Brighton áfram eftir sex varin víti í vítakeppni Brighton rétt skreið áfram í FA-bikarnum þegar liðið fór í heimsókn til D-deildarliðsins Newport County. Jason Steele, markvörður Brighton, varði fjórar vítaspyrnur. Enski boltinn 10. janúar 2021 22:46
Þægilegt hjá Tottenham gegn utandeildarliðinu Smáliðið Marine, sem leikur í áttunda þrepi enska knattspyrnudeildastigans, tók á móti stórliði Tottenham í FA-bikarnum. Enski boltinn 10. janúar 2021 18:45
Miðjumaður Leeds orðlaus eftir tapið neyðarlega „Ég er orðlaus. Við erum mjög ósáttir og þetta var ekki úrslitin sem við vorum að leitast eftir,“ voru fyrstu viðbrögð Ezgjan Alioski, miðjumanns Leeds, eftir 3-0 tapið gegn Crawley Town í dag. Enski boltinn 10. janúar 2021 16:16
D-deildarliðið niðurlægði Leeds Leeds United er úr leik í enska bikarnum þetta árið eftir að þeir töpuðu 3-0 fyrir D-deildarliðinu Crawley Town á útivelli í dag. Enski boltinn 10. janúar 2021 15:25
City afgreiddi Birmingham í fyrri hálfleik Kevin De Bruyne, Phil Foden, Bernardo Silva og Kyle Walker. Þetta voru á meðal þeirra leikmanna sem voru í byrjunarliði Man. City sem vann 3-0 sigur á Birmingham í enska bikarnum í dag. Fótbolti 10. janúar 2021 15:22
Vandræðalaust hjá Chelsea Chelsea lenti í engum vandræðum gegn D-deildarliðinu Morecambe. Lokatölur 4-0. Þrátt fyrir muninn á liðunum stillti Frank Lampard, stjóri Chelsea, upp afar sterku liði en lítið hefur gengið hjá Chelsea að undanförnu. Enski boltinn 10. janúar 2021 15:20
Liverpool gæti blandast í baráttuna um miðjumann Udinese Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool hafi blandast í baráttuna um miðjumann Udinese, Rodrigo De Paul, en nýliðar Leeds í ensku úrvalsdeildinni og Inter eru einnig sögð áhugasöm. Enski boltinn 10. janúar 2021 14:01
Viðurkennir að það hafi verið mistök að reka ekki Pickford út af fyrir brotið á Van Dijk Enski dómarinn Michael Oliver viðurkennir að hann hafi gert mistök með því að gefa Jordan Pickford ekki rauða spjaldið fyrir brot hans á Virgil Van Dijk í leik liðanna í október. Brot sem heldur Hollendingnum frá fótboltavellinum í nokkra mánuði. Enski boltinn 10. janúar 2021 12:00
Samherji Gylfa neitar að fagnið hafi snúist um öfgakennda hægri menn í Tyrklandi Cenk Tosun, framherji Everton, neitar því að hafa fagnað marki sínu gegn Rotherham í enska bikarnum að nýfasistasið. Tosun skoraði fyrra mark Everton í 2-1 sigri í framlengdum leik. Enski boltinn 10. janúar 2021 09:46
Æfa tvisvar í viku, eignuðust bjórkæli og fá nú Mourinho og hans menn til Krossabæjar Leikmenn Marine æfa fótbolta tvisvar í viku, hafa ekki spilað leik síðan á öðrum degi jóla og eru einum bjórkæli ríkari vegna áhuga heimsins á stærsta leik lífs þeirra. Sá leikur er í dag þegar áhugamennirnir fá Jose Mourinho og hans menn í Tottenham í heimsókn, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn 10. janúar 2021 09:01
Dagskráin í dag: Ítalski boltinn, enska bikarkeppnin og amerískar íþróttir Það er heldur betur nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sport 10. janúar 2021 06:01
Engin flugeldasýning þegar United fór áfram í bikarnum Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á B-deildarliði Watford. Enski boltinn 9. janúar 2021 22:00
Arsenal áfram eftir framlengingu Bikarmeistarar Arsenal hófu titilvörn sína gegn Newcastle United á heimavelli. Lokatölur voru 2-0 sigur Arsenal eftir framlengingu. Enski boltinn 9. janúar 2021 20:00
Mourinho áhugasamur um varnarmann Real Madrid Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, er áhugasamur um að fá varnarmanninn Eder Militao til liðs við sitt lið frá Real Madrid. Enski boltinn 9. janúar 2021 17:46
Daníel og Jói Berg áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Jóhann Berg Guðmundsson var kominn í byrjunarlið Burnley, í fyrsta skipti í tvo mánuði, í ensku bikarkeppninni. Liðið er nú í framlengingu gegn C-deildarliðinu MK Dons. Enski boltinn 9. janúar 2021 17:30
Endar Eriksen hjá Tottenham á ný? Christian Eriksen er úti í kuldanum hjá Inter Milan og það gæti orðið til þess að hann snúi aftur til Tottenham einungis einu ár eftir að hann yfirgaf félagið. Að sama skapi gæti Dele Alli yfirgefið Tottenham og farið til PSG. Fótbolti 9. janúar 2021 15:00
Gylfi spilaði er Everton marði Rotherham eftir framlengingu Everton þurfti framlengingu til þess að slá B-deildarliðið Rotherham United úr enska bikarnum er liðin mættust á Goodison Park í dag. Lokatölur 2-1. Enski boltinn 9. janúar 2021 14:39
Ungu strákarnir hjá Derby slegnir út af utandeildarliði | Jón Daði kominn áfram Utandeildarlið Chorley gerði sér lítið fyrir og sló B-deildarliðið Derby út úr enska bikarnum. Lokatölur 2-0. Derby stillti þó upp varaliði þar sem aðallið félagsins, sem og Wayne Rooney og þjálfarateymið, eru í sóttkví. Enski boltinn 9. janúar 2021 14:07
Skipti um treyju við Fabinho en eftir spjall við einn úr þjálfarateyminu tók hann á rás Hinn sautján ára gamli Louie Barry gleymir væntanlega seint gærkvöldinu er hann skoraði sitt fyrsta mark í aðalliðsfótbolta gegn ríkjandi ensku meisturunum í Liverpool. Enski boltinn 9. janúar 2021 11:36
Meira kemur til með að mæða á Gylfa í bikarslagnum Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton síðustu vikur og útlit er fyrir enn meira mæði á honum í dag þegar liðið freistar þess að komast áfram í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Enski boltinn 9. janúar 2021 09:00
Kæmi Berbatov ekki á óvart ef að De Beek myndi yfirgefa Man. United eftir fjóra mánuði hjá félaginu Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Manchester United, segir að hann væri ekki hissa ef að miðjumaðurinn Donny van de Beek væri byrjaður að líta í kringum sig og vilji komast frá félaginu. Enski boltinn 8. janúar 2021 23:02
Milner glotti við tönn: Fjórir leikmenn Villa ekki fæddir þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Leeds James Milner, vinstri bakvörður Liverpool í 4-1 sigrinum á Aston Villa í kvöld, hrósaði unga Villa liðinu fyrir leik sinn í kvöld en staðan eftir klukkutímaleik var 1-1. Enski boltinn 8. janúar 2021 22:16
„Krakkaliðið“ stóð í ensku meisturunum í klukkutíma Aston Villa þarf að tefla fram unglingaliði sínu þegar Englandsmeistarar Liverpool koma í heimsókn á Villa Park í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Enski boltinn 8. janúar 2021 21:39
Enginn bakvörður hefur skapað meira en samherji Gylfa Ef horft er til tölfræði Twitter síðunnar Football Critic er samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, Lucas Digne, sá bakvörður sem skapar flest færi á hverjum 90 mínútum. Enski boltinn 8. janúar 2021 20:30
Bruno leiður og vonsvikinn eftir tapið í undanúrslitunum Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, hefur hvatt samherja sína til þess að læra af tapinu gegn Man. City í undanúrslitum enska deildarbikarsins fyrr í vikunni. Enski boltinn 8. janúar 2021 18:16
Arsenal valdi Pépé fram yfir Zaha Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, segist hafa rætt við Unai Emery, þáverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um möguleikann á að ganga í raðir félagsins í fyrra. Arsenal hafi hins vegar ákveðið að kaupa Nicolas Pépé. Enski boltinn 8. janúar 2021 16:30
Eigandi City keypti elsta bikarinn fyrir rúmlega 131 milljón króna Sheik Mansour, eigandi Manchester City, hefur keypt elsta verðlaunagrip ensku bikarkeppninnar sem til er. Enski boltinn 8. janúar 2021 16:01
Krakkarnir mæta meisturunum í kvöld Aston Villa hefur staðfest að leikur liðsins gegn Liverpool á Villa Park í 3. umferð ensku bikarkeppninnar fari fram. Enski boltinn 8. janúar 2021 11:06
Skilur ekki af hverju Hasenhüttl grét af gleði eftir sigurinn á Liverpool Fabio Capello, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, AC Milan, Juventus og fleiri liða, furðar sig á viðbrögðum Ralphs Hasenhüttl, knattspyrnustjóra Southampton, eftir sigurinn á Liverpool, 1-0, á mánudaginn. Enski boltinn 8. janúar 2021 11:01
Stjóri Jóhanns Berg vill bólusetja alla ensku úrvalsdeildina Knattspyrnustjóri Burnley segir að peningurinn sem fer í öll kórónuveiruprófin hjá ensku úrvalsdeildinni væri betur varið hjá framlínunni. Enski boltinn 8. janúar 2021 09:30