Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. Innlent 19. maí 2021 22:44
Náttúruspjöll við Geldingadali Eldgos eru einhverjar alstórfenglegustu náttúruhamfarir sem verða á jörðinni. Íslendingar hafa frá upphafi byggðar þurft að takast á við þessi öfl náttúrunnar, og oft á tíðum orðið fyrir miklum búsifjum af völdum jarðelda. Síðari ár höfum við þó einnig notið fegurðar þeirra og margbreytileika. Skoðun 19. maí 2021 16:32
Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. Lífið 19. maí 2021 14:30
Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. Innlent 19. maí 2021 12:20
Kostar 1.000 krónur frá og með deginum í dag að leggja við gosstöðvarnar Von er á tilkynningu frá Landeigendafélagi Hrauns sf. í dag, þar sem tilkynnt verður um gjaldtöku á bílastæðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Nú þegar er hægt að greiða fyrir að leggja bílnum í Parka-smáforritinu. Innlent 19. maí 2021 06:27
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. Innlent 18. maí 2021 22:44
Tuttugu milljónir í að hækka varnargarðana Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að verja allt að 20 milljónum króna til þess að hækka varnargarða fyrir ofan Nátthaga. Nú þegar hafa verið reistir tveir fjögurra metra háir varnargarðar og verða þeir hækkaðir í allt að átta metra. Innlent 18. maí 2021 11:17
Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. Innlent 17. maí 2021 22:11
Kisi kíkti á gosstöðvarnar: „Hann fær líka að koma með í partí, vinaboð og spilakvöld“ Eins og svo margir Íslendingar lagði Ólafur Björn leið sína að gosstöðvunum um helgina. Með í för voru kærasta hans Bergljót María Sigurðardóttir og ferfætlingurinn Leómundur. Lífið 17. maí 2021 21:18
Fór í sérútbúnum hjólastól að gosinu Dagur Steinn Elfu Ómarsson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem lagt hefur leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall síðustu vikur. Hann notar sérútbúinn hjólastól og fékk því lánaðan sérstakan stól fyrir þessa skemmtilegu ferð. Lífið 17. maí 2021 13:01
Mæla með hettu yfir höfuðið á gosstöðvunum Þeir sem ætla að leggja leið sína á gosstöðvarnar í dag eru hvattir til að taka með sér auka peysu og úlpu. Ástæðan er sú að nokkur vindur er á svæðinu, 5-9 m/s og í kaldara lagi að því er fram kemur á Safetravel.is. Innlent 16. maí 2021 10:13
Stefna á að klára varnargarðana á morgun Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun. Innlent 15. maí 2021 19:16
„Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. Innlent 14. maí 2021 23:03
Hófu í nótt gerð varnargarða við gosstöðvarnar Stór jarðýta hófst handa við það í nótt að ryðja upp varnargörðum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Innlent 14. maí 2021 06:53
Versta brekkan orðin breiður göngustígur Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli, svokölluð A-leið, er núna orðin mun greiðfærari og hættuminni en áður. Leiðin var lokuð í gær meðan unnið var að framkvæmdum en opnuð á ný í gærkvöldi. Innlent 13. maí 2021 22:44
Bætt aðgengi kom sér vel við björgun slasaðrar konu Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk komu konu til aðstoðar sem slasaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á tíunda tímanum í kvöld. Bætt aðgengi varð til þess að hægt var að koma konunni til aðstoðar á skömmum tíma. Innlent 13. maí 2021 21:55
Telja varnargarða ekki mega bíða lengi Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum. Innlent 13. maí 2021 16:00
Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. Innlent 12. maí 2021 19:12
Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. Innlent 12. maí 2021 18:54
Lokað á gosstöðvunum í dag vegna framkvæmda á gönguleið Lokað verður inn á gossvæðið í Fagradalsfjalli í dag vegna framkvæmda á gönguleið að gosstöðvunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Innlent 12. maí 2021 07:41
Hérna vilja Almannavarnir ekki missa hraunið lengra Eldgosið í Fagradalsfjalli er núna tvöfalt öflugra en það hefur lengst af verið, samkvæmt nýjum mælingum Jarðvísindastofnunar. Almannavarnir eru í viðbragðsstöðu með að láta ryðja upp varnargörðum til að hindra að hraunrennsli fari í Nátthaga og ógni þar með Suðurstrandarvegi. Innlent 11. maí 2021 21:31
Gosið tvöfalt öflugra en hefur verið lengst af Veruleg aukning hefur orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. Meðalrennslið yfir tímabilið mælist þrettán rúmmetrar á sekúndu sem er miklu meira en þeir tæplega átta rúmmetrar á sekúndu sem áður hafa mælst. Innlent 11. maí 2021 11:48
Aftur opið að gosstöðvunum Opnað hefur verið fyrir aðgang að gosstöðvunum á Reykjanesi í dag eftir að svæðinu var lokað í gær vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Gasmengun gæti borist yfir byggð á vestanverðu Suðurlandi í dag. Innlent 11. maí 2021 10:04
Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. Innlent 10. maí 2021 21:32
Gætu spáð fyrir um eldgos með allt að mánaðarfyrirvara Geimvísindastofnun Bandaríkjanna þróar nú gervihnattatækni sem gæti nýst til að spá fyrir um eldgos allt að mánuði áður en gos hefst. Innlent 10. maí 2021 21:15
Þríbrotin en þakklát fyrir nafnlausan hjúkrunarfræðing Klaudia Katarzyna varð fyrir því óláni að detta og þrífótbrotna á leið niður frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga á laugardag. Hún er þakklát viðbrögðum fólks sem átti leið hjá þar sem hún lá brotin, og er ókunnug ung kona sem aðstoðaði Klaudiu henni ofarlega í huga. Lífið 10. maí 2021 18:04
Katrín fór loks að gosinu 51 degi eftir að það hófst Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór loksins að skoða eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, 51 degi eftir að það hófst 19. mars. Innlent 10. maí 2021 15:53
Mosaeldar við gosstöðvarnar áhyggjuefni Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið. Innlent 10. maí 2021 13:35
Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. Innlent 9. maí 2021 10:25
Elsti gígurinn mættur aftur til leiks Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst. Innlent 8. maí 2021 14:09