Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    City tekur á móti Liverpool og Jóhann Berg fer á Old Trafford

    Manchester United varð í kvöld seinasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu þegar liðið vann 4-2 sigur gegn Aston Villa. Að leik loknum var svo dregið í 16-liða úrslitin og þar er sannkallaður stórleikur þegar Manchester City tekur á móti Liverpool.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kane leiðbeinir Raducanu

    Harry Kane skorar ekki bara mörk fyrir Tottenham og enska landsliðið heldur reynir hann einnig að láta gott af sér leiða og miðla af reynslu sinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tippari af Aust­fjörðum fimm milljónum ríkari

    Tippari af Austfjörðum er væntanlega í skýjunum eftir úrslit helgarinnar í Enska boltanum. Tipparinn var heldur betur sannspár með þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum. Fyrir það hlaut hann tæpar 5,3 milljónir í vinning.

    Innlent
    Fréttamynd

    Fyrsta tap Manchester United kom gegn Chelsea

    Chelsea vann góðan útisigur á Manchester United í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Með sigrinum lyfti Chelsea sér upp í annað sæti deildarinnar en tapið var það fyrsta hjá United á tímabilinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Nökkvi Þeyr skoraði og lagði upp

    Nökkvi Þeyr Þórisson átti flottan leik fyrir Beerschot í næstefstu deild í Belgíu í dag. Hann skoraði og lagði upp í 3-1 sigri liðsins gegn Lommel. Þá var Dagný Brynjarsdóttir í liði West Ham sem vann sigur í miklum markaleik á Englandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Newcastle fór létt með Southampton

    Newcastle United vann öruggan 4-1 útisigur á Southampton og heldur áfram að láta sig dreyma um sæti í Meistaradeild Evrópu. Þá kom Crystal Palace til baka gegn West Ham United.

    Enski boltinn