Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Traf­ford

    Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Leið eins og Messi og táraðist við brottförina

    Jack Grealish var formlega kynntur til leiks hjá Englandsmeisturum Manchester City í dag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi. Grealish yfirgaf uppeldisfélag sitt Aston Villa við skiptin og segir hafa verið erfitt að yfirgefa heimahagana.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ekkert of alvarlegt“ hjá Robertson

    Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool og skoska landsliðsins í fótbolta, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að betur hefði farið en á horfðist þegar hann meiddist á ökkla í æfingaleik í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks

    Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fofana frá út árið

    Wesley Fofana, varnarmaður Leicester, mun ekki spila fótbolta meira á þessu ári eftr að hann fótbrotnaði í æfingaleik liðsins gegn Villareal í vikunni. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Spilar Grealish sinn fyrsta leik í dag?

    Breskir fjölmiðlar segja vel mögulegt að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, muni gefa Jack Grealish sitt fyrsta tækifæri með Englandsmeisturunum í leik dagsins um Samfélagsskjöldinn. Manchester City mætir Leicester City klukkan 16:15 í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Borga tæpar 50 milljónir punda fyrir varnarmanninn

    Argentínumaðurinn Cristian Romero skrifaði í dag undir hjá enska knattspyrnuliðinu Tottenham um að leika með félaginu næstu árin, en lengd samnings hans var ekki gefin upp. Romero er næst dýrasti leikmaður í sögu félagsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fjörugt jafntefli í fyrsta leik tímabilsins

    Bournemouth og West Bromwich Albion komu tímabilinu af stað í Championship-deildinni á Englandi í kvöld. Liðin skildu jöfn, 2-2, er þau mættust á Vitality-vellinum í Bournemouth á suðurströnd Englands.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag

    Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar.

    Fótbolti