Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Segir að eig­endunum sé sama um fé­lagið

    Annar hluti af drottningarviðtali Piers Morgan við Cristiano Ronaldo var birtur í kvöld. Þar segir Ronaldo að Glazer-fjölskyldunni, eigendum Manchester United, sé sama um félagið. Þá gagnrýnir hann Gary Neville og aðra fyrrum leikmenn Manchester United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Reiðir og sárir út í Ronaldo

    Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Garnacho hefur ótrúlega hæfileika“

    Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, skoraði fyrra mark liðsins er United vann dramatískan 1-2 sigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Hann lagði einnig upp sigurmarkið fyrir ungstirnið Alejandro Garnacho í uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arteta: Bjóst enginn við þessu

    Sigur Arsenal á Úlfunum á laugardag var tólfti sigurleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið fer með örugga fimm stiga forystu inn í hléið sem nú hefst vegna HM í Katar. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði engan hafa búist við því að liðið myndi byrja tímabilið jafnvel og raun ber vitni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Norðmaðurinn sá um Úlfana

    Norðmaðurinn Martin Ødegaard skoraði bæði Arsenal er liðið vann öruggan 0-2 útisigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn þýðir að Arsenal verður með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar HM-pásan langa tekur við.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Maðurinn sem Sout­hgate skildi eftir sökkti Man City

    Erling Braut Håland var í byrjunarliði Manchester City sem tók á móti Brentford í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann stal þó ekki senunni heldur Ivan Toney, maðurinn sem Gareth Southgate ákvað að væri ekki nægilega góður til að taka með á HM í Katar. Toney skoraði bæði mörk Brentford í ótrúlegum 2-1 útisigri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Maguire má yfir­gefa Man United

    Samkvæmt áreiðanlegum heimildum breska fjölmiðilsins The Guardian mun Manchester United reyna að selja Harry Maguire næsta sumarið. Félagið keypti hann dýrum dómum sumarið 2019 en hann er ekki í plönum Erik ten Hag sem stendur.

    Enski boltinn