Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Ruben Amorim hefur byrjað vel hjá Manchester United en horfir raunhæft á framhaldið. Hann veit að það mun harðna á dalnum og hann vill að stuðningsmenn félagsins geri sér grein fyrir því. Enski boltinn 4. desember 2024 09:33
Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski landsliðsmaðurinn Marc Guéhi var aftur fyrirliði Crystal Palace þegar liðið mætti Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann hlustaði hins vegar ekki á viðvörun aganefndar ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 4. desember 2024 09:02
Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Martröðin heldur áfram hjá enska landsliðsmanninum Luke Shaw. Shaw hefur verið meira og minna meiddur í langan tíma og er nú meiddur aftur. Enski boltinn 4. desember 2024 07:33
Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Rúben Dias, varnarmaður Manchester City, reiddist fréttamanni eftir ítrekaðar spurningar um það hvernig leikmenn liðsins reyndu að takast á við versta gengi þess í háa herrans tíð. Enski boltinn 3. desember 2024 23:32
Draumabyrjun hjá Nistelrooy Ruud van Nistelrooy fékk í kvöld draumabyrjun sem stjóri Leicester, þegar liðið vann West Ham 3-1. Að sama skapi hangir starf Julen Lopetegui, stjóra Hamranna, á bláþræði. Enski boltinn 3. desember 2024 22:30
Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í samningsmál Mohamed Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Slot dró þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér inn í umræðuna og vildi svo ítreka að hann hafi verið að grínast með því. Enski boltinn 3. desember 2024 11:31
Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Rúben Amorim er þakklátur fyrir móttökurnar sem hann hefur fengið frá stuðningsmönnum Manchester United en er samt ekki hrifinn af nýjum söng þeirra um hann. Enski boltinn 3. desember 2024 10:03
Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Everton dróst gegn C-deildarliði Peterborough United í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Feðgar gætu þar mæst. Enski boltinn 3. desember 2024 09:32
Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Ruud van Nistelrooy sárnaði að hafa ekki fengið að halda áfram að starfa fyrir Manchester United þegar nýi knattspyrnustjórinn, Rúben Amorim, tók við. Enski boltinn 3. desember 2024 07:31
Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Fótboltamaðurinn Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, neitaði að bera fyrirliðaband í regnbogalitum og sýna þannig stuðning við hinsegin fólk, í leik við Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Enski boltinn 2. desember 2024 22:33
Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ríkjandi bikarmeistarar Manchester United mæta sigursælasta liði keppninnar, Arsenal, á Emirates-vellinum í Lundúnum í þriðju umferð enska bikarsins. Dregið var í kvöld og eru forvitnilegir leikir á dagskrá. Enski boltinn 2. desember 2024 19:43
Salah jafnaði met Rooneys Mohamed Salah skoraði seinna mark Liverpool í sigrinum á Manchester City í gær og lagði það fyrra upp. Þar með jafnaði hann met Waynes Rooney. Enski boltinn 2. desember 2024 14:17
Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Sparkspekingarnir og fyrrverandi leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, Gary Neville og Jamie Carragher, telja eitthvað miður gott í gangi milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og eins besta leikmann liðsins undanfarin ár Kevin De Bruyne. Sá síðarnefndi spilaði afar lítið í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Leik sem var sjötti tapleikur City í síðustu sjö leikjum. Enski boltinn 2. desember 2024 11:02
Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Stefan Ortega, markvörður Manchester City, lét niðrandi ummæli um Liverpool falla eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 2. desember 2024 10:02
Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, bjóst ekki við söngvum stuðningsmanna Liverpool um að hann yrði rekinn úr starfi. Enski boltinn 2. desember 2024 07:33
Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Arne Slot, þjálfari Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir öruggan 2-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í gær. Hann biður fólk í kringum liðið þó að halda sér á jörðinni. Fótbolti 2. desember 2024 07:00
Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Liverpool vann nokkuð sannfærandi 2-0 sigur er liðið tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 1. desember 2024 17:54
Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Chelsea komst upp að hlið Arsenal í öðru til þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 heimasigur á Aston Villa í dag. Tottenham náði enn á ný ekki að fylgja á eftir sigurleik. Enski boltinn 1. desember 2024 15:27
Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Manchester United vann frábæran 4-0 sigur á Everton í dag í fyrsta heimaleik liðsins undir stjórn Ruben Amorim í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 1. desember 2024 15:21
Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Liverpool tekur á móti Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í dag. Heimamenn í Liverpool geta náð ellefu stiga forskoti á City með sigri. Enski boltinn 1. desember 2024 11:42
Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Hollendingurinn Arne Slot fær alvöru próf sem knattspyrnustjóri Liverpool í dag þegar særðir Manchester City menn mæta á Anfield í raun að berjast fyrir lífi sínu í titilbaráttunni. Enski boltinn 1. desember 2024 09:19
Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú fjórum lokið. Kevin Schade skoraði þrennu fyrir Brentford og Justin Kluivert skoraði þrívegis af vítapunktinum fyrir Bournemouth. Fótbolti 30. nóvember 2024 17:04
Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Arsenal vann afar öruggan 5-2 sigur er liðið heimsótti West Ham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 30. nóvember 2024 17:00
Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Hollenski knattspyrnustjórinn Arne Slot er á góðri leið með að gera Liverpool að enskum meisturum á fyrsta tímabili. Liðið er þegar komið með átta stiga forskot eftir tólf leiki. Það hefur samt einn stjóri byrjað betur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 30. nóvember 2024 13:45
Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur aldrei áður á stjóraferlinum upplifað jafnslæmt gengi eins og hjá City liðinu síðustu vikur. Næst á dagskrá er síðan leikur á móti toppliðinu og að koma í veg fyrir að missa Liverpool ellefu stigum frá sér. Enski boltinn 30. nóvember 2024 11:03
Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ „Ég myndi gefa honum risa samning því hann er hverrar krónu virði,“ segir Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari írska landsliðsins um lærisvein sinn hjá landsliðinu sem hefur gripið tækifærið með Liverpool og slegið í gegn. Fótbolti 30. nóvember 2024 09:32
Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Liverpool og Manchester City mætast í sannkölluðum risaleik á sunnudag í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nú er orðið ljóst að einn af fastamönnum í byrjunarliði Liverpool verður frá keppni næstu vikurnar. Enski boltinn 29. nóvember 2024 23:00
Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Botnlið Southampton krækti í stig á útivelli í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við spútniklið Brighton í kvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 29. nóvember 2024 22:25
Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Leikmönnum Leicester City hefur verið tjáð að framkoma þeirra í jólapartíi í Kaupmannahöfn hafi verið óásættanleg. Enski boltinn 29. nóvember 2024 13:49
Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Það kostaði enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United því sem nemur rúmum 1,7 milljarði íslenskra króna að reka knattspyrnustjórann Erik ten Hag og starfslið hans frá félaginu. Ef litið er á kostnað félagsins við starfslok knattspyrnustjóra frá stjóratíð Sir Alex Ferguson kemur í ljós margra milljarða reikningur. Enski boltinn 28. nóvember 2024 14:01