Bielsa lentur í London en sagður hafa hafnað Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2023 08:39 Marcelo Bielsa gerði mjög skemmtilega hluti með Leeds United en missti samt starfið sitt. Getty/Nick Potts Marcelo Bielsa er kominn til London þar sem hann ræddi við forráðamenn hjá Everton um að taka við knattspyrnustjórastöðu félagsins. Nú lítur hins vegar út fyrir að hann vilji ekki starfið. Enskir miðlar eins og BBC fylgjast vel með stjóraleit Everton og segja að það sé pressa að klára þær sem fyrst. Það fer hins vegar tvennum sögum af því hvort að Bielsa hafi í raun áhuga á starfinu. BBC sagði frá því að hann væri í viðræðum í morgun en seinna sló Daily Mail því upp að hann hafi í raun hafnað tilboði Everton. BREAKING: Marcelo Bielsa tells Everton he DOESN'T WANT their manager's job https://t.co/XJH7YXmdD5 pic.twitter.com/DOtOpshUSF— MailOnline Sport (@MailSport) January 27, 2023 Þessi 67 ára gamli fyrrum knattspyrnustjóri Leeds United var efstur á blaði hjá eigandanum Farhad Moshiri. Sean Dyche, sem hefur verið atvinnulaus síðan í apríl eftir að hafa verið rekinn frá Burnley, er annar sem kemur til greina í starfið á Goodison Park. Hann er því líklegast efstur á blaði núna. Everton stefnir að því að vera búið að ráða eftirmann Frank Lampard um helgina. Það bíður nýja stjórans ekki auðvelt verkefni enda situr liðið í nítjánda og næstsíðasta sæti. Everton hefur tapað þremur deildarleikjum í röð, leikið átta leiki í röð án þess að vinna og fagnaði síðast sigri í ensku úrvalsdeildinni 22. október síðastliðinn. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Enskir miðlar eins og BBC fylgjast vel með stjóraleit Everton og segja að það sé pressa að klára þær sem fyrst. Það fer hins vegar tvennum sögum af því hvort að Bielsa hafi í raun áhuga á starfinu. BBC sagði frá því að hann væri í viðræðum í morgun en seinna sló Daily Mail því upp að hann hafi í raun hafnað tilboði Everton. BREAKING: Marcelo Bielsa tells Everton he DOESN'T WANT their manager's job https://t.co/XJH7YXmdD5 pic.twitter.com/DOtOpshUSF— MailOnline Sport (@MailSport) January 27, 2023 Þessi 67 ára gamli fyrrum knattspyrnustjóri Leeds United var efstur á blaði hjá eigandanum Farhad Moshiri. Sean Dyche, sem hefur verið atvinnulaus síðan í apríl eftir að hafa verið rekinn frá Burnley, er annar sem kemur til greina í starfið á Goodison Park. Hann er því líklegast efstur á blaði núna. Everton stefnir að því að vera búið að ráða eftirmann Frank Lampard um helgina. Það bíður nýja stjórans ekki auðvelt verkefni enda situr liðið í nítjánda og næstsíðasta sæti. Everton hefur tapað þremur deildarleikjum í röð, leikið átta leiki í röð án þess að vinna og fagnaði síðast sigri í ensku úrvalsdeildinni 22. október síðastliðinn.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira