Vilja að stuðningsmenn liða sinna hætti níðsöngvum um München, Hillsborough og Heysel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 15:00 Þessir tveir vilja að stuðningsmenn liða sinna einbeiti sér að styðja við liðin frekar en að syngja níðsöngva. Michael Regan/Getty Images Liverpool og Manchester United mætast á morgun, sunnudag, í ensku úrvalsdeildinni. Stjórar liðanna, Jürgen Klopp og Erik ten Hag, hafa biðlað til stuðningsfólks liðanna að hætta níðsöngvum sem snúa að harmleik félaganna. Árið 1958 fórst stór meirihluti liðs Man United í flugslysi í München þegar flugvél félagsins fór ekki á loft. Alls létust 23 í slysinu. Árið 1985 létust 39 einstaklingar á Heysel-leikvanginum í Brussel þegar Liverpool mætti Juventus. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield þar sem Liverpool og Nottingham Forest mættust. Stuðningsfólk beggja liða rifjar þessa harmleiki upp að því virðist í hvert skipti sem liðin mætast. Nú hafa þjálfarar liðanna beðið stuðningsfólk sitt um sleppa níðsöngvunum og viðhalda mögnuðu andrúmslofti með því að styðja við bakið á sínu liði. Jürgen Klopp: 'If we can keep the passion and lose the poison it will be so much better for everyone.'Erik ten Hag: 'It is unacceptable to use the loss of life in relation to any tragedy to score points, and it is time for it to stop.'https://t.co/xgDpFBZQdf— Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2023 „Söngvar sem þessir eiga ekkert skylt við fótbolta. Það er betra fyrir alla ef við getum haldið ástríðunni en sleppt eitrinu,“ sagði Klopp í aðdraganda leiksins. „Rígurinn á milli Man United og Liverpool er einn sá stærsti í heimi. Við elskum ástríðuna í áhorfendum þegar lið okkar mætast en það eru línur sem má ekki fara yfir. Það er óásættanlegt að nýta dauðsföll og aðra harmleiki til að „skora stig“ og nú er kominn tími til að stoppi,“ sagði Ten Hag um málið. „Þeir sem gera slíkt setja ekki aðeins blett á orðspor félaganna heldur skemma þeir fyrir sjálfum sér, öðrum áhorfendum og borgunum tveimur. Fyrir hönd allra hjá félaginu þá biðjum við stuðningsfólk okkar um að einbeita sér að því að styðja við bakið á liðinu á sunnudag,“ sagði Ten Hag að lokum. Leikur liðanna á Anfield hefst klukkan 16.30 á morgun, sunnudag. Sem stendur er Manchester United í 3. sæti deildarinnar með 49 stig á meðan Liverpool er í 6. sæti með 39 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Árið 1958 fórst stór meirihluti liðs Man United í flugslysi í München þegar flugvél félagsins fór ekki á loft. Alls létust 23 í slysinu. Árið 1985 létust 39 einstaklingar á Heysel-leikvanginum í Brussel þegar Liverpool mætti Juventus. Fjórum árum síðar létust 97 stuðningsmenn Liverpool á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield þar sem Liverpool og Nottingham Forest mættust. Stuðningsfólk beggja liða rifjar þessa harmleiki upp að því virðist í hvert skipti sem liðin mætast. Nú hafa þjálfarar liðanna beðið stuðningsfólk sitt um sleppa níðsöngvunum og viðhalda mögnuðu andrúmslofti með því að styðja við bakið á sínu liði. Jürgen Klopp: 'If we can keep the passion and lose the poison it will be so much better for everyone.'Erik ten Hag: 'It is unacceptable to use the loss of life in relation to any tragedy to score points, and it is time for it to stop.'https://t.co/xgDpFBZQdf— Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2023 „Söngvar sem þessir eiga ekkert skylt við fótbolta. Það er betra fyrir alla ef við getum haldið ástríðunni en sleppt eitrinu,“ sagði Klopp í aðdraganda leiksins. „Rígurinn á milli Man United og Liverpool er einn sá stærsti í heimi. Við elskum ástríðuna í áhorfendum þegar lið okkar mætast en það eru línur sem má ekki fara yfir. Það er óásættanlegt að nýta dauðsföll og aðra harmleiki til að „skora stig“ og nú er kominn tími til að stoppi,“ sagði Ten Hag um málið. „Þeir sem gera slíkt setja ekki aðeins blett á orðspor félaganna heldur skemma þeir fyrir sjálfum sér, öðrum áhorfendum og borgunum tveimur. Fyrir hönd allra hjá félaginu þá biðjum við stuðningsfólk okkar um að einbeita sér að því að styðja við bakið á liðinu á sunnudag,“ sagði Ten Hag að lokum. Leikur liðanna á Anfield hefst klukkan 16.30 á morgun, sunnudag. Sem stendur er Manchester United í 3. sæti deildarinnar með 49 stig á meðan Liverpool er í 6. sæti með 39 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira