Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Lög­reglan vill fram­lengja gæslu­varð­hald Greenwood

    Í næstu viku mun lögreglan í Manchester fara fram á að gæsluvarðhald Mason Greenwood verði framlengt. Hann er grunaður um að beita þáverandi kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Greenwood ku hafa gengið í skrokk á henni, brotið á henni kynferðislega og hótað að drepa hana.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Eigendur City bæta félagi í safnið

    Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að City Football Group, sem á meðal annars Englandsmeistara Manchester City, sé við það að ganga frá kaupum á Palermo á Ítalíu. Það verður ellefta félagið í eigu fjárfestingahópsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Danny Guthrie gjaldþrota

    Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Fram, Newcastle og Liverpool, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Bretlandi eftir að honum tókst ekki að endurgreiða lán sem hann tók árið 2019. Guthrie kaus frekar að endurgreiða veðmálaskuldir en að greiða upp lánið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Real Madrid fer nýjar leiðir í samningsgerð

    Vinícius Junior er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid, sem er þó ekki frásögu færandi nema nýstárlegs „and-ríkis-félags söluákvæðis“ sem verður í samningi leikmannsins sem á að fæla í burtu forrík félagslið í ríkiseigu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Man. Utd gerði Eriksen tilboð

    Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kompany nýr þjálfari Jóhanns Bergs

    Belginn Vincent Kompany, fyrrum varnarmaður Manchester City, er tekinn við þjálfun Burnley á Englandi. Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður félagsins, en það féll úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mál Greenwood enn til rann­sóknar

    Fyrir skemmstu fór á flug sá orðrómur á samfélagsmiðlinum Twitter að Mason Greenwood væri laus allra mála og gæti mögulega snúið aftur í leikmannahóp Manchester United á næstu leiktíð. Sá orðrómar reyndust ekki á rökum reistur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Grétar Rafn frá KSÍ til Tottenham

    Grétar Rafn Steinsson mun hafa umsjón með frammistöðu leikmanna hjá Tottenham Hotspur á Englandi. Grétar hefur síðustu mánuði unnið hjá Knattspyrnusambandi Íslands en heldur nú til Lundúna.

    Fótbolti