„Gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2021 13:13 Sjónarspilið á gosstöðvunum hefur oft verið meira en upp úr klukkan eitt í dag, þegar þetta skjáskot af vefmyndavél Vísis er tekið. Gosórói í Geldingadölum féll á fimmta tímanum í nótt og hefur mælst lágur það sem af er degi. Það segir sérfræðingum þó lítið um hvernig gosið kemur til með að þróast í framtíðinni. „Um klukkan hálf fimm í morgun þá var eins og óróinn, sem hafði verið hár í gær í meira en sólarhring, hafi fallið aftur og mælist mjög lágur,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir þó að hraun renni enn úr gígnum en líklegast rennur meirihluti hraunsins nú neðanjarðar. Lítið hefur sést í eld síðan í morgun, líkt og myndir úr vefmyndavél Vísis af gosstöðvunum bera vitni um þegar þetta er skrifað. Einar segir þó að veðurstofan hafi fyrr í dag fengið veður af því að hrauntaumur hefði legið frá gosinu ofanjarðar þegar þyrluflugmaður flaug þar yfir. „Það virðist vera að það skiptist á aukin virkni og minni virkni inn á milli.“ Einar segir að nú sé beðið eftir nýjustu mælingum Háskóla Íslands á því hversu mikið hraunið hefur stækkað frá síðustu mælingu. Með því sé hægt að meta hvort dregið hafi uppstreymi frá gosinu. Einar segir þessa hegðun gossins, sem hefur ýmist bætt í eða dregið verulega úr, ekki gefa vísindamönnum mikinn efnivið til þess að ráða úr því sem koma skal varðandi framvindu gossins. „Það er voða erfitt að segja til um hvað gerist í framtíðinni en við bara fylgjumst með og gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju.“ Gervitunglamynd sýnir virknina Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í dag gervitunglamynd af gosstöðvunum sem tekin var í gærkvöldi. Þar sýnir stuttbylgju- eða nærinnrauð mynd virknina á svæðinu. Gígurinn er merktur blár en helstu virknisvæði rauð og gul. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49 „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
„Um klukkan hálf fimm í morgun þá var eins og óróinn, sem hafði verið hár í gær í meira en sólarhring, hafi fallið aftur og mælist mjög lágur,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir þó að hraun renni enn úr gígnum en líklegast rennur meirihluti hraunsins nú neðanjarðar. Lítið hefur sést í eld síðan í morgun, líkt og myndir úr vefmyndavél Vísis af gosstöðvunum bera vitni um þegar þetta er skrifað. Einar segir þó að veðurstofan hafi fyrr í dag fengið veður af því að hrauntaumur hefði legið frá gosinu ofanjarðar þegar þyrluflugmaður flaug þar yfir. „Það virðist vera að það skiptist á aukin virkni og minni virkni inn á milli.“ Einar segir að nú sé beðið eftir nýjustu mælingum Háskóla Íslands á því hversu mikið hraunið hefur stækkað frá síðustu mælingu. Með því sé hægt að meta hvort dregið hafi uppstreymi frá gosinu. Einar segir þessa hegðun gossins, sem hefur ýmist bætt í eða dregið verulega úr, ekki gefa vísindamönnum mikinn efnivið til þess að ráða úr því sem koma skal varðandi framvindu gossins. „Það er voða erfitt að segja til um hvað gerist í framtíðinni en við bara fylgjumst með og gerum allt eins ráð fyrir því að óróinn taki sig upp að nýju.“ Gervitunglamynd sýnir virknina Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í dag gervitunglamynd af gosstöðvunum sem tekin var í gærkvöldi. Þar sýnir stuttbylgju- eða nærinnrauð mynd virknina á svæðinu. Gígurinn er merktur blár en helstu virknisvæði rauð og gul.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49 „Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00 Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. 4. júlí 2021 07:49
„Skrítnasta næturvakt sem ég hef verið á“ Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt. 3. júlí 2021 14:00
Mikið sjónarspil á gosstöðvunum í kvöld Mikið sjónarspil hefur verið á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í kvöld. Eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum hefur gosið verið nokkuð óútreiknanlegt undanfarna daga, annað hvort ekki látið á sér kræla eða þá að miklir hrauntaumar hafa spýst upp úr gígnum. 2. júlí 2021 22:47