Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. Innlent 23. desember 2021 12:06
Gengur upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara. Innlent 23. desember 2021 10:16
Atburðarásinni svipar til aðdraganda gossins Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum. Innlent 22. desember 2021 20:09
Skjálftarnir líkjast undanfara eldgoss Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi. Innlent 22. desember 2021 11:51
Óþægilegt að fá skjálftahrinu rétt fyrir jól Grindvíkingar taka skjálftahrinunni sem nú gengur yfir á Reykjanesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir hátíðirnar. Hún vekur þó upp óþægilegar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjarstjórans. Innlent 22. desember 2021 10:25
Aflýsa óvissustigi en vara fólk við að fara inn á hraunbreiðuna Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi vegna eldgoss í Geldingadölum. Þetta er gert í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum. Ekki hefur sést til hraunflæðis frá gígnum frá 18. september síðastliðnum. Innlent 3. desember 2021 12:50
Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. Innlent 3. desember 2021 07:01
Gosið búið í bili Eldgosið í Fagradalsfjalli er búið í bili að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnun undir Reykjanesinu bendi þó til þess að annað gos gæti verið fram undan. Innlent 24. nóvember 2021 19:18
Leituðu þriggja ferðamanna við gosstöðvarnar en fundu tvo aðra í staðinn Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út fyrr í dag vegna þriggja ferðalanga sem villtust við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Við leitina fann björgunarsveitarfólk tvo aðra ferðalanga sem voru kaldir og hraktir. Innlent 21. nóvember 2021 13:22
Dregur úr skjálftahrinunni Dregið hefur úr skjálftahrinu við Grindavík sem staðið hefur síðan í gær. Innlent 18. nóvember 2021 11:44
Landabruggið á Ísólfsskála breytti örlögum Guðbergs Uppræting bruggverksmiðju í helli við Ísólfsskála á fjórða áratugnum varð til þess að foreldrar Guðbergs Bergssonar rithöfundar ákváðu að flytja þaðan þegar Guðbergur var þriggja ára. Hann ólst því upp í Grindavík en ekki sem bóndasonur á Ísólfsskála, þar sem hann er fæddur. Lífið 13. nóvember 2021 15:30
Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. Innlent 8. nóvember 2021 17:18
Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. Innlent 25. október 2021 14:30
Laufléttir gervihnettir á stærð við þvottavél skoða Reykjanesgosið Fjórtán gervihnettir á stærð við þvottavél auðvelduðu íslenskum vísindamönnum að meta umfang og hegðun eldgossins á Reykjanesi betur en fyrri eldgos. Tæknin getur einnig nýst vð mat á áhrifum loftslagsbreytiinganna. Innlent 19. október 2021 19:21
Eldgosið fært af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að lækka almannavarnastig vegna eldossins í Geldingadölum af hættustigi og niður í óvissustig. Innlent 18. október 2021 15:08
Minna á endurskinsmerkin á milli eldgosavakta Ráðstefnan Slysavarnir hófst í dag en ráðstefnan, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir, fer nú fram í fjórða sinn. Ríflega 30 fyrirlesarar munu í dag og á morgun fara yfir hin ýmsu málefni tengd slysavörnum og öryggismálum. Að sögn verkefnastjóra er af nægu að taka og mikilvægt að minna á mikilvægi slysavarna. Innlent 15. október 2021 13:50
Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. september. Áhöld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta goshléið til þessa. Innlent 15. október 2021 09:11
Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst. Innlent 14. október 2021 19:01
Maðurinn sem veifaði ekki sá eini sem brá sér upp á gígbarminn í dag Svo virðist sem að það hafi verið nokkuð vinsælt að klifra upp á gígbarminn í Geldingadölum í dag. Myndir sýna tvo einstaklinga klifra upp gíginn síðdegis í dag. Innlent 11. október 2021 21:19
Stóð á gígbarminum og veifaði til farþega í þyrluflugi Ferðalangur lagði sig í töluverða hættu í dag þegar hann klöngraðist upp á gígbarm eldgossins við Fagradalsfjall í dag. Innlent 11. október 2021 17:39
Fór á skeljarnar beint fyrir framan vefmyndavél Bónorð náðist í beinni útsendingu vefmyndavélar RÚV við Langahrygg í Geldingadölum á þriðja tímanum í dag. Lífið 9. október 2021 14:55
Síðasti stóri kom rétt fyrir miðnætti Síðasti stóri skjálftinn á Reykjanesskaga í grennd við Keili kom rétt fyrir miðnættið. Sá mældist þrjú stig en síðan þá hefur verið heldur rólegra á svæðinu og engir skjálftar hafa náð tveimur stigum. Innlent 5. október 2021 06:57
„Það er ekkert landris“ Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Sá stærsti reið yfir á áttunda tímanum í morgun, af stærðinni 3,3. Innlent 4. október 2021 11:22
Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili. Innlent 3. október 2021 11:01
Stærsti skjálfti þessarar hrinu Snarpur skjálfti fannst á suðvestanverðu landinu klukkan 15:32 í dag. Meðal annars fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og varð hans einnig vart í Borgarnesi. Innlent 2. október 2021 15:34
Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. Innlent 2. október 2021 13:00
Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. Innlent 2. október 2021 08:14
Einn öflugur skjálfti í nótt og 120 minni frá miðnætti Enn skelfur jörðin í grennd við Keili og í nótt klukkan sex mínútur yfir tvö reið einn öflugur yfir. Sá mældist 3,6 stig að stærð og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 1. október 2021 06:34
Virknin liggur of djúpt til að mæla kvikuhreyfingar Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftar sem hafa fundist á Reykjanesi undanfarið orsakist af kvikuhreyfingum neðanjarðar. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 30. september 2021 19:50
Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. Innlent 30. september 2021 14:29