„Það eina sem við getum gert er bara að fylgjast með“ Uppfært hættumat Veðurstofunnar gerir ráð fyrir töluverðri hættu á gosopnun í Grindavík. Áður var hættan talin mikil. Náttúruvársérfræðingur segir stöðuna geta breyst hratt, eins og hún hafi þegar gert. Því sé ómögulegt að segja til um framhaldið. Innlent 20. desember 2023 18:45
Grindvíkingar gisti ekki meðan hraunið flæði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að á meðan gosið sé í gangi sé ekki öruggt að gista í Grindavík. Áhersluna sé að tryggja öryggi og velferð þeirra en aðbúnaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja bera gosið augum sé aftarlega á listanum. Því segir hann göngustíg að gosstöðvunum ekki í forgangi, en seinna meir gæti það verið sett í skoðun. Innlent 20. desember 2023 16:08
Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. Innlent 20. desember 2023 14:43
Óttast að þjóðin fái leiða á Grindvíkingum og fjari undan hjálpseminni Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári. Innlent 20. desember 2023 14:22
Myndasyrpa: Glóandi jarðeldur í næturrökkri Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur verið mikið sjónarspil þó nokkuð hafi dregið úr krafti þess síðan það hófst á mánudagskvöld. Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, var við gosstöðvarnar í gærkvöldi og náði mögnuðum myndum af nýrri jörð myndast. Innlent 20. desember 2023 13:52
Grínaðist með gosið og nafn Þorvalds Þórðarsonar „Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar. Lífið 20. desember 2023 13:42
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgoss Upplýsingafundur almannavarna vegna eldgossins við Sundhnúksgíga hefst klukkan 14. Innlent 20. desember 2023 13:29
„Sárt að horfa á fólk skemmta sér meðan maður sat með tárin í augunum“ Íbúi í Grindavík segir sárt að sjá landsmenn horfa á eldgosið við Sundhnúksgíga sem afþreyingu á meðan Grindvíkingar glíma við erfiðar tilfinningar. Grindvíkingar þurfi meiri vissu um hvað taki við á komandi mánuðum. Innlent 20. desember 2023 11:00
Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. Innlent 20. desember 2023 10:59
Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. Innlent 20. desember 2023 10:57
Haraldur telur enga ástæðu til halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur stendur enn við þá skoðun sína að Grindavíkurbær sé ekki í hættu vegna eldgoss og að leyfa eigi bæjarbúum að snúa aftur heim til sín. Innlent 20. desember 2023 10:24
Bíða betra veðurs til að geta kortlagt hraunið Eldgosið á Reykjanesskaga hefur minnkað mjög frá því sem það var í upphafi á mánudagskvöld. Jarðeðlisfræðingur segir það farið að líkjast þeim eldgosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga á síðustu árum. Innlent 20. desember 2023 09:09
Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. Innlent 20. desember 2023 08:05
Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. Innlent 20. desember 2023 07:08
Vaktin: Uppfæra hættumat og telja töluverða hættu í Grindavík Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á Reykjanesskaga í allan dag. Innlent 20. desember 2023 06:30
Enn dregur úr eldvirkni en of snemmt að spá um goslok Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga eftir því sem óróagröf á Veðurstofu Íslands sýna. Þetta segir Minney Sigurðurðardóttir náttúruvársérfræðingur. Innlent 20. desember 2023 06:21
„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 19. desember 2023 23:55
Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. Innlent 19. desember 2023 22:52
Svakalegur tími í að snúa ferðamönnum við Björgunarsveitarkona sem sinnti gosgæslu í kvöld segir svakalegan tíma hafa farið í að spjalla við ferðamenn og snúa þeim við sem hyggjast ætla að gosi. Þá sé töluverður fjöldi sem stöðvi bíl sinn á Reykjanesbrautinni. Innlent 19. desember 2023 22:31
Fannst kaldur og hrakinn á gossvæðinu Þyrla Landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita var kölluð út fyrr í kvöld til leitar að manni á gossvæðinu sem gaf flugvél sem þar átti leið hjá neyðarmerki. Maðurinn fannst fyrir stundu, kaldur og hrakinn. Innlent 19. desember 2023 21:08
Sinna vaktinni allan sólarhringinn Vettvangsstjórn á hættusvæðinu sinnir eftirliti með gossvæðinu allan sólarhringinn auk aðgerðarstjórnar. Varðstjóri segir stöðuna sífellt endurmetna. Innlent 19. desember 2023 20:59
Fólk geti verið sátt að hraun renni ekki í átt til Grindavíkur Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftasérfræðingur, segir helst hættu á að hraun flæði yfir Grindavíkurveg nái það til mannvirkja. Fólk megi vera sátt við það hvar gosupptök voru fyrst úr varð. Innlent 19. desember 2023 18:49
Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. Innlent 19. desember 2023 18:37
Svipuð kvika en mögulega þróaðri Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur, er komin með sýni úr glænýju hrauninu á Reykjanesi. Hún er ein fræðinga frá Háskóla Íslands sem freistuðu þess að finna sýni úr kvikunni í dag, hvort sem það var fljótandi eða ekki. Innlent 19. desember 2023 16:52
Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. Innlent 19. desember 2023 16:11
Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. Innlent 19. desember 2023 15:42
Fylgjast með hraunlíkönum og hvort nýjar sprungur myndist Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir jarðvísindamenn nú fylgjast með hraunlíkönum og hvort það séu nýjar sprungur að myndast við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Innlent 19. desember 2023 15:39
Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. Innlent 19. desember 2023 15:09
Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. Innlent 19. desember 2023 14:23
Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. Innlent 19. desember 2023 14:17