Man. United hefur bara unnið Rochdale í síðustu sjö vítaspyrnukeppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 13:01 Liðsfélagar David de Gea reyna að hughreysta hann eftir að vítaklúður hans varð til þess að Manchester United missti af sigri í Evrópudeildinni í gær. EPA-EFE/Maja Hitij Manchester United gengur illa í vítaspyrnukeppnum og það sannaðist enn á ný í gærkvöldi þegar liðið tapaði í vítakeppni á móti spænska liðinu Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tölfræðin sýnir þetta svart á hvítu því Manchester United hefur tapað sex af síðustu sjö vítaspyrnukeppnum sínum í öllum keppnum. Eini sigurinn í undanförnum sjö vítaspyrnukeppnum kom á móti Rochdale í enska deildabikarnum í september 2019. Sir Alex Ferguson waited for David De Gea after medal ceremony + walked down tunnel with him. It s 40 penalties in a row club + country he s failed to save now.Shouldn t have needed fine margins vs Villarreal but that was one.A night of mistakes #MUFChttps://t.co/9Y0bFYs9Kf— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) May 27, 2021 Tapið í gærkvöldi þýðir að Manchester United vann engan titil í ár og hefur nú ekki unnið titil síðan 2017. Það er ekki að hjálpa United liðinu að David De Gea var í markinu. Það var ekki nóg með að hann klikkaði á síðustu vítaspyrnu liðsins þá var hann aldrei nálægt því að verja víti. De Gea hefur nú fengið á sig mark í 40 vítaspyrnum í röð í leikjum með Manchester United og spænska landsliðinu. Hann varði síðast víti frá Romelu Lukaku í undanúrslitaleik enska bikarsins vorið 2016. Ole Gunnar Solskjær segist ekki hafa íhugað það að skipta David de Gea út fyrir Dean Henderson fyrir vítaspyrnukeppnina en hefði kannski betur gert það. Henderson hefur varið víti á síðustu árum þar á meðal víti frá Manchester City manninum Gabriel Jesus þegar Henderson var á láni hjá Sheffield United í fyrra. Síðustu sjö vítakeppnir Manchester United: 11-10 tap á móti Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 5-3 sigur á Rochdale í enska deildabikarnum 8-7 tap fyrir Derby í enska deildabikarnum 3-1 tap á móti Middlesbrough í enska deildabikarnum 3-1 tap á móti Sunderland í enska deildabikarnum 4-1 tap á móti Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn 4-2 tap á móti Everton í enska bikarnum Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Tölfræðin sýnir þetta svart á hvítu því Manchester United hefur tapað sex af síðustu sjö vítaspyrnukeppnum sínum í öllum keppnum. Eini sigurinn í undanförnum sjö vítaspyrnukeppnum kom á móti Rochdale í enska deildabikarnum í september 2019. Sir Alex Ferguson waited for David De Gea after medal ceremony + walked down tunnel with him. It s 40 penalties in a row club + country he s failed to save now.Shouldn t have needed fine margins vs Villarreal but that was one.A night of mistakes #MUFChttps://t.co/9Y0bFYs9Kf— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) May 27, 2021 Tapið í gærkvöldi þýðir að Manchester United vann engan titil í ár og hefur nú ekki unnið titil síðan 2017. Það er ekki að hjálpa United liðinu að David De Gea var í markinu. Það var ekki nóg með að hann klikkaði á síðustu vítaspyrnu liðsins þá var hann aldrei nálægt því að verja víti. De Gea hefur nú fengið á sig mark í 40 vítaspyrnum í röð í leikjum með Manchester United og spænska landsliðinu. Hann varði síðast víti frá Romelu Lukaku í undanúrslitaleik enska bikarsins vorið 2016. Ole Gunnar Solskjær segist ekki hafa íhugað það að skipta David de Gea út fyrir Dean Henderson fyrir vítaspyrnukeppnina en hefði kannski betur gert það. Henderson hefur varið víti á síðustu árum þar á meðal víti frá Manchester City manninum Gabriel Jesus þegar Henderson var á láni hjá Sheffield United í fyrra. Síðustu sjö vítakeppnir Manchester United: 11-10 tap á móti Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 5-3 sigur á Rochdale í enska deildabikarnum 8-7 tap fyrir Derby í enska deildabikarnum 3-1 tap á móti Middlesbrough í enska deildabikarnum 3-1 tap á móti Sunderland í enska deildabikarnum 4-1 tap á móti Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn 4-2 tap á móti Everton í enska bikarnum
Síðustu sjö vítakeppnir Manchester United: 11-10 tap á móti Villarreal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 5-3 sigur á Rochdale í enska deildabikarnum 8-7 tap fyrir Derby í enska deildabikarnum 3-1 tap á móti Middlesbrough í enska deildabikarnum 3-1 tap á móti Sunderland í enska deildabikarnum 4-1 tap á móti Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn 4-2 tap á móti Everton í enska bikarnum
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira