Innlent

Tveir sér­merktir tor­færu­bílar teknir í notkun hjá al­manna­vörnum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bíllinn er merktur bæði lögreglunni og almannavörnum og var tekinn í notkun í dag.
Bíllinn er merktur bæði lögreglunni og almannavörnum og var tekinn í notkun í dag. Almannavarnir

Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum.

„Þeir verða notaðir í nákvæmlega svona verkefni eins og við erum í í dag, þar sem er flókið að komast að verkefninu, sem er núna eldgos. Við teljum að það sé gott að eiga svona bíla til að koma þeim á aðila sem þurfa að nota þá,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu.

Þetta er í fyrsta sinn sem almannavarnir eignast slíkan bíl en umræðan um kaupin hófst löngu áður en gosið í Meradölum hófst. 

„Í síðasta eldgosi var talað um að gera þetta en það var aldrei gert, svo núna var það aldrei spurning að gera þetta. Það tekur alveg klukkutíma að keyra niður frá eldstöðvunum. Þá eru þessir bílar taldir vera frábærir í allskonar verkefni sem geta komið upp,“ segir Hjördís. 

Bílarnir fóru strax í notkun í dag hjá lögreglunni á Suðurnesjum og verða þeir með á til afnota fyrst um sinn. Síðar verða þeir notaðir í önnur verkefni sem krefjast aðgengis á erfiðum stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×