Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 11:30 Erik ten Hag hefur ekki mikil not fyrir Harry Maguire. Matthew Ashton/Getty Images Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja. Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira