið viðhald. „Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í Fréttablaðinu í gær. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjustofnar, sem einu sinni áttu að vera eyrnamerktir uppbyggingu vegakerfisins, skili ríkinu margfalt meiri peningum en Vegagerðin fær. Tilhneiging stjórnmálamanna er oft að forgangsraða peningum í vinsæl verkefni, sem afla atkvæða. Dæmi um slíkt eru nýframkvæmdir í vegakerfinu, sem vissulega eru nauðsynlegar – en þegar peningarnir eru af jafnskornum skammti og núna er kannski nær að passa upp á að vegirnir sem fyrir eru skemmist ekki. Hafrannsóknir eru heldur ekkert sérstaklega sexí verkefni og bara einhverjir útgerðarmenn sem kvarta þegar þær eru skornar niður. Þess vegna er miklu auðveldara að svína á Hafró en til dæmis spítölunum. Það breytir ekki því að stjórnmálamönnunum ber að horfa til þess að sparnaðurinn vegi ekki að undirstöðunum í samfélaginu. Vegakerfið, sem hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði, og grunnrannsóknir í þágu sjávarútvegsins eru þar á meðal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Oft hefur verið bruðlað í ríkisrekstrinum og skattpeningunum okkar sóað. Eftir hrunið hefur mikil vinna stjórnmálamanna farið í að skera niður útgjöld ríkisins og laga þau að tekjunum. Í einhverjum tilvikum er þó svo komið að sparnaðurinn hefur gengið svo langt að það leiðir af sér annaðhvort tekjutap fyrir ríkið eða þá kostnað til lengri tíma litið. Þetta hlýtur að þurfa að hafa í huga við ríkisreksturinn. Fréttablaðið hefur fjallað um tvö dæmi af þessum toga undanfarið. Annars vegar er það fjársvelti Hafrannsóknastofnunar. Rekstur þeirrar mikilvægu stofnunar hefur verið skorinn meira niður en hjá flestum öðrum ríkisstofnunum. Nú er svo komið að Hafró getur ekki sinnt grunnrannsóknum á öllum stofnum. Afleiðing þess getur verið að af því að stofnunina skortir þekkingu á fiskstofninum vill hún gæta varúðar og leggur til minni veiði úr honum en í raun mætti leyfa. Þannig verður sparnaður upp á einhverja tugi milljóna hjá Hafró auðveldlega að hundraða milljóna tekjutapi fyrir sjávarútveginn, þjóðarbúið og ríkissjóð. Þetta gerist þrátt fyrir að veiðigjöldin, sem lögum samkvæmt eiga að standa undir þjónustu við sjávarútveginn, þar með töldum rekstri Hafrannsóknastofnunar, séu nú orðin margfalt framlag ríkisins til stofnunarinnar. Peningarnir hafa verið teknir í annað – kannski skiljanlega á þessum mögru árum í ríkisrekstrinum, en það mætti þó að minnsta kosti nota hluta veiðigjaldsins til að sinna hafrannsóknum sómasamlega. Hitt dæmið er af viðhaldi vegakerfisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Vegagerðin hefði aðeins um 60 til 70 prósent þess fjár sem nauðsynlegt er til að viðhalda þeim samgöngumannvirkjum sem þegar hafa verið byggð upp. Ef viðhaldið skortir molnar burðarlag veganna niður og getur þá síðar þurft að ráðast í viðamiklar viðgerðir sem kosta miklu meira en reglubundið viðhald. „Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í Fréttablaðinu í gær. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjustofnar, sem einu sinni áttu að vera eyrnamerktir uppbyggingu vegakerfisins, skili ríkinu margfalt meiri peningum en Vegagerðin fær. Tilhneiging stjórnmálamanna er oft að forgangsraða peningum í vinsæl verkefni, sem afla atkvæða. Dæmi um slíkt eru nýframkvæmdir í vegakerfinu, sem vissulega eru nauðsynlegar – en þegar peningarnir eru af jafnskornum skammti og núna er kannski nær að passa upp á að vegirnir sem fyrir eru skemmist ekki. Hafrannsóknir eru heldur ekkert sérstaklega sexí verkefni og bara einhverjir útgerðarmenn sem kvarta þegar þær eru skornar niður. Þess vegna er miklu auðveldara að svína á Hafró en til dæmis spítölunum. Það breytir ekki því að stjórnmálamönnunum ber að horfa til þess að sparnaðurinn vegi ekki að undirstöðunum í samfélaginu. Vegakerfið, sem hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði, og grunnrannsóknir í þágu sjávarútvegsins eru þar á meðal.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun