Enski boltinn

Sér ekki framfarirnar hjá United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole leggur á ráðin með leikmönnum sínum fyrir vítaspyrnukeppnina. Hann á enn eftir að vinna sem fysrta titil með félaginu sem stjóri.
Ole leggur á ráðin með leikmönnum sínum fyrir vítaspyrnukeppnina. Hann á enn eftir að vinna sem fysrta titil með félaginu sem stjóri. Tullio Puglia/Getty

Neil Lennon, fyrrum stjóri Celtic, var spekingur breska ríkisútvarpsins yfir úrslitaleik Villarreal og Manchester United í kvöld.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1 en eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni, þar sem úrslitin réðust í 11. umferð, tóku þeir spænsku gullið.

Lennon varð margfaldur Skotlandsmeistari með Celtic áður en hann var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann sér ekki miklar framfarir hjá United.

„Ég sé ekki framfarirnar sem fólk er að tala um hjá Manchester United,“ sagði Lennon og hélt áfram:

„Fyrir fjórum árum síðan þá enduðu þeir í öðru sætinu undir stjórn Jose Mourinho og unnu Evrópudeildina. Þeim hefur farið aftur á bak.“

„Það að þeir hafi ekki komist upp úr riðlinum í Meistaradeildinni hringdi viðvörunarbjöllum hjá mér. Þeir verða að kaupa leikmenn ef þeir ætla að styðja við stjórann.“

„Þetta er ansi sárt fyrir Ole Gunnar. Hann hefur verið þarna í tvö og hálft ár og ekki unnið neitt. Þetta snýst um það,“ bætti Lennon við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×