„Guardiola, Klopp og Tuchel gætu gert United að meisturum“ Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, mættu aftur í settið hjá Sky Sports í gærkvöld í þáttinn Monday Night Football þar sem þeir eru fastagestir. Þeir tókust á um málefni Manchester United. Fótbolti 24. ágúst 2021 07:01
Stuðningsmenn Chelsea munu minnast grínistans vinsæla Stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Chelsea munu minnast grínistans Sean Lock á næsta heimaleik liðsins við Aston Villa. Lock lést nýverið eftir baráttu við krabbamein en hann var ársmiðahafi á Stamford Bridge. Fótbolti 23. ágúst 2021 23:00
Van Dijk eltir met fyrrum leikmanns Grindavíkur Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur átt góðu gengi að fagna frá því að hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton árið 2018. Hann á enn eftir að tapa heimaleik með liðinu. Fótbolti 23. ágúst 2021 22:31
Sama sagan hjá Skyttunum Breskir fjölmiðlar greina frá því að Gaboninn Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, sé til sölu. Stjórnendur liðsins hyggist losa hann af launaskrá áður en yfirstandandi félagsskiptagluggi lokar eftir rúma viku. Fótbolti 23. ágúst 2021 22:00
Antonio í stuði er West Ham vann tíu leikmenn Leicester West Ham United vann 4-1 heimasigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Lundúnum í kvöld. Leicester lék allan síðari hálfleikinn einum manni færri. Enski boltinn 23. ágúst 2021 20:55
Ensku félögin hvergi hætt: Tottenham og Chelsea stefna á að bæta við sig Þó enska úrvalsdeildin sé farin af stað á nýjan leik og mörg lið virðast sátt með leikmannahópa sína þá eru önnur enn að leita að týnda hlekknum til að tryggja gott gengi í vetur. Enski boltinn 23. ágúst 2021 16:00
Reiðir stuðningsmenn Arsenal umkringdu bíl Artetas og sögðu honum til syndanna Eftir tap Arsenal fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær umkringdu reiðir stuðningsmenn liðsins bíl knattspyrnustjórans Mikels Arteta. Enski boltinn 23. ágúst 2021 12:01
Solskjær: Getum ekki farið úr körfubolta í ruðning Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, finnst dómarar í ensku úrvalsdeildinni leyfa full mikið miðað við síðasta tímabil. Enski boltinn 23. ágúst 2021 11:30
Manchester United jafnaði útivallarmet Arsenal um helgina Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Southampton á St. Mary´s-vellinum um helgina er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með því jafnaði liðið met Arsenal yfir flesta leiki í röð á útivelli án þess að bíða ósigurs. Enski boltinn 23. ágúst 2021 07:30
Xherdan Shaqiri á leið til Lyon Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er á förum frá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Hann er á leiðinni í frönsku deildina þar sem hann mun spila með Lyon. Enski boltinn 22. ágúst 2021 20:31
Lukaku: „Við stjórnuðum leiknum“ Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark í ensku úvalsdeildinni eftir endurkomu sína til Chelsea í 2-0 sigri gegn Arsenal í dag. Hann segir liðið hafi stjórnað leiknum og að þeir hefðu getað skorað meira. Enski boltinn 22. ágúst 2021 18:30
Lukaku enduropnaði markareikning sinn á Englandi Chelsea vann góðan 2-0 sigur gegn Arsenal í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea hefur því unnið báða leiki sína í upphafi tímabils, á meðan að Arsenal er enn í leit að sínum fyrstu stigum. Enski boltinn 22. ágúst 2021 17:28
Solskjær um mark Southampton: „100% brot“ Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, og Mason Greenwood markaskorari liðsins í 1-1 jafntefli við Southampton vildu báðir fá aukaspyrnu í aðdraganga marks Southampton í leiknum. Enski boltinn 22. ágúst 2021 15:48
Greenwood bjargaði stigi fyrir United Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United. Enski boltinn 22. ágúst 2021 15:00
Fyrsta mark Alli í rúmt ár tryggði Tottenham sigur Tottenham Hotspur vann 1-0 sigur á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Enski boltinn 22. ágúst 2021 14:57
Með hausinn í lagi Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla. Fótbolti 22. ágúst 2021 12:00
Kane ferðaðist með Tottenham og gæti spilað á morgun Enski landsliðsfyrirliðinn og framherji Tottenham, Harry Kane, ferðaðist með liðinu til Wolverhampton í dag þar sem að liðið mætir Wolves á morgun. Kane hefur misst af báðum leikjum Tottenham á tímabilinu hingað til. Enski boltinn 21. ágúst 2021 23:30
Pulisic með veiruna og missir af Lundúnaslagnum Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic missir af Lundúnaslagnum þegar að Chelsea mætir Arsenal á morgun eftir að hann greindist með kórónaveiruna. Enski boltinn 21. ágúst 2021 22:45
Tveir sigrar í fyrstu tveim hjá Brighton Brighton hafði betur þegar að liðið tók á móti nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-0, en Brighton hefur nú unnið báða leiki sína á tímabilinu. Enski boltinn 21. ágúst 2021 18:50
Áfram skorar Ings - Jafnt hjá Benítez og Bielsa Aston Villa komst á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið lagði Newcastle United að velli. Jafntefli var í hinum tveimur leikjum sem fram fóru um miðjan dag. Enski boltinn 21. ágúst 2021 16:16
Tap hjá Jökli - Jón Daði enn frá Jökull Andrésson og félagar hans í Morecambe þurftu að þola 2-1 tap fyrir Gillingham í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Í B-deildinni tapaði Millwall án Jóns Daða Böðvarssonar. Fótbolti 21. ágúst 2021 16:05
Grealish komst á blað í stórsigri City Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar. Enski boltinn 21. ágúst 2021 15:50
Klopp ósáttur: „Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað“ „Þetta er bara of hættulegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um leikstíl Burnley eftir 2-0 sigur liðs hans á þeim síðarnefndu í dag. Klopp var ósáttur við hversu mikið Mike Dean, dómari leiksins, leyfði Burnley að komast upp með. Enski boltinn 21. ágúst 2021 14:31
Jota og Mané á skotskónum í sigri á Burnley Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Anfield í dag. Sigur liðsins var síst of stór. Enski boltinn 21. ágúst 2021 13:30
Guardiola fær hjálp frá Tommy Fleetwood við að lækka „afar slaka“ forgjöfina Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki ætla að þjálfa fram á háan aldur. Hann þurfi tíma til að bæta slaka forgjöf sína í golfi og býr að öflugum kennara til að hjálpa sér við það. Fótbolti 21. ágúst 2021 13:00
Klopp býður Fabinho stuðning eftir föðurmissinn Brasilíumaðurinn Fabinho, miðjumaður Liverpool á Englandi, æfði ekki með liðinu á fimmtudag vegna fráfalls föður hans. Hann verður líklega ekki með liðinu gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 21. ágúst 2021 09:31
Fyrrum leikmaður Man. United sakaður um að hafa komið á fót glæpasamtökum Brasilíumaðurinn Anderson, fyrrum leikmaður Manchester United, er undir rannsókn brasilískra yfirvalda vegna ráns, peningaþvotts og myndun glæpasamtaka. Lögmaður hans þvertekur fyrir ásakanirnar. Fótbolti 20. ágúst 2021 23:01
Vonbrigðin voru Lukaku íþyngjandi: „Hvað fór úrskeiðis?“ Romelu Lukaku, nýr framherji Chelsea á Englandi, kveðst ákveðinn í því að vinna titla með félaginu á komandi árum. Hann segir fyrri tíma sinn hjá félaginu hafa tekið mikið á en hann hefur stutt félagið frá barnæsku. Fótbolti 20. ágúst 2021 22:16
Ramsdale genginn í raðir Arsenal Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor. Fótbolti 20. ágúst 2021 18:01
Cecilía hjá Everton til 2024 og segir liðið á leið að verða eitt það besta í Evrópu Cecilía Rán Rúnarsdóttir gengur í raðir Everton í janúar og hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnufélagið sem gildir fram í júní 2024. Fótbolti 20. ágúst 2021 15:50
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti